Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 29
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Lögmannsstofa í Marlton í New Jersey í Bandaríkjunum stendur nú fyrir fjöldamálsókn gegn heilsu- vörukeðjunni Whole Foods á þeim forsendum að sykurmagn í grískri jógúrt keðjunnar sé í raun töluvert meira en fram kemur á umbúðum. Fjöldamálsóknin er höfðuð í nafni Mark Bilder, manns sem aðeins hefur verið tilgreindur sem íbúi í Atlantic-sýslu í New Jersey, og er ætlunin að tryggja hagsmuni neyt- enda sem keyptu gríska jógúrt í Whole Foods frá ágúst 2008 til dagsins í dag í þrettán verslunum Whole Foods í New Jersey. Um er að ræða vöru sem framleidd er fyr- ir Whole Foods og nefnist „Whole Foods 365 Everyday Plain Greek Yogurt“. Því er haldið fram að sykurmagn vörunnar sé fimm sinn- um meira en fram kemur á um- búðum. Þar kemur fram að 170 gramma skammtur innihaldi tvö grömm af sykri en lögmannsstofan heldur því fram að rannsóknir sýni að magnið sé í raun 11,4 grömm. Í stefnunni segir að þær upplýs- ingar sem fram komi í innihalds- lýsingu séu rangar. Whole Foods hefur ekki tjáð sig sérstaklega um málshöfðunina en sendi frá sér yfir- lýsingu þar sem fram kom að jógúrt sem framleidd sé í nafni fyrirtækis- ins sé ávallt rannsökuð af viður- kenndum fagaðilum. SAKA WHOLE FOODS UM AÐ GEFA UPP RANGAR UPPLÝSINGAR UM JÓGÚRT Whole Foods er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á heilsuvörumarkaði. Ljósmynd/David Shankbone Höfða mál vegna sykurmagns Til lengdar verður það þreytandi að borða aðeins pitsu með pepp- eroni og sveppum eða skinku og ananas. Til að forðast leiðindin er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Til dæmis beikon, banana og chili- pipar, eða egg og aspas. Líka er gott að búa til hvítar pits- ur, það er sleppa tómatsósunni. Mjög gott er að setja á slíka pitsu kartöflur, hvítlauk og rósmarín. Eða sætar kartöflur, grænkál og rauð- lauk. Svo er líka upplagt að gera eftirréttarpitsu með jarðarberjum, geitaosti og basil eða með ferskjum og gráðosti. Aðalmálið er að prófa sig áfram. ingarun@mbl.is ÖÐRUVÍSI PITSA Morgunblaðið/Ómar Leikur að bragði Eftir að hafa náð vopnum sínum um tíma á bresk matargerðarlist aftur undir högg að sækja í heimaland- inu. Menn opna nú frekar veit- ingastaði með bandarískum, asísk- um eða jafnvel norrænum mat en breskum. Veitingamaðurinn Trevor Gulliver er með skýringuna á þessu á reiðum höndum. „Þeir sem opna veitingastaði eru ekki veit- ingamenn, heldur bisnessmenn,“ segir hann. „Það tekur þrjú til fjög- ur ár að byggja upp góðan breskan matsölustað og fæstir hafa svo langan tíma. Menn vilja slá í gegn án tafar.“ BRETLAND Breskur matur þarf greinilega tíma. Útlenskt, já takk! Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 VERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA OG HANDVERKSFÓLKIÐ FÁST Í BRYNJU Spónsuga HA1000, kr. 29.700 Og þú ert laus við rykið. Hljóðlát, létt og meðfærileg. Fer fram úr væntingum þínum. Slípivél bts 800, kr. 39.600 2 vélar í 1 - öflug og stöðug. Stillanlegt 100 mm breitt belti og 150 mm slípiskífa. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. Slípivél osm 100, kr. 44.000 Einfaldar þér vinnuna, pússar þar sem þú átt erfitt með að ná. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. 6 mismunandi kefli fylgja með. Scheppach Combi 6 Kr. 249.600 Bandsög Basa 1 Kr. 45.900 Þykktarhefill/afréttari WoodSter pt 85 kr. 73.300 Tifsög deco-flex Kr. 41.800

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.