Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Ferðalög og flakk H aust og vor eru bestu árstíðirnar í Madríd, höfuðborg Spánar, þar sem mildur gustur leik- ur um vanga íbúa og gesta, sólin trónir hátt á himni án þess að hitastigið sé kæfandi og reki fólk á flótta í leit að næsta skugga. Sept- ember er í sérstöku uppáhaldi greinarhöfundar og borgin mögu- lega aldrei meira hrífandi en á kvöldgöngu hjá Spánartorgi eða í milli þröngra stíga Malasana- hverfisins í húminu, heimamenn bjóða gott kvöld á stuttermaskyrt- um, kannski með léttan jakka yfir öxlina, kveikja sér í sígarettum á götuhornum. Yfir hásumarið flýja Madríngar hitann í borginni, streyma til strandlengjunnar og njóta þess að finna fyrir nálægð sjávarins, anda að sér ilmi hans og endalausri víðáttu. Í september fyllist borgin af lífi á ný. Madríd er afskaplega spænsk borg, hefur ekki yfir sér sama al- þjóðlega brag og Barcelona, þó að auðvitað sé hún heimsborg. Þar eru ógrynni af spennandi börum og veitingastöðum sem Spánverjar og aðrir leita til á síðkvöldum, tylla sér við útiborð og eiga þar hávær samtöl um alla heima og geima í suðrænum stíl á meðan þeir bergja á rauðvínsglösum og smakka ólíka smárétti. Í bókinni The Joy of Cooking kemur fram að fyrstu tapasrétt- irnir hafi verið brauðbitar eða kjötflísar sem íbúar Andalúsíu settu ofan á sérríglösin sín milli sopa til að koma í veg fyrir að ávaxtaflugur svifu fyrir ofan þau. Spænska sögnin tapar þýðir enda að hylja, þekja eða breiða yfir. Kjötið sem yfirleitt var notað til að loka glösunum var jafnan skinka eða kryddpylsa og saltið kallaði fram enn meiri þorsta í þeim sem veitinganna nutu. Af þessum sökum hófu bar- og veit- ingahúsaeigendur að bjóða upp á margvíslega smárétti – tapas – til að hafa með sérríinu og auka þar með áfengissölu sína. Óhætt er að mæla með spænska eldhúsinu og hér er að finna yfirlit yfir nokkra frábæra tapas-staði í höfuðborg Spánar. Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur eru vinsælustu dagarnir til að gæða sér á tapas. Flestir staðirnir eru opnaðir um hádegi og svo aftur um klukkan 20.30. TAPASRÉTTIR EIGA RÓT SÍNA AÐ REKJA TIL BARÁTTU VIÐ ÁVAXTAFLUGUR Tapas í töfr- um haustsins Í MADRÍD ER AÐ FINNA ÓGRYNNI TAPASSTAÐA AF ÖLL- UM STÆRÐUM OG GERÐUM OG AÐ VELJA SÉR SLÍKAN STAÐ AF HANDAHÓFI ER EINS OG AÐ KASTA PÍLU Í SPJALD MEÐ BUNDIÐ FYRIR AUGU. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Cava Baja-stræti í La Latina-hverfinu í miðborginni er augljós áfangastaður á tapasferðalagi um Madr- íd. Þar er að finna tugi bara og á meðal þeirra er Taberna Tempranillo, glæsilegur tapasstaður þar sem gestir geta notið fágaðs og notalegs andrúms- lofts. Þar er jafnframt afar veglegt úrval af vínum. Tempranillo vísar enda til rauðrar vínþrúgu sem ræktuð er á Spáni. Starfsfólkið er ekki alltaf hið liðlegasta en huggulegt er að fá sér sæti við lakkað barborðið og hugleiða um stund þessi ógrynni af vínflöskum sem blasa við í vínrekkum upp um alla veggi á meðan beðið er eftir fyrsta réttinum. Taberna Tempranillo Samhliða túristavæðingu miðborgarinnar og þá sér- staklega hverfanna í kringum Puerta del Sol og La Lat- ina hafa framsækin bóhem tekið stefnuna á Lavapies- hverfið fyrir sunnan miðborgina. Hverfið er þekktara fyrir að vera örlítið grófara og hrárra en mörg önnur í Madríd. Fyrir tveimur árum var La Victoria breytt úr yfirgefinni verslun í niðurníðslu í líflegan tapasbar. Réttirnir í boði eru allt frá spænskri tortillu til quesa- dilla frá Suður-Ameríku. Einnig er morgunverður í boði fyrir þá sem stundað hafa skemmtanalífið nætur- langt. Espacio Cultural La Victoria Haustið er besti tími ársins til að heimsækja Alþýðu- lýðveldið og borgirnar, Shanghai sem jafnan er kölluð París austursins, Xian og leirhermennina og Peking þar sem m.a. verður farið á Kínamúrinn og í Forboðnu borgina, til strandborgarinnar Xiamen, Guilin og Suzhou. Ferðaskipu- lagið býður líka upp á ýmsa afþreyingu og verslun á mörkuðum og víðar. Verð frá kr. 630.000 á mann í tvíbýli. Innifalið: flug þ.m.t. innanlands, gisting á 4–5 stjörnu hótelum, skoðunarferðir, kínverskir leiðsögumenn, allur aðgangseyrir, morgunverðir og flestir hádegisverðir. Fararstjóri: Jónína Bjartmarz Allar nánari upplýsingar og bókanir í síma 518 54 00. Fyrirspurnir á info@icelandeuropetravel.com 14 DAGA KÍNAFERÐ 3.–17. október nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.