Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 34
E in klassísk - hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Svart leðurvesti sem kostaði 8000 kr. í Kaupmannahöfn. Ég kom tvisvar sinnum í búðina því ég var ekki viss um notagildið og átti lítinn pening. Ég hef síðan not- að það yfir flestalla jakka, eitt og sér og meirað segja rokkað upprennt. Algjört uppáhalds og ég bíð eftir inngripi ástvina um að hvíla það. En þau verstu? Hlébarða „kósý“ bómullarbuxur úr H&M, ég er einsog Teletubb- ies í laginu í þeim. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Hahaha! Fullt! Styttur við hliðartopp og hárlengingar 2004 og uppbrettar Diesel gallabuxur ’98 koma til hugann. Fyrir norðan var bara eitt stórt brot en ekki uppbrett nokkrum sinnum. Það ráku flestir upp stór augu hér fyrir sunnan þegar ég kom til baka eftir sumarið með brot upp að hnjám. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Gwen Stefani og Rita Ora. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? „Pin up“ stríðsára smartheit, USA. Elska uppháar buxur og pils auk þess sem oddhvöss brjóstahöld hafa lengi verið á draumalistanum. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Smart og sexý. Engin orð um það meir. Hverju er mest af í fataskápnum? Sokkum. Ég á í miklu ást- arsambandi við marglita alls konar sokka. Ég lána td. vinkonum mínum flestallt nema sokkana mína og finnst merkilega óþægilegt að vera kalt á fótunum. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Að klæða sig í takt við vöxt en ekki endilega tískublæbrigði hvers tíma. Það fer ekki öllum allt. Það getur líka verið stórhættulegt að festast í of þægilegum stíl, víðir kjólar og bolir við sokkabuxur ættu ekki að vera einkennisklæðnaður þó svo að það sé fínt af og til. Að lokum tel ég stíl vera breytilegan eftir því hvernig við skynjum okkur hverju sinni, ég segi já við tilraunastarfsemi. Ef þú spyrð ekki verður svarið alltaf nei. Hvert sækir þú innblástur? Alls staðar. Þetta síast inn héðan og þaðan. Mest af götunni og úr kvikmyndum og tónlist. Þegar ég sé eitthvað fallegt langar mig að prufa og bæti svo sjálfri mér við eða reyni að vinna með það sem fyrir var til í skúffunum. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fata- kyns? Þessar buxur og samfella úr Nostalgíu. Við fáum lánað fyrir tökur og þessi tvenna öskraði á mig að fá að koma með mér heim. Oddhvöss brjóstahöld á draumalistanum Morgunblaðið/Þórður ELSKAR UPPHÁAR BUXUR OG PILS MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR, LEIKKONA, ER ÞÁTTARSTJÓRNANDI LYST Á LIST Í SJÓNVARPSTÖÐINNI ISTV. MARGRÉT HEFUR ÁKAF- LEGA LITRÍKAN OG SKEMMTILEGAN FATASTÍL OG HÚN SEGIR FATASTÍLINN EINKENNAST AF KYNÞOKKA OG SMARTHEITUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Margrét, í skemmtilegum buxum úr versluninni Nostalgíu, ásamt hund- inum sínum, Miu Sankovic. Gwen Stefani og Rita Ora eru með flottan stíl. AFP Margrét á gríð- arlegt magn af alls kyns skemmtilegum sokkum. Oddhvöss brjósta- höld eru á óskalista Margrétar. Tíska *Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar útskrifaðist nýverið meðmastersgráðu frá Central Saint Martins í London. MasterslínaAnítu var valin til sýningar á London Fashion Week sem haldinvar í febrúar. Nú er Aníta komin heim til Íslands með flíkurnarog verða þær til sýnis í Hvítspóa Art gallerý á Brekkugötu 3a,Akureyri. Sýningunni lýkur þann 30. ágúst. Útskriftarlína Anítuhefur hlotið mikið lof og hefur verið fjallað um hönnun Anítu í vinsælum tímaritum á borð við Vogue UK, I-D Magazine og Elle UK. Sýnir masterslínuna á Akureyri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.