Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 20
Heilsa og
hreyfing
Hundur fyrir heilsuna
*Umgengni við hunda hefur ýmsar jákvæðar afleið-ingar í för með sér. Leikur við hund getur lækkaðblóðþrýstinginn og minnkað líkur á hjartasjúkdómumsamkvæmt rannsóknum American Heart Associa-tion. Þá er einnig talað um að það að klappa hundisendi serótín taugaboðefni út í líkamann sem hefurjákvæð áhrif á skapferli fólks. Svo ekki sé minnst á þá
hreyfingu sem hundarnir þarfnast og því eru hunda-
eigendur knúnir til að hreyfa sig á hverjum degi.
* Fáðu ráð hjá einkaþjálfara. Allir sem eru að stíga sínfyrstu skref í líkamsrækt ættu að tala við sérfræðing til að
tryggja að æfingarnar séu gerðar rétt. Þannig er komið í veg
fyrir meiðsl.
* Finndu þér hvetjandi æfingafélaga eða æf-ingahóp. Það er bæði skemmtilegra og auðveldara að æfa í
góðum félagsskap. Námskeið eru sniðug leið til að koma sér
af stað í ræktinni.
* Skrifaðu markmið þín niður. Hvort sem þú vilt létt-ast, þyngjast, styrkjast, auka snerpu eða eitthvað annað þá er
hvetjandi að fylgjast með árangrinum á markvissan hátt.
* Stundaðu fjölbreyttar æfingar. Með fjölbreytileikaverður líkamsræktin skemmtilegri og þannig eru minni líkur á
að þér fari að leiðast og þú gefist upp.
* Einbeittu þér að mataræðinu. Hollt mataræði erlykillinn að góðum árangri. Líkaminn þarf góða orku þegar
við tökum vel á því í ræktinni. Sniðugt er að halda mat-
ardagbók, þannig sérð þú nákvæmlega hvað fer ofan í þig.
HEILSURÁÐ
Fimm ráð til að ná árangri í ræktinni
AFP
Þ
essi þróun er afar jákvæð. Því miður eru
samt ennþá of margir sem mættu hreyfa
sig meira. En það er alltaf gaman að
hjálpa fólki af stað og aðstoða það við að
finna sér hreyfingu við sitt hæfi, það er fyrsta
skrefið,“ segir Anna.
Anna hefur orðið vör við ákveðna breytingu í lík-
amsræktargeiranum á síðari árum, hún segir fólk
vilja eyða minni tíma í ræktinni en áður fyrr. „Mér
hefur fundist áberandi undanfarið að fólk vill al-
mennt eyða minni tíma í að hreyfa sig en samt ná
sama árangri og áður. HIIT þjálfun (High Inten-
sity Interval Training) er dæmi um þjálfun sem
uppfyllir þessar kröfur en hún felur í sér að æfa
með meiri ákefð í styttri tíma. Fólk leitar einnig
meira í að æfa í góðum hóp,“ segir Anna og nefnir
hópatíma, námskeið og útigöngu sem dæmi um
leiðir að þjálfun sem hægt er að stunda í góðra
vina hóp. „Mér finnst þetta mjög jákvæð þróun því
það er klárt mál að maður tekur betur á í hóp, það
er skemmtilegra að æfa í hóp og það eru meiri lík-
ur á að hreyfingin verði hluti af lífstílnum þegar
manni finnst skemmtilegt að iðka hana. Ég held að
fólk kunni vel að meta að koma í tíma og þurfa
ekkert að spá í hvað það á að gera heldur bara
fylgja kennaranum, gera sitt best og hafa gaman
af. Það getur ekki klikkað,“ segir Anna sem telur
að fjölbreytileiki sé lykillinn að skemmtilegri lík-
amsrækt.
Konur eru óhræddari við að lyfta lóðum og
stunda styrktaræfingar en áður fyrr, að sögn Önnu,
en hún kveðst þó reglulega heyra raddir um að
konur ættu ekki að lyfta þungum lóðum sökum
þess að það geri þær karlmannlegar í vextinum.
Hún segir það vera alrangt. „Konur hafa ekki næg-
inlegt magn hormóna til þess að stækka vöðvana
eins mikið og karlmenn. Allar konur ættu þó að
stunda styrktaræfingar reglulega, annað hvort með
lóðum og/eða eigin líkamsþyngd til að viðhalda eða
auka vöðva- og beinmassa líkamans. Mögulega
hentar ekki öllum að lyfta þungum lóðum en þá er
alltaf hægt að finna aðra leið til að gera styrkt-
aræfingar, mikilvægast er að gera æfingarnar rétt,“
útskýrir Anna og segir að konur ættu alls ekki að
óttast tækja- og lóðasalinn en mælir með að allir
sem eru að taka sín fyrstu skref í tækjasalnum fái
leiðbeiningar hjá einkaþjálfara.
Þá telur Anna að mataræði íslendinga sé ábóta-
vant. „Aðalatriðið varðandi mataræðið er að minnka
sykurneyslu og borða í hæfilegum skömmtum. Það
eru til ótal mismunandi ráð og áherslur í mat-
arneyslu og ýmislegt er öfgakennt. Það er afar
misjafnt hvað hentar hverjum og einum en einfalt
og gott ráð er að borða fjölbreytta og óunna fæðu,
minnka skammtana, borða á 2-3 tíma fresti og
sneiða að mestu hjá sætindum.“
FJÖLBREYTILEIKI ER LYKILLINN
„Allar konur ættu að stunda
styrktaræfingar“
ANNA EIRÍKSDÓTTIR, DEILDARSTJÓRI Í
HREYFINGU, SEGIR MIKLA VAKNINGU
HAFA ÁTT SÉR STAÐ Á ÍSLANDI VARÐ-
ANDI LÍKAMSRÆKT Á UNDANFÖRNUM
ÁRUM. HÚN SEGIR Æ FLEIRI ÍSLENDINGA
VERA MEÐVITAÐA UM NAUÐSYN ÞESS AÐ
HREYFA SIG REGLULEGA OG KONUR
VERA ÓHRÆDDARI Í DAG VIÐ AÐ LYFTA
LÓÐUM OG STUNDA STYRKTARÆFINGAR
HELDUR EN ÁÐUR FYRR.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is
Anna Eiríksdóttir segir
konur vera óhræddari við
að lyfta lóðum og stunda
styrktaræfingar en áður fyrr.
Morgunblaðið/Styrmir Kári