Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Kristján Sýning Urta Islandica ehf., Skap- andi greinar, verður opnuð í dag klukkan 15 í Ketilhúsinu. Sýn- ingin samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, mat- vælaiðnaði og verslun. Tilgang- urinn er að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist komast í tæri við fjár- magn sem tengist viðskiptalífinu og öfugt. Spjótum verður að sögn beint að ríkjandi stigveldishugsun innan listgreina og því viðhorfi að list- irnar séu í eðli sínu hreinar, frjálsar og óháðar markaðnum. Á sama tíma verður þeirri hugmynd andmælt að listirnar séu byrði á samfélaginu, listamenn afætur og að leggja eigi niður opinbera styrki á þessu sviði. Viðburð- urinn er hugsaður sem samræðugrundvöllur og vettvangur fyrir nýja hugmyndafræði þar sem siðfræði, samfélagsábyrgð og sjálf- bærni gegna lykilhlutverki. Sýningin stendur til 21. september og er opin alla daga nema mánudaga klukkan 10 til 17 en klukkan 12 til 17 frá og með 2. september. Sýningarstjóri er myndlistar- og athafnakonan Þóra Þórisdóttir. SÝNINGIN SKAPANDI GREINAR Ný hugmyndafræði í Ketilhúsi Þóra Þórisdóttir, myndlistar- og athafnakona, er sýning- arstjóri Urta Islandica ehf. Morgunblaðið/Ómar Á SÝNINGUNNI VERÐUR SPJÓTUM BEINT AÐ RÍKJANDI STIGVELDISHUGSUN INNAN LISTGREINA. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Menning Verksmiðjan á Hjalteyri býður til skemmti- legrar dagskrár í dag klukkan 16 undir yfir- heitinu Fukl. Um er að ræða innsetningar og gjörninga eftir myndlistarmenn, rithöfunda og tónlistarfólk, þar á meðal Angelu Rawl- ings, Gest Guðnason, Kari Ósk Grétudóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Koma listamann- anna og viðburðurinn eru styrkt af Myndlistarsjóði og Menningarráði Eyþings. Þess má auk þess geta að bakhjarlar Verk- smiðjunnar á Hjalteyri eru CCP Games, Bú- stólpi og Hörgársveit. Sýningin stendur til og með 2. september. VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI INNSETNINGAR Innsetningar og gjörningar verða sýndir á sýningunni á Hjalteyri sem verður opnuð klukkan 16 í dag. Stöpullinn í garði Listasafns Íslands. Nýtt verk eftir Ingólf Arnarson verður afhjúpað á honum í dag. Nýtt verk eftir listamanninn Ingólf Arnarson, Án titils, verður afhjúpað á Stöplinum í Lista- safni ASÍ á morgun klukkan 15. Ingólfur hefur í gegnum tíðina verið iðinn við kolann, en hann hefur meðal annars haldið sýningar í Skotlandi, Belgíu, Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Hann nam á sínum tíma við Jan van Eyck-akademíuna í Maastricht í Hollandi auk þess sem hann gegndi stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands í sjö ár. LISTAVERK AFHJÚPAÐ INGÓLFUR MEÐ NÝTT VERK Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju lýkur nú um helgina með tvennum tónleikum, á laugardag klukkan 12 og sunnudag klukkan 17, þar sem Þjóð- verjinn Axel Flierl mun leika þekkt orgellög. Tón- listarmaðurinn, sem er 38 ára, er organisti og tónlist- arstjóri við Basiliku heilags Péturs í Dillingen við Dóná í Bæjaralandi og listrænn stjórnandi alþjóðlegu orgeltónlistarhátíðarinnar Dill- inger Basilikakonzerte. Á efnisskrá laugardagsins eru verk eftir J.S. Bach, M. Duruflé og R. Wagner ( Píla- grímakórinn í umritun F. Liszt) og á sunnu- dagstónleikunum leikur Axel Flierl Tokkötu og fúgu í F- dúr eftir J.S. Bach ásamt umritun Duruflé á kóral úr kantötu nr. 22, þrjú verk eftir Pierre Cochereau í tilefni af því að í ár eru 30 ár frá andláti hans, en tónleikunum lýkur með hinni glæsilegu Svítu fyrir orgel op. 5 eftir Maurice Duruflé. AXEL FLIERL Í HALLGRÍMSKIRKJU ORGELSUMRI LÝKUR Axel Flierl Rætt við Marín Guðrúnu Hrafns- dóttur, langömmubarn Guðrúnar Hvernig kom endurútgáfan til? „Við ættingjarnir höfum um nokkurt skeið verið að skoða útgáfu á verkum Guðrúnar og þrátt fyrir að almenningur hafi haft mestan áhuga á Dalalífi vorum við orðin spenntari fyrir því að eitthvað fleira eftir hana yrði end- urútgefið. Tengdadóttirin er í uppáhaldi hjá mörgum og hefur oft verið nefnd í því sam- bandi en það er þriggja binda verk. Lands- lagið í útgáfu er hins vegar þannig um þessar mundir að forlög vilja sem minnsta áhættu taka og því hentaði Afdalabarn, sem er lang- stysta verk Guðrúnar, ágætlega í þetta sinn. Ég lít þannig á að hér sé tækifæri til að sýna fram á að lengi lifi í gömlum glæðum, Guðrún njóti enn mikilla vinsælda og að hún hafi alls ekki verið einnar bókar höfundur.“ Telurðu Afdalabarn líkjast öðrum verkum Guðrúnar? „Þessi saga er raunar um margt frábrugðin öðrum bókum hennar, þótt líkindi megi auðvit- að einnig finna, t.d. í persónusköpun og stíl. Helst er það endir bókarinnar sem gerir hana ólíka verkum Guðrúnar, því að yfir honum er svolítill ævintýrablær en mikið raunsæi ein- kennir bækur Guðrúnar alla jafna. Æv- intýraljómi Afdalabarns gerir bókina hins veg- ar hentuga til lestrar fyrir nemendur í framhaldsskóla og efri bekkjum grunnskóla. Þarna er kjörið tækifæri fyrir þá til að kynnast gamla tímanum. Kjör og stéttaskipting er aðal- efni bókarinnar og inn blandast miklar tilfinn- ingar og þessi mannlegi þáttur sem Guðrún er svo ótrúlega sterk í.“ Svífur andi langömmu þinnar yfir vötnum í lífi þínu, ef svo má að orði komast? Ert þú kannski listræn? „Ég er bókmenntafræðingur að mennt, hef mikinn áhuga á bókmenntum og listum og starfa við það, sem menningarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ. Hvað áhrif langömmu á mig varðar hef ég fyrst og fremst horft til þess aðdáunaraugum hve æðrulaus hún var þegar skrif hennar mættu mótlæti og reyndar í lífs- hlaupinu öllu. Annars finn ég líka að ég tengi þær sterkt saman langömmu og ömmu Marín, enda þótt þær hafi ekki endilega verið mjög líkar mæðgurnar, þessi stóíska ró einkenndi þó báðar.“ Guðrún fær uppreisn æru Heldurðu að það hafi reynst Guðrúnu erfitt að halda áfram að skrifa í mótlætinu? „Það er erfitt að segja, hún var mjög dul kona. Hún var hörð á því að hún væri að skrifa fyrir sjálfa sig og á meðan einhver vildi lesa hélt hún áfram að skrifa. Skapferli hennar held ég að hafi hjálpað henni mikið, því að það var auðvitað mjög óalgengt á þessum tíma að kona gengi fram á ritvöllinn, hvað þá ómenntuð kona nærri sextugu. Mörgum fannst þetta stórfurðulegt en hún hélt áfram að skrifa og í nútímanum hefur hún fengið uppreisn æru, m.a. eftir að Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress tóku hana upp á yfirborðið í Háskólanum fyrir nærri 20 árum. Allra síðustu ár virðast menn flykkjast út úr skápunum og nú þarf bara að drífa í því að þýða verk hennar. Eins hefur mig lengi dreymt um að gera sjónvarpsþætti upp úr verkunum, kannski það sé auðveldast að byrja á Afdalabarni.“ Rætt við Hallgrím Helgason, rithöfund og myndlistarmann Er það rétt skilið að tvö málverk af Guðrúnu frá Lundi hafi verið einu verkin sem ekki seldust á málverkasýningu sem þú hélst fyrir nokkru? „Já, það er rétt. Þau eru óseld. Hún virðist enn ekki vera orðin hluti af elítunni. Hún seldi hins vegar alltaf mikið af bókum, þótt mál- verkin af henni hafi ekki selst,“ segir Hall- grímur kíminn. Hvernig eru kynni þín af verkum Guðrúnar? „Ég las Dalalíf þegar ég var beðinn að halda erindi um verkið á málþingi um Guð- rúnu fyrir nokkrum árum. Það kom mér á óvart hversu vel skrifuð, skemmtileg og góð sú saga er. Afdalabarn er svolítið öðruvísi, en góð bók líka, stutt, hnitmiðuð og vel upp- byggð. Hún er líka hröð, nánast eins og kvik- myndahandrit. Því er oft haldið fram að Guð- rún hafi teygt lopann í verkum sínum, þau séu gamaldags og snúist aðallega um mas og kaffidrykkju. Það er ekki rétt, Afdalabarn er til dæmis mjög nútímaleg og ég man varla til þess að í henni sé hellt upp á kaffi. Guðrún skiptir oft um sjónarhorn og við fáum að sjá persónurnar utan frá með augum auka- persóna.“ Skrifaði um fólk eins og það er Sérðu líkindi með Dalalífi og Afdalabarni? „Já, þrátt fyrir það að Afdalabarn sé eins og smásaga við hlið Dalalífs fer ekki á milli mála að þetta er sami höfundurinn. Orðfærið er til dæmis sérstakt, maður rekst iðulega á gömul, fágæt orð sem maður hafði ekki séð áður, vissi ekki að væru til og eru hugsanlega GUÐRÚN FRÁ LUNDI ENDURÚTGEFIN Afdalabarn íslenskra bókmennta AFKOMENDUR GUÐRÚNAR FRÁ LUNDI STANDA AÐ ENDURÚTGÁFU SKÁLDSÖGU HENNAR, AFDALABARNS. HALLGRÍMUR HELGASON MÁLAÐI MÁLVERKIÐ ER PRÝÐIR KÁPU BÓKARINNAR OG RITAÐI EFTIRMÁLA. GUÐRÚN NÝTUR GREINILEGA ENN VINSÆLDA, ÞVÍ AFDALABARN TRÓNIR NÚ EFST Á METSÖLULISTA EYMUNDSSON. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.