Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 51
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Öll él birtir upp um síðir.
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Á næstunni kemur út hjá
Bjarti sænska verðlauna- og
metsölubókin Í leyfisleysi
eftir Lenu Andersson. Í
leyfisleysi sló óvænt í gegn í
Svíþjóð í fyrra og fyrsta
prentun seldist upp á örfá-
um dögum. Mikið hefur
verið slúðrað um að hið
forboðna samband sem lýst
er í sögunni sé byggt á sam-
bandi Lenu við frægan kvik-
myndagerðarmann, Roy
Andersson. Önnur að-
alpersónan, Hugo Rask, á
augljóslega mjög margt
sammerkt með kvikmynda-
gerðarmanninum og Ester
Nilsson þykir býsna lík
Lenu Andersson. Höfund-
urinn hefur þó ekki viljað staðfesta þetta.
Í leyfisleysi er sjötta bók Lenu en þær fyrri
höfðu vakið litla athygli nema í þröngum
hópi. Sagan fékk August-verðlaunin sem
skáldsaga ársins 2013 og
fleiri verðlaun fylgdu í kjöl-
farið, auk þess sem bókin
hefur setið á sænskum met-
sölulistum síðan. Þetta er
svolítið skemmtilegt í ljósi
þess að höfundurinn segist
sjálf almennt forðast met-
sölubækur því þær sem hún
hafi lesið séu næstum und-
antekningarlaust fremur
slakar bókmenntir.
Lena Andersson fæddist
árið 1970. Hún skrifar
reglulega bókmennta-
gagnrýni og pistla í sænska
dagblaðið Dagens Nyheter
og þykir oft glögg á það sem
hæst ber í menningar- og
samfélagsmálum hverju
sinni.
Um þessar mundir vinnur Lena Andersson
að sjálfstæðu framhaldi skáldsögunnar Í
leyfisleysi.
Í leyfisleysi er sænsk verðlaunabók og
ýmsir velta fyrir sér fyrirmyndunum.
RAUNVERULEIKINN OG ÁSTIN
Sönn saga John Dolan er komin út á bók og hefur
vakið athygli. Dolan var síbrotamaður sem sat mörg-
um sinnum í fangelsi, samtals tólf ár og bjó á götum
Lundúnaborgar þess á milli. Lífið á götunni var erfitt
og því framdi hann oft smáglæpi til að komast aftur í
hlýju fangelsisins. Það var hundurinn George sem
breytti lífi hans. Dolan segir sögu þeirra í bókinni
John & George - The Dog Who Changed My
Life. John fékk George að gjöf og þeir urðu brátt
óaðskiljanlegair og John, sem frá barnæsku hafði búið
yfir myndlistarhæfileikum, fór að teikna myndir af
George sem hann seldi vegfarendum. Þremur árum
seinna, árið 2012, vöktu myndir Dolans athygli lög-
fræðings sem var að opna listagallerí með myndum
götulistamanna. Myndir Dolans rötuðu í galleríið og
vöktu athygli og eru meðal annars í eigu Tony Blair,
fyrrum forsætisráðherra, og gamanleikarans Russell
Brand. Bókaútgefandi sem fór á sýningu á myndum
Dolan hitti listamanninn og gerði við hann vænan út-
gáfusamning og nú er saga þeirra félaga komin út.
Nú búa Dolan og George vitanlega ekki lengur á
götunni, heldur í nágrenni við götuna þar sem þeir
hittust fyrst. Dolan segir um George: „Hann bjargaði mér. Hann er eins og barnið sem ég
eignaðist aldrei. Hann gaf mér lífið.“
HUNDUR BJARGAR SÍBROTAMANNI
Saga John Dolan og George er falleg
og upplífgandi.
BÓKSALA 06.-12. ÁGÚST
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
2 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
3 Amma biður að heilsaFredrik Backman
4 NicelandKristján Ingi Einarsson
5 I Was HereKristján Ingi Einarsson
6 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón
7 Leikur að tölumJessica Greenwell
8 Skrifað í stjörnurnarJohn Green
9 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson
10 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson
Kiljur
1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
2 Amma biður að heilsaFredrik Backman
3 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón
4 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson
5 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen
6 Lífið að leysaAlice Munro
7 Bragð af ástDorothy Koomson
8 Maður sem heitir OveFredrik Backman
9 Stúlkan frá Púerto RíkóEsmeralda Santiago
10 LjósaKristín Steinsdóttir
Á þessum árstíma kemur út
mikið af bókum sem ætlaðar
eru erlendum ferðamönnum.
Memories from Iceland er
minningabók fyrir erlenda
ferðamenn sem heimsækja Ís-
land, þar sem þeir hafa á einum
stað fallegar myndir frá vinsæl-
um ferðamannastöðum og
persónulega dagbók þar sem
hægt er að safna saman á einn
stað myndum, frásögnum, at-
hugasemdum og persónulegri
upplifun.
Hugmyndina að bókinni á
Lárus Guðmundsson, fyrrver-
andi atvinnumaður í fótbolta,
en hann lék bæði með íslenska
landsliðinu og liðum í Belgíu og
Þýskalandi á áttunda áratugn-
um.
Minningabók
ferðamannsins
Lífið að leysa er smásagnasafn
eftir nóbelsverðlaunahafann
Alice Munro sem nýkomið er
út. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi
og ritaði eftirmála.
Alice Munro hlaut Bók-
menntaverðlaun Nóbels 2013
fyrir smásögur sínar enda þykja
þær einstök meistaraverk,
knappar, afhjúpandi og spenn-
andi.
Það er sannarlega ástæða til
að fagna þessari útgáfu og ná
sér í eintak.
Meistaralegar
sögur Alice
Munro
Smásögur
nóbelsverð-
launaskálds
NÝJAR BÆKUR
ÞAÐ HLÝTUR AÐ TELJAST TIL GLEÐILEGRA
TÍÐINDA AÐ SMÁSAGNASAFN EFTIR NÓBELS-
VERÐLAUNAHAFANN ALILCE MUNRO ER KOMIÐ
ÚT. BÆKUR FYRIR ERLENDA FERÐAMENN ERU
ÁBERANDI Í BÓKAVERSLUNUM ÞESSAR
VIKURNAR. SKEMMTILEGAR BÆKUR FYRIR BÖRN
ERU SVO KOMNAR Á MARKAÐ.
Ragnar Axelsson er ekki einungis
einn af fremstu ljósmyndurum Ís-
lands heldur einnig í hópi mestu
heimildarljósmyndara heimsins.
Myndir hans birtast víða og vekja
ætíð jafnmikla aðdáun. Í lítilli bók
sem kennd er við hann og gefin
er út á ensku í þægilegu broti er
að finna úrval af ljósmyndum hans
og þar eru myndir frá Íslandi og
Grænlandi áberandi.
Úrval af
myndum RAX
Viltu vita meira um vísindin? er afar skemmtileg og
ríkulega myndskreytt flipabók með ótal fróðleiks-
molum. Bók þar sem undraheimur vísindanna er
kynntur fyrir ungum lesendum. Vísindamenn veittu
ráðgjöf við þýðinguna.
Leikur með tölum er önnur skemmtileg barnabók
þar sem börnum, fimm ára og eldri, er kennt að telja,
reikna og margfalda og átta sig á því hvað klukkan er.
Vísindi og tölur fyrir
fróðleiksfús börn
* Þú ert frjáls og þess vegna ertu ráðvilltur. Franz Kafka