Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Qupperneq 43
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Algengt er að spenna myndist í öxlum þegar set- ið er við vinnu. Losa má um slíka spennu með því að lyfta og slaka öxlum á víxl. Einnig má rúlla þeim í hringi. Losað um axlirÁlag á liði getur verið misjafnt eftir lík- amsstöðu hvers og eins og því verkefni sem unnið er. Algengt er að álag lendi á mjóbaki og hálsi við setu en einnig getur myndast álag á fleiri liði, t.d. olnboga og úlnliði þegar unnið er við tölvu. Gott er að rétta og beygja liði sem álag er á. Liðvökvinn flæðir þá betur um þá, liðkar þá, smyr og nærir. Liðir liðkaðir Nauðsynlegt er að standa reglulega upp en blóð- flæði til og frá fótum má þó einnig auka sitjandi á milli þess sem staðið er upp. Þetta má t.d. gera með því að hafa tær í gólfi en lyfta hælum upp frá gólfi nokkrum sinnum, eða með því að spenna lær- og rassvöðva. Blóðflæði aukið Í yfirlitsrannsókn frá árinu 2010 sem birtist í ritinu Cancer Epidemiol, Bio- markers and Prevention, kemur fram að kyrrseta sé áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í rannsókninni er farið yfir niðurstöður 18 vísindagreina sem allar sneru að áhrifum kyrrsetu í þróun og tilkomu krabbameins. Af þeim rannsóknum sem skoðaðar voru, sýndu tíu þeirra fram á tengsl milli kyrrsetuhegðunar (e. sedentary behaviour) og aukinnar hættu á krabbameini í ristli, legi, eggjastokk- um og blöðruhálskirtli. Auk þessa fundust tengsl á milli kyrrsetuhegð- unar og dánartíðni vegna krabba- meins hjá konum. Kyrrseta hafði einnig áhrif á þyngdaraukningu meðal sjúklinga sem glímt höfðu við rist- ilkrabbamein. Mörgum kann að þykja það undarlegt við fyrstu sýn að óyggjandi tengsl finnist á milli kyrr- setu og krabbameins og er eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig standi á þeim tengslum. Rannsóknir sem miða að því að skýra tengslin þarna á milli hafa margar hverjar stutt þá til- gátu að kyrrseta geti valdið truflun á efnaskiptum og offitu, sem séu mögulegir hlekkir á milli kyrrsetu- hegðunar og krabbameins. Síðustu ár hafa fjölmargir mælt með því að fólk dragi úr kyrrsetu en að sögn aðstandenda rannsókn- arinnar gæti það hugsanlega verið forvörn gegn krabbameini. Kyrrseta áhættuþáttur fyrir krabbamein Kyrrseta tengist krabbameini. Morgunblaðið/Rósa Braga Appið Moves er nytsam- legt en sé snjallsíminn hafður daglega t.d. í buxnavasa, þá virkar það sem skrefateljari. Hægt er að sjá brenndan kalo- ríufjölda, skrefafjölda, hversu langt var hlaupið eða hversu lengi var hjól- að. Appið gefur einnig myndrænt yfirlit yfir dugnað notandans við hreyfingu síðustu daga. Moves er frítt og fáanlegt fyrir iOS og Android. Hvetjandi smáforrit Auðvelt er að gleyma sér við vinnu en appið StandApp minnir not- andann á að standa reglulega upp frá skrif- borðinu. Stilla má hversu langt líður á milli áminninga: 15, 30, 60, 90 eða 120 mínútur. Í pás- unni er notandanum sýnt myndband með einföld- um æfingum sem gera má á skrifstofunni (þótt pás- una megi vissulega nýta í eitthvað annað). Að fimm mínútum liðnum er minnt á að nú sé kominn tími til að bretta upp ermar og hefja vinnu á ný. Stand- App er frítt og fáanlegt fyrir iOS og Android. Hver segir að sitja þurfi á skrifborðsstólum alla daga? Stóra bolta sem þennan má nýta í annað en hefðbundnar líkamsræktaræfingar - þeir eru fyr- irtakstilbreyting frá stólum og sífellt færist í aukana að þeir séu notaðir sem slíkir enda geta þeir stuðlað að bættri líkamsstöðu. Gæta þarf þó að því að halda jafnvægi og rúlla ekki á höfuðið! Boltinn til bjargar Margir kannast við að þjást af ýms- um hvimleiðum verkjum eftir langar setur. Verkirnir eiga margir upptök sín í vöðvum, liðum og liðböndum en langtímaáhrif kyrrsetu geta þó náð dýpra. Má þar nefna að margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli kyrrsetu og minni beinþéttni. Líkt og sjá má á orðinu, er bein- þéttni mælikvarði á þéttni beinsins en hún skiptir gífurlegu máli, því minni beinþéttni eykur líkur á bein- þynningu og stuðlar að minni styrk beina undir álagi, sem orsakað getur beinbrot. Algengt er að versnandi beinþéttni hrjái konur eftir breytingaskeið, vegna minnkandi framleiðslu horm- ónsins estrógens. Rannsóknir hafa bent til þess að regluleg hreyfing geti að einhverju leyti unnið á móti þessari náttúrulegu þróun eða hægt á henni. Rannsókn sem birtist í tímaritinu Bone í júlí á þessu ári bendir hins vegar til þess að hreyf- ingin sé ekki nóg ein og sér. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að endurteknar kyrrsetur tengdust minni bein- þéttni í lærlegg (e. femur) fremur en hjá konum sem sátu minna. Skipti þar ekki máli hvort konurnar hreyfðu sig rösklega með reglulegu millibili eða stunduðu jafnvel mikla hreyfingu – kyrrsetan hafði samt sem áður neikvæð áhrif á bein- þéttni, þótt hreyfingin hefði vissu- lega verndandi áhrif. Athyglisvert var hins vegar að ekki tókst að tengja saman kyrrsetu karla og minni beinþéttni. Minnkandi beinþéttni Fullorðnir eru ekki einir um að sitja of mikið, því að kyrrseta er einnig orðin stór hluti af daglegu lífi barna og unglinga. Mýmörg dæmi eru um að börn, allt niður í leikskólabörn, sitji of mikið og hreyfi sig of lítið. Flestar rannsóknir á áhrifum kyrrsetu eru miðaðar út frá fullorðnum en rannsóknum sem taka sérstaklega til áhrifa langsetu á heilsu barna fjölgar sífellt, enda er ekki sjálfgefið að áhrifin séu hin sömu á full- orðna og börn. Í rannsókn sem birtist í mars síðastliðnum í tímaritinu Pre- ventive Medicine er greint frá því að átta til tíu ára börn- um sem sitji mikið daglega sé hættara við að þróa með sér offitu en börn- um á sama aldri sem sitji minna. Offita er ekki eina vandamálið sem hlýst af langsetu barna, samkvæmt því sem fram kemur í rannsókn sem birt var í febrúar á þessu ári í tímaritinu Ca- nadian Journal of Diabe- tes. Samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar eru börn sem sitja mikið í meiri hættu en önnur á að fá hjartasjúkdóma og sykur- sýki, hugsanlega vegna beinna áhrifa kyrrsetu á efnaskipti líkamans. Í rann- sókninni er einnig tekið fram að börn og unglingar í Norður-Ameríku eyði á milli 40 og 60 prósentum vöku- tíma síns sitjandi. Er það áhyggjuefni, í ljósi fyrrnefndra afleiðinga kyrrsetunnar. Ýmislegt er til ráða þegar kemur að hreyfingu og kyrrsetu barna. Tíma sem eytt er fram- an við sjónvarp og tölvu má í flestum tilfellum stytta. Þar er raunar fleira til að vinna en ein- ungis að stytta setutíma, því oft fylgir sjónvarpsglápinu óhófleg neysla sælgætis, snakks og ann- arra matvara, sem enn frekar eykur hættu á offitu og fleiri sjúkdómum. Einnig má nefna að mikið er um að börnum sé keyrt á milli staða. Minnka má slíkt skutl og venja barnið á að ganga eða hjóla í staðinn, sé þess kostur og hafi barnið ald- ur og þroska til. Sé barnið ungt eða leiðin flókin geta foreldrar gengið eða hjólað með barninu. Þannig má nýta tímann og gera úr göngunni skemmtilega sam- verustund um leið og hugað er að heilsunni. Kyrrseta barna Skemmtilegra er að fara út að leika sér en að sitja yfir sjónvarpinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.