Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 44
É g hef oft synt á móti straumnum í lífinu. Ég þori það alveg. Ég er rafvirki að mennt og í góðærinu 2005 og 2006 þegar það var bull- andi uppgangur og fín laun nennti ég ekki lengur að tengja rafmagn, sagði upp og fór að læra íþróttafræði í HR. Bryndís, kona mín, var að læra sálfræði og við vorum með tvö lítil börn, hús og bíl. En það er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í knattspyrnu. Rúnar stýrir liði sínu gegn stórliði Inter Mílanó á Laugardalsvelli á miðvikudag í um- spili um sæti í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar. Koma Inter til landsins er mikill hvalreki fyrir íslenska knattspyrnu- áhugamenn enda mjög langt síðan íslenskt lið hefur att kappi við álíka lið. Gröfin hér til hliðar sýna stærðarmun þessara félaga. Rúnar Páll er fertugur Garðbæingur og býr ásamt konu sinni Bryndísi Kristjáns- dóttur og dætrum þeirra þremur í Sjálands- hverfinu í Garðabæ. Hann gekk í raðir Stjörnunnar aðeins átta ára gamall. Rúnar Páll sneri aftur í Garðabæ frá Levanger í Noregi í fyrra og réði sig sem aðstoðarþjálf- ara meistaraflokksins. Eftir síðasta tímabil var Loga Ólafssyni sagt upp sem þjálfara og Rúnar tók við. Hann er því að stýra sínu uppeldisliði í stærsta leik þess. Og hann seg- ir að Stjarnan eigi séns gegn stjörnum Inter frá Mílanó. „Eitthvað svo absúrd“ Leið Stjörnunnar að leiknum við Inter hefur verið glæsileg því þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan tekur þátt í Evrópukeppni. Þeir unnu Bangor í fyrstu umferð Evrópudeild- arinnar, svo skoska liðið Motherwell og loks pólska liðið Lech Posnan sem eru ein frækn- ustu úrslit íslensks liðs í Evrópukeppninni. Inter Mílanó er risalið á evrópskan mæli- kvarða og hafa þeir Rúnar og aðstoðarmaður hans, Brynjar Björn Gunnarsson, oft þurft að klípa sig til að sjá að þeir séu ekki í draumi. „Allt þetta ferli hefur verið einstök reynsla og að dragast gegn Inter kórónar allt. Það sem mér finnst hvað magnaðast við þennan Inter-leik er að skoða leiki Inter og reyna að finna hvar veikleikar leikmanna liggja. Við ákváðum að skoða síðustu fjóra leiki með þeim og þeir voru gegn Frankfurt, Man- chester United, Real Madrid og Roma. Við þjálfararnir erum duglegir að horfa á myndbönd af leikjum við spiluðum við Val á föstudaginn og við horfðum á nokkra leiki með Val og þar áður á leiki með Þór. Á milli horfir maður á Inter-leiki og á ein- um vídeófundinum vorum við búnir að greina nokkrar horn- og aukaspyrnur, þá ýtti ég bara á pásu. Stóð upp og sagði: Hvað er maður að gera hérna. Við erum að pæla í föstum leikatriðum hjá Inter Mílanó. Þetta er eitthvað svo absúrd,“ segir hann og það kemur bros yfir kappann. „Ég labbaði bara aðeins um húsið og hugsaði með sjálfum mér: Er þetta virkilega veruleikinn? Ég bjóst ekki alveg við þessari staðreynd.“ Fremsti maður verður aftarlega Inter Mílanó er skipað frábærum leik- mönnum og saga félagsins er glæsileg. Inter er risafélag á heimsvísu og þó að félagið sé í smáerfiðleikum núna eru gæði leikmanna liðsins mikil. Þetta er sannkölluð barátta Davíðs við Golíat. Það er því eðlilegt að spyrja: Hvernig ætlar Rúnar að leggja leik- inn upp? „Þetta snýst um agaðan varnarleik og að liggja aftarlega. Loka svæðum, færa liðið og standast fyrirgjafirnar þegar þær koma. Við erum að fara að spila mikinn varnarleik, miklu meiri en nokkurn tímann. STJARNAN ÚR GARÐABÆ ER EINA ÁHUGAMANNALIÐIÐ SEM ER EFTIR Í EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Í KNATTSPYRNU KARLA. ÞJÁLFARINN RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON ÞARF STUNDUM AÐ KLÍPA SIG TIL AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ STJARNAN MÆTI SENN STÓRLIÐINU INTER FRÁ MÍLANÓBORG. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sara Regína 12 ára, Andrea 3 ára, og María Viktoría 10 ára með foreldrum sínum Bryndísi og Rúnari Páli. Morgunblaðið/Ómar Rúnar Páll Sigmundsson lék sjálfur sinn fyrsta leik í efstu deild með Stjörnunni 1991 og spilaði með þeim til ársins 2003. Hann lék eitt tímabil með HK fjórum árum síðar. Alls lék hann 161 leik á ferlinum og skoraði 22 mörk. Þá á Rúnar sex landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Rúnar tæklar risann frá Mílanó með bros á vör Viðtal 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.