Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 9
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Stibeck segir lagskipta hattana hennar Stein- unnar minna á lagskipt hraun eftir eldgos. *„Menningin á Ís-landi og náttúraner svo yfirburða falleg,“ segir Stibeck sem vill upplýsa aðrar þjóðir. Hin sænska Lisen Stibeck ferðaðist umlandið í fyrra og var tilgangur ferð-arinnar að fanga leyndardóma ís- lenskrar náttúru. Hún hefur verið ástfangin af Íslandi frá því að hún heimsótti það fyrst og með ljósmyndavél að vopni vildi hún skoða og sýna fram á sérstæðu menningararfs Íslands og tengja saman við tísku. Ljósmyndasýning var opnuð í vikunni þar sem afrek ferðalags Stibecks er afhjúpað gestum og gangandi á Þjóðminjasafni Íslands. Myndirnar sýna gömul torfhús víða um land sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins auk þess sem fyrirsætur klæðast fatnaði frá Stein- unni Sigurðardóttur fatahönnuði. „Menningin á Íslandi og náttúran er svo yfirburða falleg. Ég sýna fram á tengslin milli tísku og torf- húsa en efnin sem Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, vinnur með eru ekki frábrugðin umhverfinu,“ segir Stibeck. „Aðaláherslan er þó lögð á torfhúsin og mikilvægt er að varð- veita þann menningararf. Það þarf að upplýsa þjóðir um hversu einstök þau eru og hvernig þau hafa mótað íslenska menningu.“ „Ef land gæti orðið að ljóði þá væri það Ísland,“ segir Stibeck um eyjuna fögru. Hún vill sýna öðrum þjóðum þá fegurð sem Ísland hefur að geyma. Ljósmynd/Lisen Stibeck LJÓSMYNDARINN LISEN STIBECK VARÐ STRAX ÁSTFANGIN AF ÍSLANDI Hreyfði strax við sálinni SÆNSKUR LJÓSMYNDARI KOLFÉLL FYRIR ÍSLANDI OG EFTIR FERÐA- LAG SITT UM LANDIÐ ÞAR SEM HÚN MYNDAÐI TORFHÚS OG ÍS- LENSKA HÖNNUN FRUMSÝNIR HÚN NÚ MYNDIR SÍNAR Í ÞJÓÐ- MINJASAFNI ÍSLANDS. Stibeck sýnir verk sín á Torginu í Þjóðminjasafninu. Hér má sjá Saurbæjarkirkju í Eyjafirði. Fyrirsætan klæðist stórum, fallegum hatti frá Steinunni. Hlýlegt andlit umvafið drungalegu umhverfi. Myndin er tekin á Galtastöðum fram í Hróarstungu. Samsetning hins gamla og nýja kemur vel út. Frá Þverá í Laxárdal.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.