Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 8
Hljómsveitin AmabAdamA hefur slegið ræki- lega í gegn að undanförnu með lagi sínu Hossa Hossa. Upptökum á fyrstu breið- skífu hljómsveitarinnar lauk um daginn og nú fagna nánast allir hljómsveit- armeðlimir áfanganum með því að sækja stærstu reggíhátíð í Evrópu, Rototom Sunsplash sem haldin er rétt fyrir utan Valencia á Spáni. „Við erum öll að tínast hingað til Spánar og verðum hérna öll saman á hátíð- inni, litla reggífjölskyldan. Hingað koma allir úr AmabAdamA nema tveir, nokkrir úr Ojba Rasta og Reykjavík Soundsystem,“ seg- ir Steinunn Jónsdóttir, söng- kona AmabAdamA. Hún segir tilgang ferð- arinnar vera að sjúga í sig ljúfa reggítóna og sækja innblástur. „Við spilum ekki á hátíðinni en ætlum njóta vel og reggía okkur upp ef svo má segja,“ segir Steinunn. Hún seg- ist lofa því að nú styttist í næsta lag frá hljómsveitinni enda komi platan út strax í haust. „Plat- an okkar verður mögnuð sko,“ segir Steinunn og hlær. Óhætt er að segja að reggí sé tónlist- arstefna sem margir aðhyllist hér á landi. Hljómsveitin Hjálmar hefur notið mikilla vin- sælda í um 10 ár, Ojbarasta hefur einnig slegið í gegn og nú AmabAdamA. Hin gamla, góða reggísveit UB40 er einnig á leið til landsins og mætti halda að einhvers konar reggíæði ríki nú á meðal landans. „Það er bara ljóst að Íslendingar elska reggí,“ segir Steinunn að lokum. gunnthorunn@mbl.is AmabAdamA sungu hress og kát á Secret Solstice í júní. Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslendingar elska reggí Frá reggíhátíðinni Rototom Suns- plash í bænum Benicasim á Spáni. REGGÍTÓNAR VIRÐIST FALLA VEL Í KRAMIÐ HJÁ ÍSLENDINGUM OG NOKKR- AR HLJÓMSVEITIR AF SLÍKUM TOGA SLEGIÐ Í GEGN HÉR Á LANDI. Steinunn Jónsdóttir 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 Ég viðurkenni fúslega að deilan milli Ísraelog Palestínu er ofar mínum skilningi.Forheimskan og þrjóskan sem virðist þrífast á báða bóga á sér lengri sögu en svo að lögmaður í fullu starfi í Reykjavík kynni sér hana til fulls sér til skemmtunar. Augljóst er að Ísraelsmenn hafa ekki gætt meðalhófs í bar- áttunni gegn eldflaugaárásum Palestínumanna. Augljóst er einnig að Palestínumenn fórna sér og sínum, jafnvel börnum, markvisst fyrir mál- stað sinn. Hvort tveggja andstyggilegt. Mér þykir merkilegt að fjöldi Íslendinga hafi ekki bara náð að mynda sér skoðun í þessu máli, sem út af fyrir sig er virðingarvert, heldur einnig að taka einarða afstöðu með öðrum deiluaðilanum. Miðjumoð íslenskra stjórnmála stóð fyrir mótmælafundum um allt land og þangað streymdi fjöldinn allur reyrður í háls- klúta, þó ekki Hvatarslæðuna margfrægu, og mótmælti framferði Ísraelsmanna. Við þessa sýningu hefði mátt binda nokkrar væntingar ef einhverjar tillögur um varanlega lausn deil- unnar hefðu verið bornar fram. Því var þó ekki að heilsa. Hins vegar hefur einhver ferðaþjón- ustubóndi lokað fyrir öll viðskipti við Ísr- aelsmenn. Á sama tíma hafa yfir 2.000 manns verið drepnir í átökum í Úkraínu og ein farþega- flugvél verið skotin niður af sama tilefni, mjög líklega af Rússum. Í Sýrlandi á sér stað jafnvel óskiljanlegra stríð en það sem gyðingarnir og Palestínuarabarnir heyja. Þar hafa nú yfir 160 þúsund manns látið lífið á þremur árum! Í Írak eru menn löngu hættir að telja. Fundur um samstöðu með borgurum Sýrlands var að vísu haldinn hér á landi fyrir tveimur árum en mót- mælafundir hafa hins vegar ekki verið haldnir vegna annarra átaka, og það þótt einn deilu- aðila hafi hér sendiráð. Þá virðast þessi öm- urlegu átök ekki vekja eins heitar tilfinningar í brjóstum friðelskandi fólks á Íslandi eins og deilan við Gaza. Að minnsta kosti er ekki að sjá að menn fylki sér með afgerandi hætti um málstað tiltekinna deiluaðila í þessum átökum. Það er helst að menn nái upp geðshræringu gegn Bandaríkjunum, ýmist vegna aðgerða þeirra eða aðgerðarleysis á átakasvæðunum. Evrópuríkin sitja hins vegar jafnan stikkfrí. Mótmælafundir og geðshræring í fjarlægum löndum koma í raun ekki í veg fyrir stríðsátök. Það þarf að færa almennum borgum vopn í hendur til að takast á við niðurrifsöfl sem ým- ist taka völdin eða eru jafnvel lýðræðislega kjörin. Það þarf almennt góðæri. Viðskipta- tækifæri og velmegun eru langdrægustu vopn- in. Þar geta öll lönd lagt hönd á plóg, ekki síst Ísland. Heimurinn þarf meira 2007 * Stríð í fjarlægumheimshlutum á ekki aðafgreiða hér á landi eins og hvert annað pólitískt dægur- þras. Rót átakanna er marg- slungin en lausnin kann að vera einfaldari. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segja þeir, en það á ágætlega við hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Sonur hennar virðist ætla að feta svipaðan veg og hún með örlitlum snúningi. „Helgi Matthías er búinn að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Hann ætlar að vera vísinda- ráðherra. Þeir finna upp hluti. Fyrsta uppfinningin hans á að vera vasahnífur með fullt af hættulegu sem er líka geisli. Ég held að það sé ekki búið að finna það upp.“ Hugmyndaríkur og sniðugur strákur hér á ferð. Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og sjónvarpsmaður, viðrar pælingar sínar á Fésbókinni. „Ég er að hugsa um að taka upp listamannsnafnið John F. Kenny G.“ Hvað ætli Mannanafnanefnd segði við því? Miðbær Reykjavíkur er stútfullur af ferðamönnum, eins og hefur ef- laust ekki farið framhjá neinum. Margir njóta góðs af ferðaþjónust- unni og ekki að undra að fleiri vilji fá að taka þátt í gleðinni. „Í gær kom ég að út- lenskri konu að klappa ketti á Barónstígnum. Skyndilega langaði mig að vera með í ferðamannaiðnaðinum og áður en ég vissi af hafði ég boðið henni köttinn til kaups. ,,It is your cat- away-from-your-cat,“ sagði ég þess fullviss að hún ætti svona dýr heima hjá sér. ,,Nice try,“ sagði konan hlæjandi og hélt sína leið - án kattarins. Líklega eins gott því ég átti ekkert í honum. Kæru vinir, haldið gæludýrunum ykkar inni. Ég ætla aftur í bæinn í dag,“ segir rit- höfundurinn Gerður Kristný á Fésbókarvegg sínum. Bæjarbúar ættu að hafa varann á. AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.