Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014
Svipmynd
Þ
að er ys og þys í útvarpshúsinu
við Efstaleiti. Suðandi borvélar
og iðnaðarmenn á þönum. Það
er meira en að segja það að
flytja tvær útvarpsstöðvar og
eina sjónvarpsstöð – enda þótt það sé inn-
an sama hússins. Þröstur Helgason, nýráð-
inn dagskrárstjóri Rásar 1, er hæstánægð-
ur með breytingarnar. Búið sé að fella
niður múra milli miðlanna þriggja, auka
flæðið og dínamíkina í húsinu. „Þetta kem-
ur sér sérstaklega vel fyrir Rás 1,“ segir
hann. „Þegar ég kom til starfa í vor var
hún úti í horni og þangað komu fáir nema
eiga sérstaklega erindi. Nú erum við í
opnu rými með öðru dagskrárgerðarfólki
stofununarinnar og líf að færast í tuskurn-
ar.“
Sló aðstaðan þig til að byrja með?
„Já, hún gerði það. Mér fannst mjög
skrýtið að fólkinu á þessum stærsta fjöl-
miðli landsins væri skipt upp með svona
afgerandi hætti. Rás 1 var á einum stað,
Rás 2 á öðrum, dagskrárdeild Sjónvarpsins
á enn öðrum og svo var það fréttastofan.
Þetta voru í reynd fjórar ritstjórnir sem
töluðu lítið sem ekkert saman. Þess vegna
finnst mér það frábær hugmynd hjá Magn-
úsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra að brjóta
niður deildamúra og sameina allt þetta fólk
á einum stað. Það eru engin skilrúm leng-
ur, allt opið, sem gefur okkur meðal ann-
ars tækifæri til að krossnýta fólk með til-
liti til sérþekkingar. Það hlýtur að styrkja
alla miðlana þrjá.“
Stóðu þessir deildamúrar, sem þú talar
um, framleiðslu á efni hreinlega fyrir þrif-
um?
„Já, ég hugsa að minnsta kosti að þeir
hafi ekki haft hvetjandi áhrif.“
Svakalegar fréttir
Þröstur er 46 ára gamall, verðandi doktor
í bókmenntum, fyrrverandi menningar-
blaðamaður á Morgunblaðinu og umsjón-
armaður Lesbókarinnar. Hann hefur ekki í
annan tíma verið fastráðinn starfsmaður
Ríkisútvarpsins en komið að dagskrárgerð í
útvarpi og sjónvarpi, fyrst sem bókmennta-
gagnrýnandi við dægurmálaþáttinn Dagsljós
fyrir réttum tuttugu árum.
Hvers vegna sóttist þú eftir starfi dag-
skrárstjóra Rásar 1?
„Síðastliðin fimm ár hef ég verið að
skrifa doktorsritgerð og kláraði hana í vor.
Ég hafði hugsað mér að halda áfram að
sinna rannsóknum en fylgdist af athygli
með því sem gerðist hér síðastliðið haust,“
svarar Þröstur og vísar þar til fjölda-
uppsagna í nóvember síðastliðnum.
„Mér þótti þetta svakalegar fréttir og
horfði strax sérstaklega á Rás 1. Eftir að
Morgunblaðið gaf eftir í sinni menningar-
umfjöllun, meðal annars með því að leggja
niður Lesbókina, hefur mér þótt Rás 1
vera í fararbroddi í menningarumfjöllun á
Íslandi. Þess vegna sló þetta mig, tíu af 26
starfsmönnum var sagt upp á Rás 1. Það
er mikil blóðtaka og ekki hægt að túlka
það öðruvísi en sem aðför að rásinni. Mikil
verðmæti eru fólgin í menningarumfjöllun-
og umræðu í fjölmiðlum en hún hefur
dregist verulega saman á undanförnum ár-
um og segja má að þetta hafi verið kornið
sem fyllti mælinn. Spurningin er í raun
einföld: Viljum við fjalla um menningu á
gagnrýninn og uppbyggilegan hátt í fjöl-
miðlum? Mitt svar er afdráttarlaust: Já.“
Skýr skilaboð frá útvarpsstjóra
Þess vegna sóttirðu um starfið.
„Það má segja það, já. Brennandi áhugi
minn á menningarumfjöllun í fjölmiðlum
réði mestu þar um. Aðkoma Magnúsar
Geirs Þórðarsonar að stofnuninni, eftir að
hann var ráðinn útvarpsstjóri, hafði líka
mikil áhrif. Hann sendi mjög skýr skilaboð
um það út í samfélagið að hann væri ekki
að koma hingað inn til að halda í horfinu
eða bjarga því sem bjargað verður. Þvert
á móti boðaði hann breytingar og gerði sig
strax líklegan til að rífa starfsemina upp.
Það gerði hann meðal annars með því að
segja upp allri gömlu framkvæmdastjórn-
inni og auglýsa eftir nýju fólki til að stýra
skútunni með sér. Þá vaknaði áhugi minn.
Ég hef fylgst vel með Magnúsi Geir
gegnum tíðina, meðal annars í þeim tveim-
ur leikhúsum sem hann hefur stýrt, Leik-
félagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu, og
þótt hann hugrakkur og hugmyndaríkur
stjórnandi. Honum tókst að reka leikhús
sem sinntu mjög breiðum hópi leikhúss-
gesta og það er einmitt það sem við þurf-
um að gera hér á RÚV.“
Þú boðar breytingar. Það er væntanlega
ekki sama hvernig 84 ára gömlum miðli,
eins og Rás 1, er breytt?
„Það er alveg rétt. Ég geri mér fulla
grein fyrir því að ég geng hér inn í mikla
hefð og langa sögu. Á móti kemur að fjöl-
miðlar eru lífræn fyrirbæri sem þróast
með fólkinu sem stýrir þeim og vinnur á
þeim og verkefnið núna er að leiða RÚV,
og kannski sérstaklega Rás 1, inn í nýja
tíma. Mitt hlutverk er að byggja á hefðinni
en þó með nýjum áherslum. Ég horfi sér-
staklega til menningarhlutverks Rásar 1 en
hún hefur alla tíð gegnt ríku hlutverki í ís-
lenskri samfélagsumræðu. Hún á að upp-
lýsa, fræða og skemmta. Rás 1 á að leggja
áherslu á innihaldsríka og gagnrýna menn-
ingar- og samfélagsumræðu sem byggir á
þeirri útvarpshefð sem hér hefur verið
mótuð.“
Þarf að vera ákafari
Finnst þér Rás 1 hafa verið í tilvist-
arkreppu?
„Já, mér finnst hún hafa verið það und-
anfarin ár. Hún hefur staðnað og orðið
innhverf. Það er að segja hún hefur farið
að snúast um afmarkaða þætti í menning-
ar- og samfélagsumræðunni í stað þess að
nálgast þessa umræðu á breiðum grund-
velli. Einmitt þess vegna er höfuðverkefnið
nú að gera Rás 1 aftur meiri þátttakanda
og meira afgerandi í þessari umræðu. Ég
er ekki að segja að hún hafi glatað erindi
sínu en að mínu mati hefur vantað skýrari
stefnu og afstöðu í umfjöllunina. Rás 1
þarf að vera ákafari og láta betur í sér
heyra. Hún þarf líka að vera duglegri að
segja sögur af fólkinu í landinu og til þess
þarf hún að fara meira út úr þessu húsi.
Fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum var enginn
gjaldgengur í menningar- og samfélags-
umræðunni hér á landi nema hann hlustaði
á Rás 1. Það er tilfinning sem Rás 1 verð-
ur alltaf að vekja. Morgunblaðið hafði
þessa stöðu líka en hefur glatað henni og
líklega er Ríkissjónvarpið eini miðillinn
sem hefur hana nú. Markmiðið er að Rás
1 endurheimti þessa stöðu. Hún verður að
Rás 1 þarf að
láta betur
í sér heyra
„MIG LANGAR AÐ BÚA TIL ÞÁ TILFINNINGU AÐ FÓLKI FINNIST ÞAÐ
VERÐA AÐ HLUSTA Á RÁS 1 TIL AÐ VERA MEÐ Á NÓTUNUM Í ÍSLENSKRI
MENNINGAR- OG SAMFÉLAGSUMRÆÐU,“ SEGIR ÞRÖSTUR HELGASON,
NÝRÁÐINN DAGSKRÁRSTJÓRI RÁSAR 1, EN RÓTTÆKAR BREYTINGAR
VERÐA GERÐAR Á DAGSKRÁ RÁSARINNAR Í LOK ÞESSA MÁNAÐAR.
ÞRÖSTUR VILL GERA RÁS 1 AÐ MEIRI ÞÆTTI Í LÍFI LANDSMANNA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
* Menningarblaðamennska snýst um „attitjúd“og hafi maður það ekki á maður ekkert er-indi í hana. Lesbókin var með „attitjúd“ í minni
tíð og Rás 1 mun verða það líka.