Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Matur og drykkir V ið héldum matarboðið í tilefni Ramadan, sem er níundi tungl- mánuður í tímatali íslam. Allan þann mánuð fasta trúræknir múslimar frá dögun til sólarlags. Þegar fastan er rofin á kvöldin er gjarnan slegið upp veislu og borðað vel í góðra vina hópi,“ út- skýrir Ólafur Stefán Halldórsson, meðlimur í Félagi múslima á Íslandi. Ólafur segir meðlimi í Félagi múslima á Íslandi vera duglega við að hittast og gera eitthvað saman í húsnæði félagsins. Til að mynda hafa meðlimir félagsins fyrir sið að hittast á laugardögum á meðan Ramadan stendur yfir og biðja, borða saman og slá á létta strengi. „Þeir sem geta og hafa aðstöðu til að elda einhvern ljúffengan mat gera það og mæta með hann á hlaðborð. Á hlaðborðinu er því gjarnan suðrænt og austrænt ljúfmeti og sumir réttirnir koma fólki jafnvel ansi spánskt fyrir sjónir,“ segir Ólafur. Í þetta sinn mátti sjá ýmsa fýsilega rétti á hlaðborðinu, meðal annars kjúklingarétt frá Senegal, gulrótarsælgæti frá Pakistan og kjötrétt frá Norður-Indlandi. „Þetta eru sannkallaðar fjölmenningarsamkomur því að félagsmenn eru frá ýmsum mismunandi heimshornum. Yfirleitt mæta nokkrir tugir manns; konur, menn og börn,“ segir Ólafur spurður hverjir skipi Félag múslima á Íslandi. Ólafur segir meðlimi félagsins annars yfirleitt hittast á föstudögum til að biðja föstudagsbænina. „Svo er líka sunnudagaskóli haldinn fyrir börn- in og konurnar hittast reglulega í eins konar saumaklúbbi, skilst mér,“ út- skýrir Ólafur og segir félagslífið í Félagi múslima á Íslandi vera fjölbreytt og skemmtilegt. Edda litla virti fyrir sér ljósmyndara Morgunblaðsins. Meðlimir Félags múslima á Íslandi gæddu sér á góðum mat í tilefni Ramadan. SLÓGU UPP FJÖLMENNINGARLEGU BOÐI Gæddu sér á mat í tilefni Ramadan NÝVERIÐ HÉLDU MEÐLIMIR Í FÉLAGI MÚSLIMA Á ÍSLANDI SKEMMTILEGT MATARBOÐ ÞAR SEM BOÐIÐ VAR UPP Á FJÖLBREYTTAR VEITINGAR SEM UPPRUNNAR ERU FRÁ ÝMSUM ÓLÍKUM HEIMSHORNUM. MATARBOÐIÐ VAR HALDIÐ Í TILEFNI ÞESS AÐ RAMADAN STÓÐ YFIR. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Khadija og Muhammad voru ánægð með það sem var á boðstólum. 1 heill kjúklingur 5 laukar 50 gr. engifer 1 msk. sinnep 2 kjúklingateningar 1 tsk. kóríander-krydd 1 tsk. salt 50 ml. ólívuolía 300 gr. hrísgrjón Blandið engiferinu, lauknum, sinn- epi, kjúklingateningunum, kóríand- erinu, saltinu og ólívuolíunni saman í matvinnsluvél. Skerið kjúklinga- kjötið í bita og marinerið kjúkling- inn í blöndunni. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og eldið í um 45 mín- útur í 180° heitum ofni. Rétturinn er þá borinn fram með hrís- grjónum. Yassa kjúklingur með hrísgrjónum frá Sengal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.