Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 35
og upprunalegt. „Menn eru sífellt að falsa söguna eða kríta mjög lið- ugt. Maður sér oft skuggalega gömul stofnár á þessum stóru brugghúsum og þegar það er skoð- að nánar kemur í ljós að ártalið er fengið frá elstu heimild um ein- hvers konar knæpurekstur eða bruggun í viðkomandi bæ. Við- skiptavinunum finnst gaman að þessum tiktúrum og hefðum. Fyr- irtækin gera sér grein fyrir því og spila inn á það. Það eykur stemn- inguna í kringum bjórdrykkjuna. Á sumum stöðum verða glösin að vera með ákveðnum hætti, bjór þarf að hella með vissum leiðum eða aðeins neyta á tilteknum tím- um. Það er hinsvegar mjög mis- jafnt hvað þetta stenst vel vís- indalega skoðun.“ Í gegnum kennslu sína í Bjór- skólanum komust höfundar að því að áhugi væri fyrir svona bók. „Í framhaldi af kennslu hefur verið talsvert um það að biðja mann að ræða um bjór hjá einhverjum fé- lagasamtökum. Við höfum líka ver- ið með sögugöngu í miðbænum. Með þessu safnast hjá manni ein- hverjir punktar og maður skynjaði líka áhugann. Það vantar tilfinn- anlega eitthvað um íslenska bjór- inn fyrir alla ferðamennina sem hingað koma, það er kannski næsta verkefni hjá okkur. Það er eðlilegt þegar fólk er á ferðalagi að það vilji drekka eitthvað staðbundið.“ Er mikill Belgavinur Bókin er mjög fyndin á köflum, ekki síst lýsingarnar sem fylgja hverjum bjór á því hvaða týpur drekki bjórinn. Þetta er þó engin prédikunarbók og tilgangurinn er alls ekki að segja fólki hvað það má og má ekki. „Það er nú þannig að fólk getur auðveldlega komið sjálfu sér á óvart varðandi bjór. Við höfum oft lent í því í tengslum við vinnuna í Bjórskólanum. Við fáum til okkar fólk sem segist ekki gefið fyrir bjór en það er í raun að segja að það kunni ekki að meta algengasta, ódýrasta, ljósa lag- erbjórinn. Breiddin er svo mikil og flestir eða allir finna eitthvað við sitt hæfi.“ En skyldi Stefán eiga sér uppá- halds bjór? „Ég er mjög mikill Belgavinur þegar kemur að bjór. Sérstaklega eru það þessir vel sterku, sætu bjórar sem bruggaðir eru af kaþ- ólsku munkunum í Belgíu, sem eru hæglega tíu prósent að styrk. Belgarnir hafa áratugareynslu af þessum sterka bjór og eru algjörir meistarar í að fela akóhól. Það er vert að hafa í huga að þetta er bjórinn sem er gott að taka einn og einn yfir sjónvarpinu. Ef menn ætla að fara út á galeiðuna þá er mælt með því að fara í mildara og viðráðanlegra efni.“ 26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 „Stílar bjórs eru margir og misjafnir. Að skilgreina þá og fjalla um af ein- hverri dýpt er efni í sérstakt rit. Hér verður notast við algengustu túlk- anirnar, því eins og sérfræðingarnir vita eru undantekningarnar frá regl- unum margar. Stílar skiptast í þrjá flokka: lagerstíla, ölstíla og sjaldgæfari sjálfgerjaða stíla,“ stendur í bókinni. Í kaflanum um bjórinn Dead Guy Ale er kafli þessu tengdur sem sýnir jafnframt stílinn á bókinni: „Skrepptu nú út í búð fyrir mig og kauptu öl!“ Með þessum orðum sendi amma annars bókarhöfundar hann út í sjoppu, barnungan. Oftar en ekki fylgdu einnig fyrirmæli um að kaupa sígarettur, enda ekkert talið eðlilegra en að börnum væri selt tóbak. Með „öli“ átti gamla konan þó ekki við áfengan bjór, enda slíkt góss aðeins í höndum þeirra sem þekktu sjómann eða flugfreyju. „Öl“ merkti allt gos, sódavatn og malt sem finna mátti í hnausþykkum goskæli söluturnsins. Kæruleysislega hugtakanotkun Ís- lendinga á öllu sem tengdist öli má skýra með bjórbanninu. En aðrar þjóðir verða stundum uppvísar að ónákvæmni. Einkum er það algengt í Bandaríkjunum þar sem framleið- endur eiga það jafnvel til að kalla lag- erbjóra öl og merkja öl sem lager. Dæmi um þetta er Dead Guy Ale frá Rogue-brugghúsinu í Oregon. Það er lagerbjór að þýskri fyrir- mynd, svokallaður Maibock. Í Bæjaralandi tók bjórdrykkja mjög mið af gangi árstíðanna. Á sumrin voru léttir, ljósir og svalandi bjórar í fyrirrúmi. Með haustinu rann upp tími Bock-bjóranna sem eru dekkri og sterkari, byrjað var á sex prósent- afbrigðunum en eftir því sem leið á veturinn urðu blöndurnar sterkari, jafnvel allt upp í tólf prósent.“ Svona eru síðan bjórtegundirnar skilgreindar en flestir bjórar eru annað hvort lager- eða ölbjórar: Lager Lagerbjórar eru undirgerjaðir bjór- ar sem gerjast við lægra hitastig og taka þar af leiðandi í sig minna bragð. Öl Yfirgerjaðir bjórar gerjast við hátt hitastig og eru þar af leiðandi bragð- meiri og með fjölbreyttari tóna en undirgerjaðir. Þess vegna eru ölstíl- arnir í þessum flokki töluvert fjöl- breyttari en lagerbjórarnir. Sjálfgerjaðir bjórar Bjórar sem gerjast með villtu geri við ýmsar aðstæður. Oftast gerj- aður í sundlaugum og með því geri sem finnst í loftinu á hverjum stað. Einnig er hann stundum gerjaður í tunnu eða einhverju bætt út í hann, eins og til dæmis sætum berjum. Mismunandi bjórstílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.