Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 16
Ferðalög og flakk Kóralrifið eftirsóknarvert *Rauðahafið varð vinsæll ferðamanna-staður í kringum 1950. Margir ferða-menn sækja löndin í kringum Rauða-hafið sérstaklega til þess að stundaköfun og skoða kóralrifin en um 40%hafsins eru fremur grunn svæði eðaundir 100 metra dýpt. Stærstu ferða- mannasvæðin eru Sharm-El-Sheikh, Dahab og Taba í Egypta- landi, Aqaba í Jórdaníu og Eilat í Ísrael. L eyndar perlur eru víða um heim og eru það forréttindi að geta ferðast hvert sem hugurinn girnist. Einn af undraverðustu stöð- um heims er án efa undir sjávarmáli. Heimur hafsins er draumi líkastur, sér í lagi þar sem sólin skín allan ársins hring. Þvílík litadýrð, dýralíf og fegurð, svo yfirþyrmandi að enginn kemst upp með það að týna sér ekki, þó ekki væri nema um skamma stund. Ég var svo heppin að fá að heimsækja Egyptaland fyrir tíma arab- íska vorsins. Ung og full af orku ferðaðist ég suður á bóginn í góðum félagsskap móður minnar og föðurömmu. Í stað þess að skoða Kaíró og pýramídana, sem myndi teljast fremur hefðbundið val, dvöldum við í borginni Sharm-El-Sheikh, sem er á syðsta odda Sínaí-skagans. Sharm-El-Sheikh er dásamleg borg, markaðir út um allt, tónlist, búrkur, menningarsjokk, kameldýr, góður matur og steikjandi hiti sem var hins vegar í lagi því loftslagið er svo þurrt. Leiðin lá þó strax í sjóinn fyrsta daginn, og þar var mikið að sjá. Ekki þurfti að snorkla langt út frá ströndinni til að mæta fiskum í öllum regnbogans litum. Næsta sjávarstund var tekin á annað stig og farið í þar til gerðum búningi frá toppi til táar með allar græjur á bakinu, þykk og þétt gleraugu og stút fyrir munninn. Við vorum fimm sem fengum að kafa í einhverju fegursta umhverfi sem ég hafði nokkurntíma augum litið. Ferðalangar neðansjávar voru rólegt grískt par, undirrituð og svo tveir ítalskir fabíóar, einstaklega myndarlegir menn, og vorum við öll í fylgd með leiðsögukafara. Það var þó nokkuð augljóst að ekki snjóaði mikið í kringum ítölsku félagana og ég man hvað þessi samsetning angraði mig, þvílík synd. Fimm fræknu fengu einföld fyrirmæli: Ekki snerta kóralinn! Kórall er mjög viðkvæmur fyrir snertingu mannsins og í flestum slíkum til- fellum skemmist hann. Ekkert mál, við kunnum öll að fara eftir slíkum fyrirmælum sem eru þokkalega eftirminnileg úr æsku, ekki snerta, bara skoða. Beisik! En því miður kann heimskur sér yfirleitt ekki hóf og ítalska útgáfan af Gøg og Gokke snertu þarna allt sem á leið þeirra varð neðansjávar. Þar sem ég var óreyndur kafari þá gat ég lítið ann- að gert en að líta í hina áttina og njóta sjávarþorpsins. Ég var reynd- ar líka föst í bandi við leiðsögukafarann en það er annað mál. Þetta er án efa eitt það magnaðasta sem ég hef gert og varð til þess að ég nældi mér í köfunarpróf stuttu síðar. Það er ekki langt í að svona ferð verður skipulögð á ný og verð ég þá búin að læra ein- hverjar snjallar ítalskar setningar utanbókar, bara svona til öryggis. KÓRALRIF Í RAUÐAHAFINU Annar heim- ur hafsins EGYPTALAND ER TÖFRUM LÍKAST OG SÉR Í LAGI RAUÐAHAFIÐ SEM BÝR YFIR HREINT ÓTRÚLEGRI FEG- URÐ Á HAFSBOTNI. KÓRALLINN OG DÝRALÍFIÐ SVÍK- UR ENGAN FERÐAMANNINN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Bláu fiskarnir eru sama tegund og Dóra í Disney- teiknimyndinni um Nemó, fróðleiksmoli fyrir áhugasama. Það er ekki amalegt að synda í gegnum haf af litríkum fisk- um, rétt eins og að synda í mjúkum blómum. Kórallinn í Rauðahafinu er í öllum stærðum og gerðum og einnig í öllum litum. Þetta er allt annar heimur og fremur notalegt að svamla um á hafsbotni og gleyma sér í fegurðinni. Varast skal þó að fara of langt frá landi. Þorpið Broto í Pýreneafjöllunum er nálægt gamalli borg sem heitir Jaca, í Aragoníu-héraði á Spáni. Þetta er rétti staðurinn fyrir útivistarfólk; fyrst og fremst er þjóðgarðurinn „Parque National de Ordesa y Monte Perdido“. Tekur heilan góðan dag að fara uppeftir og ganga þar. Svo liggur GR-15 framhjá þorpinu (GR-kerfið er risastórt gönguleiðakerfi um Evrópu), hjólreiðafólk verð- launar sig hér með ísköldum bjór, ein svokölluð „via ferrata“ liggur meðfram fossinum (via ferrata er einskonar örugg klifurleið fyrir fólk með „a good head for heights“). Klifurleiðin liggur inní helli og í gegnum fjallið og margir klifra í blautbúningum, „spennó“. Svo er víst hægt að fara í River Rafting á Rio Ara eða á hestbak. Minnir kannski svolítið mikið á Íslandi, en samt allt öðru- vísi. Gistum á dásamlega vinalegu farfuglaheimili, A Borda Felices. Svæðið hér er mjög heillandi, okkur langar að koma hingað aftur og stoppa lengur. Kær kveðja, Erika, Smári, Lív, Andrea og Hilmir Örn Fjölskyldan klifraði inn í helli og í gegnum fjall. Hellirinn var engum líkur. Klifurleið gegnum fjall Frá gömlu borginni Jaca á Spáni. PÓSTKORT F RÁ BROTO

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.