Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 13
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og
þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum
breytingum. Stefnt er að því að dag-
skráin verði markvissari, betri og skýr-
ari gagnvart hlustendum RÚV. „Sem
fyrr mun Rás 1 bjóða upp á fram-
úrskarandi og vandað menningarefni
og hvetja til sam-
félagslegrar umræðu á
víðum grunni. Nýir
kraftar bætast í öfl-
ugan hóp dag-
skrárgerðarmanna
Rásar 1 sem fyrir er og
stefnt er að auknu
samstarfi Rásarinnar
við aðra miðla RÚV,“
segir Þröstur.
Morgunútgáfan er
nýr morgunþáttur
sem verður sam-
keyrður á Rás 1 og Rás
2. „Þetta er efnisríkur
og snarpur morg-
unþáttur um þjóðmál,
menningu og dæg-
urmál. Í þættinum
leggja starfsmenn Rík-
isútvarpsins saman
krafta sína á sam-
tengdum rásum eitt
og tvö til að upplýsa
hlustendur um helstu
fréttir innanlands og
utan, menningar-
viðburði, íþróttir,
strauma og stefnur í samfélaginu.
Markmiðið er að hlustendur fari vel
upplýstir og vel stemmdir inn í dag-
inn,“ segir Þröstur. Umsjón hafa Óð-
inn Jónsson, Hrafnhildur Halldórs-
dóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir.
Bók vikunnar
Bók vikunnar er nýr vikulegur þáttur
um bækur. Rýnt verður í bók vikunnar
með gestum. Þátturinn er í beinni út-
sendingu frá Torginu í Efstaleiti á laug-
ardagsmorgnum kl. 10 til 11 að við-
stöddum gestum úr Lestrarhring
Rásar 1 sem annars hefur aðsetur á Fa-
cebook. Þar verður bók vikunnar til
umræðu alla vikuna og félagar geta
varpað fram athugasemdum og spurn-
ingum sem brugðist verður við í þætt-
inum. Höfundur les svo úr og segir frá
bók vikunnar í þætti Péturs Grét-
arssonar, Hátalaranum, á mánudög-
um, miðvikudögum og föstudögum.
Umsjón með Bók vikunnar á laug-
ardögum hafa Eiríkur Guðmundsson,
Jórunn Sigurðardóttir, Magnús Örn
Sigurðarson, Þorgerður E. Sigurð-
ardóttir og Þröstur Helgason.
Smásögur með Þorsteini J er nýr
þáttur sem sendur verður út strax eftir
hádegisfréttir á laugardögum. Þetta er
heimildarþáttur um hversdagslífið,
spjall og sögur af fólki, viðtöl um allt
sem skiptir máli og allt sem skiptir
engu máli.
Útvarpsleikhúsið er stærsta leikhús
landsins og í vetur verður efnisskrá
þess fjölbreytt að vanda en sérstök
áhersla verður lögð á íslensk verk, eins
og undanfarin ár, og barnaleikrit sem
verða í jóla- og páskadagskrá. Á meðal
nýrra íslenskra verka sem flutt verða
eru verk eftir Hrafnhildi Hagalín, Þór-
eyju Sigþórsdóttur og Sigurð Pálsson.
Umfangs-
miklar
breytingar
á dagskrá
Þorsteinn Joð
Guðrún Sóley
Gestsdóttir
Eiríkur
Guðmundsson
vera nauðsynlegur hluti af daglegu lífi
landsmanna eigi hún að lifa.“
Er þetta raunhæft markmið?
„Já, það er raunhæft. Þetta gerist ekki
einn, tveir og þrír, heldur yfir lengri tíma,
en það er alveg hægt að gera þetta. Það
má færa fyrir því rök að meðan menning-
ar- og samfélagsumræðan í landinu er í
því horfi sem hún er í dag sé hlutverk
Rásar 1 ennþá stærra. Dýpri og ítarlegri
umræða um menningar- og samfélagsmál
fer ekki öll fram í sjónvarpinu. Útvarpið er
betur fallið til þess að halda utan um slíka
umræðu. Við höfum meiri tíma í útvarpi
og getum leyft okkur að fara lengra með
mál.“
Efla þarf ritstjórnarvinnuna
Þá kemur stóra spurningin: Hvernig ætl-
arðu að gera þetta?
„Það er nú það,“ segir Þröstur hlæjandi.
„Í fyrsta lagi er löng hefð fyrir hendi í
þessum fjölmiðli og í öðru lagi starfa hér
útvarpsmenn sem kunna á þennan miðil
upp á sína tíu fingur. Þeir eru að vísu
færri en áður og þann starfsmannahóp
þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Samt
er þetta aðallega spurning um að virkja
þennan hóp á nýjan hátt og fá honum
þetta verðuga hlutverk: Að endurreisa Rás
1 og halda utan um íslenska menningar-
og samfélagsumræðu eins vel og við mögu-
lega getum.
Sjálfur kem ég hingað fyrst og fremst
sem ritstjóri og hef lagt áherslu á að efla
ritstjórnarvinnuna hér inni. Það geri ég
praktískt séð með fleiri ritstjórnarfundum
og -vinnu sem kemur frá mér og örugg-
lega einhverjum öðrum líka. Ég vil ekki að
hver og einn vinni í sínu horni heldur sé
stöðugt samtal á milli dagskrárgerð-
armanna. Fólk hefur tekið þessum hug-
myndum vel og ég hlakka til að vinna með
því á þessum forsendum.
Þá komum við að dagskránni sjálfri en
það er einkennandi fyrir dagskrá Rásar 1
að hún hefur verið rosalega brotakennd. Ef
ég spyrði þig núna hvað væri á dagskrá á
Rás 1 klukkan þrjú á virkum dögum eða
klukkan átta á mánudagskvöldum gætir þú
örugglega ekki svarað því. Ástæðan er
meðal annars sú að það er mikið af stutt-
um liðum sem brjóta upp flæðið og gera
dagskrána flókna. Það er erfitt að leggja
svona brotakennda dagskrá á minnið. Mér
finnst ríða á að gera samsetninguna skýr-
ari, þannig að fólk geti lært inn á dag-
skrána og viti hvar og hvenær það á að
sækja sitt efni.
Ég hef farið þá leið að skipta ritstjórn-
inni upp í fjóra hluta og hafa þannig dag-
skrána í heildstæðum flekum. Það er ekki
bara betra fyrir hlustendur, heldur mun
þetta líka hjálpa okkur sem búum til dag-
skrána að skerpa fókusinn. Hver fleki mun
hafa sinn lit, sitt sjónarhorn, sitt tempó og
sitt umræðuefni.“
Góður hugur í fólki
Ekki er hægt að sleppa þér öðruvísi en að
spyrja um andann í húsinu. Þessi blóðugi
niðurskurður síðastliðið haust hlýtur að
hafa haft áhrif á fólkið sem hér starfar.
Er land tekið að rísa á ný?
„Já, það er mjög góður hugur í fólki.
Ég finn ekki annað. Fjöldauppsagnir hafa
alltaf áhrif á starfsandann á vinnustað en
fólk er smám saman að jafna sig. Í því
sambandi var mikilvægt að fella niður
deildamúrana og þétta þannig raðirnar. Ég
er í grundvallaratriðum sammála útvarps-
stjóra þegar hann segir að mikil tækifæri
séu fólgin í stöðunni sem upp er komin.
Ríkisútvarpið býr að langri og merkilegri
sögu, frábæru starfsfólki og gegnir mik-
ilvægu hlutverki í samfélaginu. Þetta er
spurning um að forgangsraða og útvarps-
stjóri hefur gengið fram með góðu for-
dæmi, eins og með því að leigja út tvær
efstu hæðir Útvarpshússins og nýta pen-
ingana í dagskrárgerð í staðinn. Það er
réttur fókus og hlýtur að vera uppskrift að
góðum fjölmiðli.“
Þröstur Helgason í nýrri
vinnuaðstöðu starfsmanna
Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Hann segir það til mikilla
bóta að deildamúrar hafi
verið brotnir niður.
Morgunblaðið/Styrmir Kári