Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 11
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gaurarnir sem sjá til fless a› ekki sjó›i upp úr pottunum 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790,- LID SID Bjargvættirnir á brúninni „Fólk úti á landi er upplýst og tals- vert margir safna bókum af ýmsum toga. Margir hafa samband við mig og leita að góðum og áhugaverðum bókum og ég luma á ýmsu. Sjálfur hef ég mesta ánægju af þjóðlegum fróðleik ýmiss konar og ævisögum og er hér með fjölda bóka af þeim toga,“ segir Örn Albert Þórarinsson á Ökrum í Fljótum. Jafnhliða sauðfjárbúskap hefur Örn sýslað við sitthvað fleira um dagana. Hann var lengi fréttaritari ýmissa blaða og fyrir nokkrum árum opnaði hann fornbókabúð sem er á heimili hans. Veggir í stofunni og fleiri vistarverum eru, ef svo má segja, veggfóðraðir bókum og margt gott í boði. Eintökin skipta þús- undum. Fljótin, sem tilheyra Skagafirði, eru næsta afskekkt sveit, sem breyt- ir ekki því að þar er hægt að reka fornbókabúð eins og hvar annars staðar. Á vefsetrinu bokmenntir.n- etserv.is er hægt að sjá megnið af þeim bókum sem Örn lumar á og leggja inn pantanir. „Fyrir nokkrum mánuðum keypti ég stórt bókasafn fyrir sunnan og ég er enn að tína upp úr kössunum eins og þú sérð hér á gólfunum. Ég tek veturinn í að tína þetta til, koma í hillurnar og setja á skrána, sem verður öllum aðgengileg. En annars er alveg ótrúlegt hvað bækurnar hér hreyfast. Það er oft haft samband og leitað að einhverju sjaldséðu. Í dag eru tvær bækur seldar og í gær fór ein. Já, og meðan ég man, gæti ég nokkuð beðið þig að taka fyrir mig pakka suður og koma bókinni til manns sem býr við Kapaskjóls- veginn?“ sagði Örn. „Sjálfsagt mál,“ sagði blaðamaður – og sendingunni var skilvíslega komið til kaupanda í póstnúmeri 107 fáum dögum síðar. FLJÓT Bóndinn selur bækur Bóksalinn Örn á Örkum lumar á ýmsum góðum ritum og margt er í hillunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þegar ný brú yfir Múlakvísl á Mýr- dalssandi var opnuð í síðustu viku hafði Birna Sólveig Kristófersdóttir úr Vík það virðingarhlutverk að halda á púða sem á voru lögð skærin sem Hanna Birna Kristófersdóttir innanríkisráðherra notaði til að klippa á borða, en með þeim gjörn- ingi var brúin opnuð formlega. Hjá Vegagerðinni gildir sú regla við formlega opnun samgöngu- mannvirkja að kalla til börn úr byggðinni sem eru til fyrirmyndar og framúrskarandi. Birna Sólveig er á tólfta árinu og er nemandi við grunnskólann í Vík. „Þetta er dugleg stúlka, æfir fim- leika og fótbolta og er alltaf glöð,“ segir móðir hennar, Birna Anna Björnsdóttir. Í sumar var Birna Sólveig í sveit hjá frændfólki sínu í Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum. Stóð þar sína plikt með prýði; passaði börn og sinnti verkum í fjósi. Nú þegar farið er að líða vel á sumarið er hún komin aftur heim í Víkina, þar sem hún hef- ur átt heima frá sex ára aldri. MÝRDALUR Birna Sólveig hélt á ráðherraskærunum, sem var mikið virðingarhlutverk. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dugleg og alltaf glöð Við erum smátt og smátt aðfinna okkar fjöl í ræktunar-starfinu og erum, held ég, að komast á réttu hilluna,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi á Sólbyrgi í Reykholtsdal í Borg- arfirði. Einar og Kristjana Jónsdóttir kona hans fluttu úr Vestmanna- eyjum fyrir sex árum þegar þau keyptu garðyrkjustöðina Sólbyrgi við Kleppsjárnsreyki. Höfðu enga reynslu af garðyrkju þegar þau komu í sveitina. Voru hins vegar ódeig og settu markið hátt og hefur vegnað bærilega. Dumbungur í reikningum Gróðurhúsin í Sólbyrgi eru alls um 5.000 fermetrar. Fyrst voru þau hjónin einkum og helst í gulróta- rækt. Prófuðu svo framleiðslu á agúrkum en fyrir tveimur árum snéru þau sér að jarðarberja- ræktun – og þar dafnar allt. Í dag eru undir gleri jarðarberjaplöntur á 4.000 fermetrum og ný uppskera kom á markað nú í vikunni. Þá er Sólbyrgisfólk með jarðarberja- ræktun í 500 fermetra gróðurhúsi á Laugarbakka í Miðfirði og má af því ráða að umsvifin eru tölverð. „Í berjabúskapnum gildir að frá útplöntun að uppskeru er þetta tveggja mánaða ferli. Þrálát rign- ing og dumbungur í allt sumar hef- ur sett svolítið strik í reikninginn svo að sprettan hefur verið hæg. Nú í vikunni hafa hins vegar komið sólríkir dagar og þá dafnar allt. Annars erum við að ná tveimur til þremur uppskerutíðum yfir árið, sem er dágott,“ segir Einar. Garðyrkjubændur segir hann sýna berjarækt vaxandi áhuga. Sumir séu að fikra sig áfram með ræktun nýrra tegunda en almennt sé komin nokkur hefð og reynsla í jarðarberjaræktun sem nokkrir stunda. Ætla megi að ársfram- leiðslan sé um 30 tonn, sem sé þó líklega aðeins 10% af því magni jarðarberja sem Íslendingar neyta árlega. Handtínt í öskjur „Jú, vissulega er þetta nokkuð vandasöm ræktun. Við handtínum berin af klösunum og beint í öskj- urnar svo þau verði fyrir sem minnsu hjaski. Svo berum við öskj- ur og kassa beint inn á kæli og næsta dag eru afurðirnar komnar í búðir í bænum. Og seljast eins og heitar lummur,“ segir Einar í Sól- byrgi. REYKHOLTSDALUR Fundu fjöl í jarðarberjum ÞJÓÐIN ER SÓLGIN Í SÓL- BYRGISBER. JARÐARBER ERU ÆR OG KÝR EINARS OG KRISTJÖNU, SEM HAFA NÁÐ GÓÐUM ÁRANGRI Í BÚSKAP SÍNUM. Einar og Kristjana með grænjaxla á klösum sem nú eru orðnir fullvaxin ber. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rautt og ríkt af alls konar bætiefnum. Á Austurlandi ganga hreindýraveiðar, sem hófust 15. júlí, vel. Heimilt er að veiða 1.277 dýr og í fyrstu hafa tarfarnir helst látið sjá sig. Hver maður má veiða eitt dýr og nú eru reglur um kjötsölu rýmri en var. Austurland Bændahátíðin Sveitasæla í Skagafirði verður um aðra helgi. Á sýningu kynna landbúnaðarfyrirtæki sig og sitt. Þá verð- ur opið hús á loðdýrabúinu á Gránumóum, skógrækt- arjörðinni Krithól og ýmsum fleiri stöðum. Skagafjörður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.