Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 22
Árbæjarlaug líkt og aðrar laugar landsins býður upp á góðar sundbrautir og góða potta. Morgunblaðið/Eggert Átak er í eðli sínu tímabundið ástand þar sem við setjum okkur markmið til skemmri tíma. Þau geta verið góð byrjun en koma aldrei í staðinn fyrir lífstílsbreytingu. Þegar breytt er um lífstíl getur verið gott að gera það í litlum skrefum þar sem við skiptum út óheilbrigðum hlut fyrir heilbrigðan. Auðvelt er t.d. að byrja á því að venja sig á að drekka vatn með öllum mat í stað djúsa eða gos- drykkja. Göngum eða hjólum einu sinni í viku í vinnuna og fjölgum svo skiptunum hægt og rólega. Skiptum út hluta af sjónvarpstím- anum fyrir göngu- eða hjólreiðatúr. Þá er ódýrt og skemmtilegt að fara í sund og hitta fólk í pottinum eftir nokkrar sundferðir í lauginni. Félagsskapurinn er nefnilega ekki síður mikilvægur en hreyfingin. BETRI HEILSA OG LÍÐAN Tökum eitt lítið skref í einu Enn er nóg eftir af sumrinu og ekki of seint að draga fram hjólið og skella sér í hjólaferð. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vetur, sumar, vor eða haust. Það er alltaf hægt fara út í göngutúr í góðum félagsskap. Morgunblaðið/Ómar 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Heilsa og hreyfing I lmurinn af heilsuolíum tekur á móti gest- um í sjúkra- og heilsuþjálfun Hannesar Péturs Jónssonar við Hraunteiginn í Reykjavík. Staðsetningin er í stíl við reksturinn, en Hraunteigurinn er falleg og róleg gata í grónu hverfi og því viðeigandi að ilmurinn og andrúmsloftið hjá Hannesi bjóði þig velkominn og í bland við umhverfið færi spennustigið niður um nokkur þrep. Augljóst er að bæði kyrrðin og fagmennskan ráða hjá honum för enda kemur Hannes rólegur fram með bros á vör og kveður skjólstæðing sinn með ráðleggingum og hvatningu áður en hann býður nýjan gest velkominn. Heilsan er honum hugleikin og í há- skólanámi sínu fékk hann sérstakan áhuga á tengslum hreyfingarleysis og sjúkdóma. „Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að rúmlega þrjár milljónir einstaklinga deyi ár- lega vegna hreyfingarleysis,“ byrjar Hannes á að segja og vísar til aukinnar tæknivæð- ingar og velmegunar sem einnar af orsökum hreyfingarleysis. „Margir láta það eftir sér að keyra út í búð og á milli staða í stað þess að hjóla eða ganga. Velmegunin er góð en eigum við ekki að reyna að venja börnin okkar á, og um leið okkur sjálf, að ganga styttri vegalengdir í stað þess að hoppa allt- af upp í bíl?“ Drögum úr langvinnum sjúkdómum Heilsan er ekki alltaf í okkar eigin höndum en þó miklu oftar og að meira leyti en við mörg teljum. Draga má verulega úr líkum á langvinnum sjúkdómum með heilbrigðu líf- erni og segir Hannes hreyfinguna skipta þar sköpum. „Hreyfingarleysi hefur mikil áhrif á flesta langvinna sjúkdóma. Helst má nefna krabbamein, þunglyndi, beinþynningu, syk- ursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Svo má ekki gleyma þeim ávinningi sem hreyfing hefur í för með sér, til að mynda meiri lífs- gæðum, sterkari vöðvum og minni fallhættu hjá eldra fólki,“ segir hann og teygir sig í möppu sem liggur nálægt honum en virðist ekki finna það sem hann er að leita eftir. „Ég hlýt að hafa tekið með mér heim gögnin sem ég ætlaði að sýna þér, en það eru slá- andi tölur um tengsl langvinnra sjúkdóma og hreyfingarleysis. Mig minnir t.d. að 23 pró- sent krabbameina í dag séu rakin til hreyf- ingaleysis og 30 prósent hjarta- og æða- sjúkdóma. Það er allt of mikið þegar svo auðvelt er að draga verulega úr líkunum með aukinni hreyfingu.“ Einstaka göngutúr er ekki nóg að mati Hannesar heldur þarf hreyfingin að vera regluleg til að bæta og viðhalda heilsu. „Ávinningurinn er svo mikill og við þurfum ekki að fórna nema hálftíma á dag fimm sinnum í viku. Margir eyða meiri tíma fyrir framan sjónvarpið á einni kvöldstund. Förum þá heldur í góðan hálftíma göngutúr sem bætir heilsuna, því regluleg hreyfing styrkir hjartavöðvann, sem orsakar lægri hjartsláttartíðni og þannig minnkar álag á hjartað. Blóðþrýstingur lækkar, líkaminn nýtir blóðsykurinn betur og góða kólesterólið eða HDL hækkar. Hreyfing heldur okkur líka frekar í kjörþyngd og minnkar þannig álag á stoðkerfið.“ Ný viðmið um hreyfingu og heilsu Regluleg hreyfing er í hugum margra aðeins áunnin á fullri ferð í líkamsræktarsalnum eða í kappleikjum og keppnum. Hver ætti að stíga upp úr sófanum til að eiga hættu á hjartaáfalli kófsveittur í tækjasal líkamsræktarstöðvar eða úti á hlaupum? Hannes hlær að þessum hugmyndum og segir þær gamaldags og úr sér gengnar. „Hreyfing á að vera skemmtileg og miða við getu okkar og heilsu hverju sinni, ekki vera puð og leiðindi. Áður fyrr var talið að til þess að viðhalda og bæta heilsu þyrfti fólk að hreyfa sig af mikilli ákefð sem kallar á svita og mæði en seinna hefur komið í ljós að hreyfing af miðlungsákefð, t.d. ganga eða hjólreiðar, gerir okkur líka gott þó að áhrifin séu minni. Nýjustu leiðbeiningar frá alþjóða- heilbrigðismálastofnunum mæla með því að fullorðnir einstaklingar hreyfi sig í 30 mín- útur í senn, fimm daga vikunnar, af miðl- ungsákefð eða nái 75 mínútum á viku af mik- illi ákefð,“ segir Hannes og ráðleggur fólki að vera ekki að telja mínúturnar. „Aðal- atriðið er að hreyfa sig reglulega og gera hreyfingu að lífsstíl.“ Óttumst ekki sérfræðingana Til Hannesar leitar fjöldi fólks sem hefur ekki hreyft sig í lengri tíma og er komið úr allri þjálfun. Þá skiptir mestu að sögn Hann- esar að fara rólega af stað og hjálpa að greina hreyfiþörf og getu fólks. „Það getur verið gott að láta lækni, sjúkraþjálfara eða annað heilbrigðisstarfsfólk fara yfir heilsuna áður en haldið er af stað. Hjá læknum er gott að fara af og til í almenna læknisskoðun og sjúkraþjálfari getur metið ástand stoð- kerfisins. Við viljum greina áhættuþætti sem fyrst í stað þess að vera að vinna með fólk eftir að eitthvað kemur upp á.“ Hannes seg- ist kannast of vel við það að fá til sín ein- staklinga sem hafi ætlað sér of mikið á skömmum tíma. „Leyfðu sérfræðingum að hjálpa þér að komast af stað eftir langa bið, það er engin skömm að því. Gerum líka hreyfingu að hluta af daglegu lífi okkar, t.d. með því að ganga eða hjóla í vinnu. Hjól- reiðar og gönguferðir eru líka bæði einfaldar og ódýrar. GERUM HREYFINGU HLUTA AF DAGLEGU LÍFI Tengsl hreyfingar- leysis og sjúkdóma Hannes Pétur Jónsson sjúkraþjálfari hefur hjálpað mörgum að komast af stað eftir langt tímabil hreyfingarleysis. Hann segir mikilvægt að hreyfing sé hluti af daglegu lífi t.d. hjóla eða ganga í vinnu. Morgunblaðið/Þórður * Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlarað rúmlega þrjár milljónir einstaklinga deyi árlega vegna hreyfingarleysis. Hálftíma göngutúr fimm sinnum í viku get- ur dregið verulega úr líkum á langvinnum sjúkdómum. HANNES PÉTUR JÓNSSON SJÚKRAÞJÁLFARI HEFUR RANNSAKAÐ HREYF- INGU ÍSLENDINGA OG KYNNT SÉR VEL TENGSL HREYFINGARLEYSIS OG SJÚKDÓMA, EN DRAGA MÁ VERULEGA ÚR LÍKUNUM Á LANGVINNUM SJÚKDÓMUM MEÐ AUKINNI HREYFINGU. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sýnt hefur verið fram á það að þeir sem borða morgunmat þjást síður af offitu en hinir sem sleppa morgunmatnum. Þeir sem ekki hafa tíma til að elda ofan í sig á morgnana ættu að skella í einn hafragraut á kvöldin og setja inn í ísskáp. Til er fjöldi sniðugra uppskrifta á netinu að köldum hafragraut og má bæta í hann epli, banana eða öðrum ávöxtum. Hvað leggjum við okkur til munns?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.