Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 29
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Lögmannsstofa í Marlton í New Jersey í Bandaríkjunum stendur nú fyrir fjöldamálsókn gegn heilsu- vörukeðjunni Whole Foods á þeim forsendum að sykurmagn í grískri jógúrt keðjunnar sé í raun töluvert meira en fram kemur á umbúðum. Fjöldamálsóknin er höfðuð í nafni Mark Bilder, manns sem aðeins hefur verið tilgreindur sem íbúi í Atlantic-sýslu í New Jersey, og er ætlunin að tryggja hagsmuni neyt- enda sem keyptu gríska jógúrt í Whole Foods frá ágúst 2008 til dagsins í dag í þrettán verslunum Whole Foods í New Jersey. Um er að ræða vöru sem framleidd er fyr- ir Whole Foods og nefnist „Whole Foods 365 Everyday Plain Greek Yogurt“. Því er haldið fram að sykurmagn vörunnar sé fimm sinn- um meira en fram kemur á um- búðum. Þar kemur fram að 170 gramma skammtur innihaldi tvö grömm af sykri en lögmannsstofan heldur því fram að rannsóknir sýni að magnið sé í raun 11,4 grömm. Í stefnunni segir að þær upplýs- ingar sem fram komi í innihalds- lýsingu séu rangar. Whole Foods hefur ekki tjáð sig sérstaklega um málshöfðunina en sendi frá sér yfir- lýsingu þar sem fram kom að jógúrt sem framleidd sé í nafni fyrirtækis- ins sé ávallt rannsökuð af viður- kenndum fagaðilum. SAKA WHOLE FOODS UM AÐ GEFA UPP RANGAR UPPLÝSINGAR UM JÓGÚRT Whole Foods er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á heilsuvörumarkaði. Ljósmynd/David Shankbone Höfða mál vegna sykurmagns Til lengdar verður það þreytandi að borða aðeins pitsu með pepp- eroni og sveppum eða skinku og ananas. Til að forðast leiðindin er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Til dæmis beikon, banana og chili- pipar, eða egg og aspas. Líka er gott að búa til hvítar pits- ur, það er sleppa tómatsósunni. Mjög gott er að setja á slíka pitsu kartöflur, hvítlauk og rósmarín. Eða sætar kartöflur, grænkál og rauð- lauk. Svo er líka upplagt að gera eftirréttarpitsu með jarðarberjum, geitaosti og basil eða með ferskjum og gráðosti. Aðalmálið er að prófa sig áfram. ingarun@mbl.is ÖÐRUVÍSI PITSA Morgunblaðið/Ómar Leikur að bragði Eftir að hafa náð vopnum sínum um tíma á bresk matargerðarlist aftur undir högg að sækja í heimaland- inu. Menn opna nú frekar veit- ingastaði með bandarískum, asísk- um eða jafnvel norrænum mat en breskum. Veitingamaðurinn Trevor Gulliver er með skýringuna á þessu á reiðum höndum. „Þeir sem opna veitingastaði eru ekki veit- ingamenn, heldur bisnessmenn,“ segir hann. „Það tekur þrjú til fjög- ur ár að byggja upp góðan breskan matsölustað og fæstir hafa svo langan tíma. Menn vilja slá í gegn án tafar.“ BRETLAND Breskur matur þarf greinilega tíma. Útlenskt, já takk! Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 VERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA OG HANDVERKSFÓLKIÐ FÁST Í BRYNJU Spónsuga HA1000, kr. 29.700 Og þú ert laus við rykið. Hljóðlát, létt og meðfærileg. Fer fram úr væntingum þínum. Slípivél bts 800, kr. 39.600 2 vélar í 1 - öflug og stöðug. Stillanlegt 100 mm breitt belti og 150 mm slípiskífa. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. Slípivél osm 100, kr. 44.000 Einfaldar þér vinnuna, pússar þar sem þú átt erfitt með að ná. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. 6 mismunandi kefli fylgja með. Scheppach Combi 6 Kr. 249.600 Bandsög Basa 1 Kr. 45.900 Þykktarhefill/afréttari WoodSter pt 85 kr. 73.300 Tifsög deco-flex Kr. 41.800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.