Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 45
Ætli fremsti maður verði ekki eins og venju-
legur miðjumaður. Þetta verður ekkert auð-
velt því það er oft erfiðast að vinna boltann
og breyta úr vörn í sókn og gera það snöggt.
Það er vinna og orka sem fer í slíkan varn-
arleik.
En við erum með Ingvar í markinu og
hann er búinn að standa sig ótrúlega vel og
það kæmi mér mjög á óvart ef hann yrði
ekki í íslenska landsliðinu miðað við hvernig
hann er búinn að standa sig. Landsliðþjálf-
ararnir hljóta að taka eftir honum, annað
kæmi mér mjög á óvart.
Nú er ég búinn að horfa svolítið á Inter
og það er allt hægt, ég trúi því. Inter er
geðveikt lið og það er hálfgert rugl að mæta
því. En við eigum séns. Það er alltaf séns.
Það var svolítið gaman að sjá Manchester
United-menn á móti Inter-mönnum því þeir
lágu svolítið aftarlega og það var enginn
möguleiki fyrir Inter að komast í neinar hol-
ur eins og það heitir. Ég vil meina að þar sé
möguleiki fyrir okkur. Að fá þá til að beita
löngum sendingum. Ég er alveg bjartsýnn á
að við getum náð í úrslit og horfi til Rosen-
borgar í þeim efnum því 1996 slógu þeir AC
Milan út úr Meistaradeildinni mjög óvænt
einmitt á San Siro. Óvæntir hlutir geta gerst
og ef maður hefur trú þá er ýmislegt hægt
að gera.“
Hætti í fótbolta í fjögur ár
Rúnar Páll flutti í Garðabæ 1982 þegar hann
var átta ára. Hann spilaði upp alla yngri
flokkana með Stjörnunni og síðan með
meistaraflokki. Hann hætti 2003 þegar hann
meiddist og kom ekki nálægt fótbolta í fjög-
ur ár. „Ég snerti ekki fótbolta og fitnaði
töluvert. Svo tók ég mig á og komst aftur í
form í kjölfarið á því að ég fór í íþróttafræð-
ina. Árið 2009 kláraði ég hana og var þá orð-
inn þjálfari HK í svolítið erfiðum aðstæðum.
Við ákváðum að fá engan leikmann til okkar
og ég tók svolítið til og fór inn í Íslands-
mótið með unga leikmenn. Við enduðum í
þriðja sæti í annarri deildinni og komumst
ekki upp. Mér var boðið að vera áfram með
HK en ákvað að flytja til Noregs og klára
meistaragráðu í íþróttafræði við háskólann í
Levanger. Að fara frá HK til Levanger var
mikið skref því það var spennandi að vera
áfram með HK og ekki síður að flytja út
með fjölskylduna.“
Leið vel í Noregi
Rúnar pakkaði því niður í gám og flutti til
Noregs með allt sitt hafurtask en hann hafði
lítið kynnt sér liðið sem hann átti að þjálfa.
Levanger er í þriðju deildinni og er stofnað
1997 úr tveimur litlum klúbbum í bænum.
„Þegar ég tók við liðinu var félagið í algjöru
rugli. Það voru æfingar klukkan níu á kvöld-
in og æft þrisvar í viku. Leikmenn bjuggu
sumir í Þrándheimi sem er klukkutíma akst-
ur frá og margir mættu oft ekkert á æfingar
en fengu samt vel borgað.
Við Bryndís gátum menntað okkur, hún
var í sálfræði. Ég fékk sæmileg laun og þeir
redduðu hinu og þessu en svo varð hún ólétt
af okkar þriðja barni og tók sér frí. Andrea
fæddist 2011 þarna úti. Það var frábært líf
að mörgu leyti þarna úti í Noregi. En liðið
var strúktúrslaust. Þannig að ég tók til
hendinni og setti upp langtímaplan til ársins
2014 um að fara upp um deild.
Ég og aðstoðarmaður minn breyttum öllu
þarna í kringum liðið og ég fékk styrktarað-
ila og fólkið í bænum með. Veltan fór úr
milljón norskum í rúmlega fimm milljónir.
Allt í einu var maður farinn að mæta á
styrktaraðilafundi að selja Levanger hug-
myndina sem var ótrúlegur skóli. Við
ákváðum að spila á gervigrasi því grasið er
lélegt á vorin og lélegt á haustin og völlurinn
var með hlaupabraut í kring og því langt í
áhorfendur. Þetta var stórt ævintýri og mikil
reynsla að taka þátt í þessu. Við stofnuðum
akademíu fyrir börn í Levanger og sú aka-
demía var með 600 þúsund norskar í tekjur.
Allar tekjur snarjukust og öll umgjörð varð
betri. Þegar ég fór fengu þeir sænskan þjálf-
ara sem hefur svipaða hugsun og ég varð-
andi þjálfun og hann hefur tekið liðið áfram.
Í dag er liðið í öðru sæti og er í þessari bar-
áttu að komast upp í efstu deild.
En svo kom að því að ákveða hvort við
vildum vera áfram eða fara heim og við
ákváðum að koma heim og við sjáum ekki
eftir því. Stelpurnar okkar, þær María og
Sara eru í Stjörnunni í handbolta og fótbolta
og við búum rétt hjá Stjörnuheimilinu.“
Rúnar og fjölskylda voru þrjú ár í Noregi
og hann var með tilboð um að vera þrjú ár
áfram þegar þau ákváðu að halda heim á
leið. „Við vildum fara heim og þetta var
spurning með stelpurnar okkar þrjár. Hvort
þær væru að koma heim 10 og 12 ára eða 13
og 15. Kannski hefðum við ekki komið aftur
ef ég hefði samið aftur við félagið því okkur
leið mjög vel þarna í Noregi. Þetta var sam-
eiginleg niðurstaða okkar allra að koma heim
og hér líður okkur vel.“
Lífið er snilld þessa stundina
Með velgengni í knattspyrnu kemur athygli
og þó að það sé oft einblínt á leikmenn liða
er Rúnar einn af okkar efnilegustu þjálf-
urum og margir sérfræðingar vilja meina að
hann geti vel staðið sig með liði í Skandinav-
íu. Hann er hinsvegar ekki á faraldsfæti.
„Ég stefni ekki út í þjálfun. Ekki núna alla-
vega. Ég er náttúrlega nýkominn heim og er
að þjálfa minn klúbb og allt gengur vel. Inn-
an vallar sem utan. Maður verður að njóta
velgengninnar og vera auðmjúkur í þeirri
nálgun en ég er ekki á faraldsfæti, ég vona
að leikmenn fari frekar utan en ég. Ég er í
frábæru starfi, líður vel, ég meina hvernig er
annað hægt?
Ég er í þessu umhverfi hér í Garðabæ,
labba í vinnuna og lífið er eiginlega bara
snilld þessa stundina,“ segir hinn geðþekki
Rúnar og svarar í símann. Hann þarf að fara
að horfa á Manchester United spila við Int-
er. Verkefni þessa dags er að hugsa um
hvernig Rooney hreyfði sig gegn varn-
armönnum Inter.
* Inter er geðveiktlið og það er hálf-gert rugl að mæta því.
En við eigum séns. Það
er alltaf séns.
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Fram - Barcelona 1988 Roberto Fernandez
skoraði annað marka Barcelona á Laugardalsvelli.
Hér er hann í baráttu við Þorstein Þorsteinsson.
Fyrri leikurinn fór 0:2 fyrir Börsunga á Laugar-
dalsvelli en leiknum á Camp Nou lauk 5:0. Í um-
fjöllun Morgunblaðsins um leikinn hér heima
stóð að Framarar hefðu staðið sig vel gegn létt-
leikandi liði Barcelona. Johan Cruyff var nýtekinn
við liði Barcelona á þessum tíma og í röðum þess
var Gary Lineker, sem lék þó ekki gegn Fram.
Ljósmynd/RAX
KR - Liverpool 1964 Fyrsti Evrópuleikur ís-
lensk liðs var KR - Liverpool. Liverpool vann
fyrri leikinn 5:0 og þann síðari 6:1 en Gunnar
Felixson skoraði mark KR og fyrsta Evrópu-
mark íslensks félagsliðs.
Ljósmynd/Sveinn Þormar
Keflavík - Real Madrid 1972 Keflvíkingar
mættu frægasta knattspyrnuliði heims, Real Ma-
drid, árið 1972. Keflvíkingar voru að taka þátt í
Evrópukeppninni í fjórða sinn og höfðu áður
mætt Ferencvaros frá Ungverjalandi og ensku
liðunum Everton og Tottenham. Real Madrid
hafði unnið Evrópukeppni meistaraliða sex sinn-
um alls þegar liðið kom til landsins. Alls hefur fé-
lagið unnið keppnina, sem nú heitir Meistaradeild
Evrópu, tíu sinnum. Real Madrid vann fyrri leik-
inn, sem leikinn var á Laugardalsvelli, 1:0 með
marki Ignacio Zoco á markamínútunni, þeirri 43.
Ljósmynd/Kr. Ben
Valur - Benfica 1968 Sigurður Dagsson varði
allt sem á markið kom frá portúgölsku snilling-
unum í einum frægasta knattspyrnuleik Íslands-
sögunnar. Þar var Eusebio fremstur meðal jafn-
ingja, en frægðarsól hans má líkja við Cristiano
Ronaldo í dag. Benfica var á þessum tíma eitt
allra besta lið Evrópu og hafði árinu áður mætt
Manchester United í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar. Valsmönnum tókst hið ómögu-
lega, að ná jafntefli 0:0 hér heima, en úti-
leikurinn fór heldur verr. Þeim leik tapaði Valur
8:1.
Ljósmynd/Sv. Þormar
Viðureignir
við stórlið
Valur - Celtic 1975
Fram - Real Madrid 1974
Keflavík - Everton 1970
ÍA - Köln 1980
Valur - Hamburg 1979
ÍA - Aberdeen 1983
KR - Everton 1995
Valur - Mónakó 1989
Valur - Juventus 1986
FH - Aston Villa 2008
F.C. Internazionale Milano, betur þekkt sem
Inter Milano, er stofnað 1908 og hefur unn-
ið ítölsku deildina 18 sinnum. Bikarinn hafa
þeir unnið sjö sinnum og níu sinnum hafa
þeir hampað bikurum á vegum UEFA og
FIFA, þar af Meistaradeildina þrisvar sinnum,
síðast 2010 þegar Jose Mourinho stýrði lið-
inu. Liðið var lengi í eigu Massimo Moratti
sem seldi félagið til Erick Thohir, indversks
kaupsýslumanns á 500 milljónir dala árið
2013.
Inter er eitt af þrem stóru liðunum á Ítalíu
ásamt Juventus og AC Milan en það er oft-
ast nefnt sem litli bróðir AC Milan frá sömu
borg. Inter er mjög vinsælt á Ítalíu og var
eina „stóra“ liðið þar í landi sem var ekki
dæmt í hinum alræmda Calciopoli-skandal
þar sem meðal annars Juventus var dæmt
niður um deild og titlar teknir af liðinu.
Inter er nú undir stjórn Walter Mazzarri
sem er að hefja sitt annað tímabil við stjórn-
völinn. Hefur hann verið að safna liði eftir
vonbrigði undanfarinna ára. Hefur félagið
fengið fjölmarga leikmenn sem forvitnilegt
verður að sjá gegn áhugamönnunum úr
Garðabæ.
Stórliðið Inter Milano
Innkoma á heimaleik
Inter Milan: 171 milljón
króna*
**Rúmlega eitt þúsund áhorfendur mæta á
leiki Stjörnunnar og kostar 1500 krónur inn.
*Heimild: inter.it
Stjarnan: 1,5 milljón
króna**
Íbúafjöldi
Mílanó: 1,3 milljónir manna
Garðabær: 13 þúsund
Styrkleikalisti UEFA
Inter Milan: 23
Stjarnan: 422
Verðmæti leikmanna
**Undirritaður metur; Jóhann Laxdal, Ingvar Jónsson,
Ólaf Karl Finsen, Martin Rauschenberg á 20 milljónir
og Michael Præst á 30.Aðrir eru óskrifað blað.
*Heimild: La Gazzetta dello Sport
Metið á 56 milljarða
krona*
Mat blaðamanns er 110
milljónir króna**
Heimavöllurinn
Heimild: KSÍ - inter.it
Giuseppe Meazza tekur
80 þúsund manns
Samsung völlurinn tekur
1400 manns
Ársvelta
Stjarnan: 70,6 milljónir
króna**
**Samkvæmt ársreikningi 2012
*Heimild: forbes.com
Inter Milan: 26 milljarðar
króna*