Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 47
* Þarna er maður allt íeinu í einhverjumalvöru heimi og verður að útiloka Snapchat og Facebook ætli maður að meðtaka upplýsingarnar sem kennarinn setur fram. Það er mjög auðvelt að detta út í fyrirlestrum. Það er ekki bara ég, þetta á við um mjög marga. Það er ekki bara ég, þetta á við um mjög marga.“ Spurning um sjálfsaga Þegar allt kemur til alls segir hann þetta í raun bara spurningu um sjálfsaga. „Þegar maður er í megrun er erfitt að hafa nammi allt í kringum sig. Þetta er sami hluturinn. Athyglisbresturinn háir mér auðvitað en maður vinnur bara úr þessu.“ Vífill býr að góðri fyrirmynd í kærustu sinni sem hefur ekki átt í neinum erfiðleik- um með að loka sig af tímunum saman til að læra en hún leggur stund á sálfræðinám við Háskóla Íslands. „Ég dáist að henni,“ segir hann, „hún er mjög öguð. Mér finnst raunar eins og stelpur eigi auðveldara með að ein- beita sér lengi í einu en strákar, þó ég átti mig ekki á ástæðunni.“ Birtingarmyndirnar eru margar og Harpa bendir á að nemendur vanti til dæmis í iðn- nám. „Getur verið að það sé vegna þess að iðnnám krefst mikillar einbeitingar og þolin- mæði?“ Snjallsíminn er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna, sem sum hver líta varla upp úr honum. Vífill kveðst oft þurfa að taka af- stöðu til þess þegar hann fer út, eins og að borða með kærustunni sinni, hvort síminn eigi að vera með eður ei. Stemningin er allt önnur með en án síma. Í þessu samhengi rifjast upp fyrir höfundi þessarar greinar að hann var staddur í brúð- kaupi ekki alls fyrir löngu. Sneri baki í næsta borð og furðaði sig á því að ekki heyrðist bofs frá borðinu, sem sætti tíð- indum því greinarhöfundur vissi ekki betur en það væri fullmannað. Þegar hann sneri sér við til að kanna þetta blasti kómísk sjón við: Allir við borðið voru í snjallsímanum, að hamast við að hafa samskipti við einhverja allt aðra en voru á staðnum. Málótti út, dómharka inn Margt hefur breyst með tilkomu samskipta- miðla, eitt af því er málótti. Úr honum hefur dregið, að dómi Hörpu. „Einu sinni var því haldið fram að margir þyrðu ekki að tjá sig vegna þess að þeir væru hræddir um að tala rangt mál. Segja „mér langar“ og svo fram- vegis,“ segir hún. „Þetta er örugglega úr sög- unni, núna lætur fólk bara vaða. Það er já- kvætt að tæknin hafi unnið á málótta, enda lærir fólk yfirleitt mest á mistökum sínum, en á móti kemur að hömluleysi er orðið meira en áður. Fólk tjáir sig óhikað um allskonar hluti og gerist á köflum mjög dómhart, jafnvel um efni sem það veit lítið eða ekkert um.“ Mæðginin eru sammála um að útilokað sé að spá fyrir um áhrif tækninnar á hegðun okkar mannanna í framtíðinni. „Ég er 54 ára og ólst upp við sveitasíma og heimarafstöð meðan foreldrar mínir bjuggu í Kelduhverfi,“ segir Harpa hlæjandi.. „Sveitaskólinn var í tvær vikur í senn og síðan vorum við heima í tvær vikur að læra. Á þeim tíma hvarflaði ekki að nokkrum manni að tækniþróun yrði með þeim hætti sem raun ber vitni. Þess vegna er vonlaust að sjá fyrir hvað verður eftir tíu, tuttugu ár.“ Á þeim nótum er mál að linni, Vífill þarf að beina athygli sinni annað. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér greip hann bara einu sinni til snjallsímans meðan á samtalinu stóð. Meðan móðir hans hafði orðið. Eiður Svanberg er löngu sofnaður. Mæðginin Vífill Atlason og Harpa Hreinsdóttir eru sannfærð um að „áunninn athyglisbrestur“ sé ekki ein- angrað fyrirbæri. Eflaust geta margir speglað sig í reynslu Vífils. Ekki síst yngra fólk. Morgunblaðið/Eggert 17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Spjaldtölvur eru í auknum mæli að ryðja sér til rúms í kennslu. Harpa varar við þeirri þróun og vísar til danskra rann- sókna sem benda til þess að nemendum sem styðjist við spjaldtölvur í námi gangi verr en öðrum. Tilraun af þessu tagi hefur verið gerð í grunnskólanum í Hvalfjarðarsveit. Nið- urstaðan er þessi: „Okkar reynsla er sú að nemendur á yngri stigum eru meðtækilegri fyrir þessari nýju tækni en þeir eldri,“ segir á heimasíðu verkefnisins, ipadhval- fjardarsveit.com. „Nemendur á ungl- ingastigi hafa óskað eftir því að „hefð- bundin“ kennsla verði notuð í meiri mæli og margir óska eftir því að fá að skila verkefnum upp á gamla mátann. Við höfum leyft þessum nemendum að gera slíkt og ekki staðið í vegi fyrir því að þeir fái að læra á þann hátt sem þeim þykir þægilegastur.“ Mælt er með því að þeir sem eru að velta því fyrir sér að spjaldtölvuvæða skóla eða bekki byrji á til dæmis miðstigi í staðinn fyrir unglingastigi. Spjaldtölvan dregur úr árangri Athyglisbrestur er meðfædd þroska- truflun vegna afbrigðilegs taugaþroska, samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum skilgreiningum og þarf að hafa komið fram fyrir tólf ára aldur, að sögn Mál- fríðar Lorange, sálfræðings. „Röskunin þarf því að hafa verið til staðar frá unga aldri til þess að við greinum hana sem athyglisbrest. Undantekning er þó þegar einkenni koma fram eftir alvarleg veik- indi sem hafa áhrif á miðtaugakerfið, bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Málfríður. Henni er ekki kunnugt um rannsóknir sem benda til þess að ofnotkun snjall- síma og annarra tölvunotkunar leiði til athyglisbrestsröskunar. Athygli okkar mjög næm Eigi að síður skilur Málfríður vel hvað Vífill Atlason er að fara og segir hann alls ekki vera á villigötum með sínar pælingar. „Athygli okkar er mjög næm fyrir ytra og innra áreiti. Ef maður er kvíðinn, stressaður, þreyttur eða bara illa sofinn er athyglin ekki upp á sitt besta. Þegar fólk veikist eru athygli og nýminni oft það fyrsta sem lætur und- an,“ segir Málfríður. Nám kallar á einbeitingu og í tilviki flestra fulla einbeit- ingu. „Það segir sig sjálft að þegar mað- ur er að læra getur maður ekki verið að gera þúsund aðra hluti á meðan, ætli maður að ná ár- angri í náminu. Hug- urinn ræður ekki við það að gera of marga hluti í einu og vera stöðugt á útopnu. Að lesa bók er í raun ekkert frá- brugðið því að keyra bíl. Við erum ekki í símanum á meðan. Fólk er auðvitað misflinkt í því að skipta athygli sinni en til lengdar stundar enginn nám með þessum hætti,“ segir Málfríður. Hún bætir við að hraðinn í samfélag- inu og fjölbreytt og flókin áreiti sem dynja stöðugt á ungu fólki sé áhyggju- efni. Það sé streituvaldandi og hætta á yfirkeyrslu. „Í þessu tilviki myndum við þó varla tala um áunninn athyglisbrest en frekar sem almenn og skiljanleg við- brögð við of miklu áreiti. Með breyttum venjum, til dæmis að takmarka áreitin og bættri námsteikni ættu einkennin að ganga til baka.“ SKILGREININGAR Á ATHYGLISBRESTI Meðfædd þroskatruflun Málfríður Lorange
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.