Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 33
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Fujifilm FinePix JX650 Ódýr vél sem er handhæg og þægileg og fer ekki mikið fyrir. 16,0 Mpix myndavél. 5x aðdráttur. 2,7" skjár. 720p myndbandsupptaka. Verð: 16.995 kr. Sony NEX-5R myndavél Þeir sem vilja örlítið meira í myndavél- ina sína ættu að skoða þessa. Með 18- 55 mm E-mount linsu 16,1 Mpix. 3,0" skjár, WiFi-tenging Verð: 79.995 kr. Canon EOS 70D Fyrir hágæða myndatöku af fjölskyldufríinu eða fjallgöngunni er þessi mál- ið. 18 – 135mm linsa. 20 Mpix myndavél. Full HD-upptaka. 3,0" skjár Verð: 239.995 kr. ÓDÝRT, MIÐLUNGS OG DÝRT Ljósmyndavélin fyrir fjölskylduna Tímaflakk hefur verið draumur margra, enda fátt áhugaverðara en að geta gægst inn í framtíðina og upplifað sögufrægar stundir fortíðarinnar. Með nýju viðmóti eða appi sem nefnist When the heck am I er hægt að upplifa for- tíðina en ekki með þeim hætti sem við flest myndum vilja. Engu að síður er viðmótið mjög skemmtilegt og leyfir notendum að sjá umhverfi sitt eins og það var fyrir einhvejrum áratugum. Tæknin er í raun og veru sáraein- föld og byggir á því að notendur Google-gleraugna munu fá senda mynd af umhverfi sínu eins og það var t.d. 1950. Viðmótið notar GPS til að staðsetja notandann og varpar mynd af staðnum á gler- augun. Viðmótið má nota á marga vegu, t.d. til skemmtunar en einn- SÖGUKENNSLA BEINT Í GLERAUGUN Tímaflakkarinn Notendur Google-gleraugna munu geta gengið um stræti fortíðarinnar. ig til kennslu. Þá má vel hugsa sér að ferðaþjónustan taki þetta upp á sína arma einn góðan veðurdag. Þá gætum við ef til vill gengið um Reykjavík eins og hún var árið 1920. Væri það ekki áhugavert? Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom skömmustu- legur fram fyrir tæpu ári þegar heimasíða nýja trygg- ingakerfisins sem hann hafði barist fyrir í mörg ár virk- aði ekki. Notendur fengu rangar upplýsingar og var hafnað þrátt fyrir að uppfylla kröfur kerfisins og sums staðar virkaði síðan hreinlega ekki. Margir vilja meina að þessir tæknilegu örðugleikar hafi verið lán í óláni fyrir forsetann, sem hafði gerst margsaga um kerfið og lá undir nokkrum þrýstingi frá eigin flokksmönnum. Kerfisvillur heimasíðu nýja tryggingakerfisins færðu at- hyglina frá öðrum málum sem þóttu mjög vandræðaleg fyrir Hvíta húsið. Obama ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur og hefur nú ráðið til starfa hóp tölvusérfræð- inga og verkfræðinga frá tækni- og tölvurisanum Google. Ætlunin er að sérfræðingarnir frá Google aðstoði ríkisstofnanir að uppfæra heimasíður sínar og finni hent- ugar lausnir til að auðvelda almennum borgurum að koma beiðnum og athugasemdum til stjórnvalda. Obama hefur sagt að með þessu eigi að koma í veg fyrir að mis- tök eins og þau sem gerð voru við smíði og hönnun HealthCare.gov komi upp hjá síðum sem ríkisstofnanir eru með og almenningur notar til að leita upplýsinga um réttindi sín og koma athugasemdum á framfæri ÁHUGAVERT AF NETINU Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að lenda í enn einum tölvu- og netskandalnum. AFP Obama leitar til Google Þrátt fyrir áralanga verndunarstefnu og uppbyggingu er ástand kóralrifja við Ástralíu ekki gott. Ástandið hefur versnað þó- nokkuð frá árinu 2009 þegar síðast var gerð veigamikil athugun á því. Í skýrslu sem kom út nýlega um ástand kóralrifjanna er bent á að bæði hnattræn hlýnun og uppbygging við strendur Ástralíu sé mesta ógnin við rifin. Ástand kóralrifja versnar Kóralrif eru eitt af því fegursta sem náttúran býður upp á. * Í allri þróunarvinnu erugerð mistök, best er aðviðurkenna þau strax og halda áfram að finna upp og upp- götva nýja hluti. Steve Jobs Markaður, veitingar, happdrætti, andlits- málning og uppákomur. Fjölskyldudagur á KEX til styrktar börnum í Palestínu KEX Hostel 17. ágúst milli 14 og 17 Allur peningur sem safnast rennur óskiptur til hjálparstarfs Rauða krossins. Er fluga í súpunni eða bragðast hún ekki eins og þú bjóst við? Er megrunarfæðið kannski ekki jafn kaloríusnautt og þú hélst? Nú þarf fólk ekki lengur að velta því fyrir sér hvort innihaldslýsingar séu réttar í matvælum eða rífast um efnainnihald framreiddra rétta. Nú er hægt að skanna matinn og fá nákvæmar upplýsingar um inni- haldið. Star Trek kemur enn og aftur til hjálpar enda fyrirmyndin að nýju tæki sem vísindamenn við bandarísku háskólana MIT og Harvard hafa þróað og hannað. Um er að ræða lítið tæki á stærð við lyklakippu sem beint er að hlutum og les það sem kalla má sameinda-fingrafar hlutar og sendir upplýsingar um hlutinn í símann þinn þar sem nákvæm greining kemur fram. Um er að ræða tækni sem olíuiðnaðurinn hefur notað til margra ára til að mæla hreinleika olíu en nú er búið að betrumbæta tæknina og gera hana aðgengilega öllum. STAR TREK ENN OG AFTUR FYRIRMYND Skannaðu matinn þinn vel Viltu vita nákvæmt innihald í matnum sem þú leggur þér til munns? Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.