Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 33
Borðið var sérstaklega fallegt með svörtum dúk.
Hópurinn byrjaði á að drekka túrmerikdrykk til að
koma meltingunni af stað.
Matseðill kvöldsins var óvenjulegur að því leyti að allir réttir
voru kaldir og því þægilegt að útbúa þá með góðum fyrirvara.
Ragnheiður Guðfinna með hin glæsilegu salöt.
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna
hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi
að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma.
Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert
einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það
hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða-
eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Brauðristar-
gæðaeftirlit
Fyrir 6
600 ml rjómi
6 vanillustangir
600 g hreint skyr
400 g hvítt súkkulaði
10 eggjarauður
180-200 g hrásykur
1 límóna, safinn
smávegis sykur í viðbót fyrir
toppinn
sletta af Vastkust-villiberja-
snafsinum En Back Snaps
Skafið vanillukornin innan úr
stöngunum og blandið þeim sam-
an við rjómann og hitið í potti þar
til suðan kemur upp. Slökkvið
undir og bætið skyri út í blönd-
una. Bræðið hvíta súkkulaðið í
vatnsbaði og bætið því líka út í
þegar það er bráðið ásamt lím-
ónusafanum. Þeytið saman eggja-
rauður og sykur og bætið út í.
Setjið allt í lítil eldföst form og
bakið í 40-60 mínútur í um 170°C
heitum ofni, misjafnt eftir ofnum
hversu lengi, en aðalatriðið er að
blandan verði ekki fljótandi. Hægt
er að skoða hvort eftirrétturinn
er nægilega bakaður með því að
taka formin og hrista þau, ef
blandan hristist mikið í miðju má
hún vera lengur inni í ofni en út-
koman á að vera þannig að bland-
an sé orðin stíf í formunum. Takið
út úr ofninum, stráið smávegis
sykri yfir og brennið með gas-
brennara þar til hann er stökkur.
Hellið að lokum nokkrum drop-
um af villiberjasnafsinum yfir og
svo í staup fyrir hvern og einn til
að hafa með kaffinu.
Créme brulée með skyri, hvítu súkkulaði
og villiberjasnafsi
Fyrir fjóra
½ kúrbítur
1 box sveppir
1 rauð paprika
4 lúkur ferskt spínat
fersk basilíka eftir smekk
2 plómur, skornar í báta
450 g geitaostur, rifinn eða
brytjaður
1 bolli kasjúhnetur
2 msk. tamarísósa
2 msk. hunang
balsamsíróp
Léttristið papriku, sveppi og
kúrbít á heitri pönnu. Leggið spí-
nat á hvern disk og ferska basilíku
þar yfir. Setjið þá loks ristað græn-
metið ofan á og plómurnar. Ristið
kasjúhneturnar á pönnu upp úr
tamarísósu og hunangi. Stráið
hnetunum yfir og geitaostinum.
Setjið svo balsamsírópið yfir.
Geitaostur með ristuðu grænmeti