Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 50
Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is BÓK VIKUNNAR Icelandic Food and Cookery eftir Nönnu Rögnvaldardóttur er hin fínasta bók fyrir erlenda ferðamenn sem vilja kynna sér íslenska matarmenningu og -siði. Væringjaljóð, fimmtánda ljóðabókTryggva V. Líndal, er loks komin út.Fyrr gat hún raunar vart komið því fjórtánda bókin, Sögur og þýdd ljóð, kom út í júní síðastliðnum. Skáldferill Tryggva V. Líndal hefur ekki fylgt hefðbundnu leiðakerfi ljóðavagnanna. Á það jafnt við um skáldskapinn sjálfan og aðferðir Tryggva við að koma honum á framfæri. Undanfarin ár hefur hann gjarn- an ritað minningargreinar um fólk sem hann hefur hitt á förnum vegi og með lagni skáldsins tekist að tengja þau augnablik við „ …eitt af nýjustu ljóðum“ sínum í lok minn- ingargreinar og birt það ljóð. Um þessi skrif Tryggva hefur myndast allstór og ánægður aðdáendahópur, sem lætur enga minning- argrein eftir hann framhjá sér fara. Er hér um óvenjulega markaðssetningu að ræða sem ekki hefur orðið vart annars staðar í heim- inum enda minn- ingargreinum ekki til að dreifa með þessum hætti hjá öðrum stórblöðum en Morgunblaðinu. Yrkisefnið í Væringjaljóðum er fjölbreytt. Þar bregður fyrir í einu ljóði, Muzharraf, Be- nasir Bhutto og Zia ul Haq hershöfðingja sem skáldið segir smáfríðan. Pútín fær heila rímu og getið er um Æra-Tobba: Er hann einhver Æri-Tobbi, eða bara brekku- bobbi? Ljóðin eru ort af einlægni og sum af næmi og viðkvæmni og þótt oft mætti vanda betur orðfar er meiningin góð. Í bálknum, Lífið sjálft, koma þessar hendingar fyrir: Þetta læt ég mig nú varða mjög; að verði dauðinn okkur mjög að meini. Og síðar í sama ljóði: Ó, þú ástin mín, sem komst og fórst, hvað varð um þína þrýstnu dením leggi. Og loks: …framtíðin er eins og keila sem endar þröngum oddi. Skáldið hænist mjög að Grikklandi hinu forna og Rómaveldi. Væringjaljóð fá ekki frið fyrir þeim ásetningi skáldsins. Þar er meðal annars að finna ljóðin Hugsað til Arkilokkosar, Tytíus og Artemis og Stó- íski keisarinn Árelíus. Fyrir venjulegan lesanda, sem ekki kann sérstaklega skil á viðfangsefninu, eru þau tyrfin og oftast óskiljanleg. Ekki er víst að þar sé við höf- undinn að sakast þótt líklegt sé að hann eigi þar nokkurn hlut að máli. Í bókinni Sögur og þýdd ljóð, sem út kom í júní kveður hins vegar svo rammt að þessu, bæði í sögum og þýddum ljóðum, að lesandinn ruglast mjög í ríminu þótt því bregði sjaldan fyrir. Senni- lega er þó efnisyfirlitið flóknast. Tryggi V. Líndal er dugmikill einfari í ís- lenskum skáldskap; á köflum eins konar næfisti í ljóðlistinni. Hann lætur ekki mót- læti draga úr sér skáldkjarkinn heldur leit- ar nýrra frumlegra leiða. Slíkum mönnum hentar ekki uppgerðarhógværð eða -minni- máttarkennd enda segir útgefandinn um hann á bókarkápu: „Tryggvi hefur um langt skeið verið á meðal okkar fremstu ljóð- skálda… og notið margháttaðrar athygli og viðurkenningar fyrir ritstörf sín.“ om@mbl.is Orðanna hljóðan DUG- MIKILL EINFARI Tryggvi V. Líndal U ndirbúningur fyrir glæpasagnahátíðina Iceland Noir er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 20.-23. nóvember í Norræna húsinu. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hátíðin í fyrra tókst mjög vel og fjöldi manns mætti í Norræna húsið til að hlusta á glæpasagnahöfunda ræða um verk sín. Þekktir glæpasagnahöfundar hafa boðað komu sína á hátíðina í ár. Ragnar Jónasson, glæpasagnahöfundur, er einn forsvarsmanna hátíðarinnar. „Við Yrsa Sigurðadóttir og Quentin Bates ákváðum, í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, með litlum fyrirvara að halda glæpasagnahátíð í fyrra en á glæpa- sagnahátíðum erlendis höfðum við fundið mikinn áhuga hjá höfundum á að koma til Ís- lands. Hátíðin í fyrra heppnaðist mjög vel og við ákváðum því að endurtaka hana, og feng- um Lilju Sigurðardóttur til liðs við okkur í skipulagshópinn. Ann Cleeves, sem skrifar glæpasögur sem gerast á Hjaltlandseyjum, var meðal gesta í fyrra og hún fékk þá hug- mynd að fá hátíðina lánaða til Hjaltlandseyja á næsta ári, 2015 og hátíðin verður mjög lík- lega haldin þar.“ Nokkur fjöldi erlenda höfunda mun mæta á Iceland Noir þetta árið og þekktastur þeirra er breski glæpasagna- og metsöluhöf- undurinn Peter James, en meðal annarra þekktra höfunda má nefna Vidar Sundstol frá Noregi, höfund Minnesota-þríleiksins, Johan Theorin frá Svíþjóð, Finnann Antti Tuomainen og David Hewson sem er þekktastur fyrir að hafa skrifað bækur á ensku upp úr dönsku þáttunum Forbrydel- sen. Í tengslum við hátíðina verða veitt verðlaun fyrir bestu þýddu glæpasöguna og eru þau kennd við Ísnálina. Nýlega voru fimm bækur tilnefndar til Ísnálarinnar og tilkynnt verður um vinningshafann á hátíðinni. Bækurnar eru: Að gæta bróður míns eftir Antti Tuomainen – Sigurður Karlsson þýddi, Brynhjarta eftir Jo Nesbø – Bjarni Gunnarsson þýddi, Hún er horfin eftir Gillian Flynn – Bjarni Jónsson þýddi, Manneskja án hunds eftir Håkan Nes- ser – Ævar Örn Jósepsson þýddi og Sann- leikurinn um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker – Friðrik Rafnsson þýddi. Að sögn Ragnars verður reynt að fá nokkra af hinum tilnefndu höfundum til landsins til að taka þátt í hátíðinni og einn þeirra Antti Tuomai- nen hefur þegar boðað komu sína. Ragnar segir að tími hafi verið kominn fyrir verðlaun eins og þessi. „Þýddar glæpa- sögur eru mikið lesnar hér á landi en hafa ekki verið verðlaunaðar sérstaklega. Það var sameiginlegur áhugi hjá okkur sem stöndum fyrir hátíðinni og Bandalagi þýðenda og túlka að efna til þessara verðlauna. Erlendis eru fjölmörg dæmi um verðlaun af þessu tagi og það er gaman að tengja þau glæpasag- nahátíð. Ég vonast til að verðlaunin verði veitt árlega því í þeim felst hvatning til að þýða góðar bækur og þýða þær vel.“ Skráning á Iceland Noir hátíðina er opin öllum áhugamönnum um glæpasögur og fer hún fram á vefsíðunni icelandnoir.com, hjá Hinu íslenska glæpafélagi og hjá Borg- arbókasafninu. HÁTÍÐIN VERÐUR SENNILEGA HALDIN Á HJALTLANDSEYJUM ÁRIÐ 2015 Glæpir á hátíð „Ég vonast til að verðlaunin verði veitt árlega því í þeim felst hvatning til að þýða góðar bækur og þýða þær vel,“segir Ragnar um Ísnálina, verðlaun sem veitt verða fyrir bestu þýddu glæpasöguna. Morgunblaðið/Eggert RAGNAR JÓNASSON UNDIRBÝR, ÁSAMT FÉLÖGUM SÍNUM, GLÆPA- SAGNAHÁTÍÐINA ICELAND NOIR SEM HALDIN VERÐUR Í NÓVEMBER. ÞEKKTIR ERLENDIR GLÆPASAGNAHÖFUNDAR HAFA BOÐAÐ KOMU SÍNA. Bækur hafa ólík áhrif á mismunandi æviskeiði. Í æsku festust mér í minni þrjár örlagasögur einstaklinga. Tvær eru seinna stríðs bækur gyðinga; Dagbók Önnu Frank og baráttusaga Martin Gray í bókinni Ég lifi. Hlauptu drengur hlauptu! segir svo af klíkuforingjanum Nicky Cruz í Harlem. Allar fjalla þær á sinn hátt um sigur mannsandans í hörmulegum að- stæðum. Þess á milli lá ég í Morgan Kane sem eru ansi vanmetnar strákabókmenntir. Einhvern tímann fann Bragi Kristjónsson fornbókasali fyrir mig fyrstu útgáfu Dægradval- ar Benedikts Gröndal með þeim orðum að menn yrðu ekki fullorðnir fyrr en að hafa inn- byrt þá sérstöku bók. Ég er ekki frá því að það sé rétt. Úr flóru ævisagna þykir mér saga Páls Valssonar um Jónas Hall- grímsson bera af. Berlínarsögur tuttugustu aldar hafa verið mér hugleiknar. Eina þá áhrifamestu, Zonenkinder, skrifaði Jana Hensel á táningsaldri um umskiptin sem urðu við fall múrsins. Nefni aðeins þrjár skáldsögur: Í Frøken Smillas forn- emmelse for sne segir Peter Høeg frá örlögum Grænlend- inga í Danaveldi, í Undraborginni lýsir Eduardo Mendoza heillandi hættulegum undirheimum Barcelona á nítjándu öldinni og í The Plot Against America lýsir Philip Roth umhugs- unarverðum vendingum þjóðfélagsþróunar. Megnið af því sem ég les fellur undir stjórnmálafræði; til frum- bóka má nefna Stjórnmál Aristótelesar og Fursta Machia- velli sem báðar heilla á sinn hátt. Sú síðasta til þessa að opna augu mín er Anatomy of Fascism eftir Robert Paxton. Á náttborðinu nú eru svo Eftirköstin eftir Rhidian Brook, nokkrar bóka Jo Nesbø um Harry Hole og ritgerðasafnið Right Wing Populism in Europe. Í UPPÁHALDI EIRÍKUR BERGMANN PRÓFESSOR Eiríkur Bergmann á ýmis konar uppáhaldsbækur þar á meðal Dægradvöl Gröndals, dagbók Önnu Frank og ævisögu Jónasar eftir Pál Valsson. Morgunblaðið/Kristinn Anna Frank 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.