Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Matur og drykkir V ið héldum matarboðið í tilefni Ramadan, sem er níundi tungl- mánuður í tímatali íslam. Allan þann mánuð fasta trúræknir múslimar frá dögun til sólarlags. Þegar fastan er rofin á kvöldin er gjarnan slegið upp veislu og borðað vel í góðra vina hópi,“ út- skýrir Ólafur Stefán Halldórsson, meðlimur í Félagi múslima á Íslandi. Ólafur segir meðlimi í Félagi múslima á Íslandi vera duglega við að hittast og gera eitthvað saman í húsnæði félagsins. Til að mynda hafa meðlimir félagsins fyrir sið að hittast á laugardögum á meðan Ramadan stendur yfir og biðja, borða saman og slá á létta strengi. „Þeir sem geta og hafa aðstöðu til að elda einhvern ljúffengan mat gera það og mæta með hann á hlaðborð. Á hlaðborðinu er því gjarnan suðrænt og austrænt ljúfmeti og sumir réttirnir koma fólki jafnvel ansi spánskt fyrir sjónir,“ segir Ólafur. Í þetta sinn mátti sjá ýmsa fýsilega rétti á hlaðborðinu, meðal annars kjúklingarétt frá Senegal, gulrótarsælgæti frá Pakistan og kjötrétt frá Norður-Indlandi. „Þetta eru sannkallaðar fjölmenningarsamkomur því að félagsmenn eru frá ýmsum mismunandi heimshornum. Yfirleitt mæta nokkrir tugir manns; konur, menn og börn,“ segir Ólafur spurður hverjir skipi Félag múslima á Íslandi. Ólafur segir meðlimi félagsins annars yfirleitt hittast á föstudögum til að biðja föstudagsbænina. „Svo er líka sunnudagaskóli haldinn fyrir börn- in og konurnar hittast reglulega í eins konar saumaklúbbi, skilst mér,“ út- skýrir Ólafur og segir félagslífið í Félagi múslima á Íslandi vera fjölbreytt og skemmtilegt. Edda litla virti fyrir sér ljósmyndara Morgunblaðsins. Meðlimir Félags múslima á Íslandi gæddu sér á góðum mat í tilefni Ramadan. SLÓGU UPP FJÖLMENNINGARLEGU BOÐI Gæddu sér á mat í tilefni Ramadan NÝVERIÐ HÉLDU MEÐLIMIR Í FÉLAGI MÚSLIMA Á ÍSLANDI SKEMMTILEGT MATARBOÐ ÞAR SEM BOÐIÐ VAR UPP Á FJÖLBREYTTAR VEITINGAR SEM UPPRUNNAR ERU FRÁ ÝMSUM ÓLÍKUM HEIMSHORNUM. MATARBOÐIÐ VAR HALDIÐ Í TILEFNI ÞESS AÐ RAMADAN STÓÐ YFIR. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Khadija og Muhammad voru ánægð með það sem var á boðstólum. 1 heill kjúklingur 5 laukar 50 gr. engifer 1 msk. sinnep 2 kjúklingateningar 1 tsk. kóríander-krydd 1 tsk. salt 50 ml. ólívuolía 300 gr. hrísgrjón Blandið engiferinu, lauknum, sinn- epi, kjúklingateningunum, kóríand- erinu, saltinu og ólívuolíunni saman í matvinnsluvél. Skerið kjúklinga- kjötið í bita og marinerið kjúkling- inn í blöndunni. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og eldið í um 45 mín- útur í 180° heitum ofni. Rétturinn er þá borinn fram með hrís- grjónum. Yassa kjúklingur með hrísgrjónum frá Sengal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.