Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Aganefnd knattspyrnu-sambands Evrópu, UEFA,dæmdi á föstudag Serbum 3-0-sigur í leik við Albaníu, sem var stöðvaður í miðjum klíðum, en dró um leið þrjú stig af Serbum. Stöðva varð leikinn, sem fram fór í Belgrað 14. október, af því að stuðningsmenn heimamanna rudd- ust inn á leikvanginn eftir að flyg- ildi með albanskan áróðursfána var flogið yfir hann. Á fánanum var kort af „Stór-Albaníu“ þar sem ekki var aðeins búið að innlima Kosovo, heldur hluta af Serbíu. Stigin voru dæmd Serbum á þeirri forsendu að albönsku leik- mennirnir hefðu neitað að halda áfram að spila, en dregin af þeim vegna óláta fyrir og á leiknum. Albanar segja dóminn óréttlátan, þeir hafi ekki neitað að spila áfram, það hafi einfaldlega ekki verið hægt, og hyggjast áfrýja. Læti fyrir leik Spenna hefur verið undirliggjandi milli Serbíu og Albaníu og Serbar eru enn ósáttir við að Kosovo, þar sem mikill meirihluti íbúa er alb- anskur, skuli hafa fengið sjálfstæði í stað þess að heyra undir Serbíu. Serbía og Albanía drógust saman í riðil í undankeppni Evrópumeist- aramótsins í knattspyrnu 2016 og var ljóst að meiri spenna yrði í kringum viðureignir þeirra en al- mennt gerist um landsleiki. Það kom líka á daginn. Ef marka má lýsingu albanska knattspyrnu- sambandsins köstuðu stuðnings- menn serbneska liðsins grjóti í rútu albanska landsliðsins á leið þess á völlinn. Þegar leikmennirnir voru að ljúka upphitun „rigndi yfir þá smápeningum, kveikjurum og öðrum hlutum þegar þeir gengu að göngunum“ inn í búningsklefana. Meðan á upphituninni stóð öskruðu áhorfendur „drepið Albanana“ og nokkrum tugum serbneskra stuðn- ingsmanna tókst að ryðja sér leið inn á völlinn. Lætin héldu áfram eftir að leik- urinn hófst. Smápeningum, kveikj- urum, hörðum hlutum og flugeldum var kastað inn á völlinn og sér- staklega beint að þremur albönsk- um leikmönnum, sem voru að hita upp. Þegar flygildið birtist með fán- ann í eftirdragi á 41. mínútu fyrri hálfleiks fór allt úr böndunum. Serbneskur leikmaður stökk upp og náði í fánann. Þá kom albanskur leikmaður og hrifsaði hann af hon- um. Brátt voru leikmenn farnir að slást og lögregla reyndi að halda aftur af áhorfendum, en mátti ekki við margnum. Dómarinn ákvað að stöðva leik- inn og þegar albönsku landsliðs- mennirnir hlupu af velli rigndi enn yfir þá smáhlutum. Forseti Serb- íu, Tomislav Nikolic, sagði að það hefði verið „augljós ásetningur“ þeirra, sem báru ábyrgð á flygild- inu, að „kynda undir óreiðu í Serb- íu og reyna að grafa undan stöð- ugleika á svæðinu öllu“. Málið tók á sig farsakennda mynd þegar Ivica Dacic, utanrík- isráðherra Serbíu, bætti um betur, lýsti uppákomunni sem vandlega skipulagðri „pólitískri ögrun“ og sakaði bróður Edi Rama, forsætis- ráðherra Serbíu, Olsi Rama, um að vera á bak við allt saman. Héldu serbnesk stjórnvöld því fram að hann hefði setið í heiðursstúkunni á vellinum með fjarstýringu og stýrt flygildinu og handtóku hann, en slepptu aftur. Olsi, sem var fagnað eins og hetju þegar hann sneri aft- ur til Albaníu, neitar. Ólga í Serbíu og Kosovo Eftir leikinn var ráðist á verslanir í Serbíu í eigu Albana, rúður brotn- að og eldsprengju hent inn í bak- arí. Á leik Rauðu stjörnunnar í Belgrað um helgina brenndu stuðn- ingsmenn liðsins albanskan fána. Í Pristina, höfuðborg Kosovo, söfnuðust 5.000 manns saman, sem höfðu verið að horfa á leikinn í sjónvarpi, og hrópuðu „Stór- Albanía“ og „sigur“. Daginn eftir fóru hundruð menntaskólanema um borgina og hrópuðu „Stór-Albanía“. Á myndinni á fánanum í flygild- inu voru sýndar útlínur Albaníu eins og landið hefði auk Kosovo verið sameinað svæðum þar sem Albanar búa í Svartfjallalandi, Makedóníu og suðurhluta Serbíu. Ástandið hefur eitthvað róast eftir að leikurinn fór fram. Enver Hoxhaj, utanríkisráðherra Kosovo, og Ditmir Bushati, utanríkis- ráðherra Albaníu, heimsóttu Serbíu á fimmtudag. Var þetta fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Kosovo frá því að landið lýsti einhliða yfir sjálfstæði 2008. Þegar Ivica Dacic, utanríkisráðherra Serbíu, tók á móti þeim kvað við annan tón en eftir landsleikinn. Sagði hann að at- burðirnir á leiknum sýndu „hvað mikið þarf til að koma á stöðug- leika á svæðinu … og hvað lítið þarf til að eyðileggja það allt og spilla samskiptum“. Boltabál á Balkanskaga ALLT FÓR Í BÁL ER ALBANSKUR ÁRÓÐURSFÁNI Í FLYGILDI BIRTIST ÞAR SEM SERBAR OG ALBANAR ÖTTU KAPPI. MÁL- IÐ VARÐ FARSAKENNT ÞEGAR BRÓÐIR FORSETA ALBANÍU VAR SAGÐUR HAFA STÝRT FLYGILDINU ÚR HEIÐURSSTÚKU. Leikmenn Albaníu leita skjóls á meðan serbneskir áhorfendur láta smáhlutum rigna yfir þá á landsleiknum í Belgrað. AFP * Ég óttast að þessi hugmynd [um Stór-Albaníu] sé þvímiður martröð, sem aðeins er til í huga Serbíu. Hún hefuraldrei verið hluti af okkar áætlunum eða pólitísku markmiðum. Ditmir Bushati, utanríkisráðherra Albaníu. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is Grunnt hefur verið á því góða milli Albana og Serba í aldanna rás. Eftir að Sovétríkin liðuð- ust í sundur brutust út blóðug stríð á Balkanskaga og gamla Júgóslavía leystist upp í sex hluta. Serbneski herinn barðist við sveitir albanska meirihlut- ans í Kosovo 1998-1999. 1999 gerði Atlantshafsbandalagið loftárásir á Serba til að stöðva þjóðernishreinsanir þeirra í Kosovo. Loftárásirnar stóðu í 78 daga. Kosovo lýsti yfir sjálfstæði 2008 og hafa rúmlega 100 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins. Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði Kos- ovo. Leikmaður Serba, Stefan Mitrovic, grípur áróðursfánann. SERBÍA OG KOSOVO HEIMURINN SVISS Búið verður að fram óla-veirunni í árslotilraunabóluefni við eb að sögn ðisstofnunarinnarAlþjóðaheilbrig (WHO). nda skammta verða tilbúinNokkur hundruð þúsu mögulega verður hægt aðfyrir miðbik ársins og mönnum í Vestur-Afríku upbjóða heilbrigðisstarfs desember næstkomandi. Wbólusetningu strax á vara killi bjartsýni, bólefniðeigi að síður við of mi vorki lækhanna ágæti sitt. Sem stendur sé við ebólu. rinn M í Brasilíu – fy C co-leik 16 ð he kn aðfest H fær NIRUNDÚ pna„Það er mér sönn ánægja a ninguna í dagaUpplýsinga um@ScienceMus og hérað hafa yndi af því að sk evona að fól ðð stafni, sag i” gar eru gerðar til sýningarinnar seMiklar væntinfyrsta tísti á langri ævi ú ár hjá breska vísindasafninu.rjverið hefur í undirbún Á AS Í SY mu h st úk að slá, fe ðgið mikil tíð i í uleikum A

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.