Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Græjur og tækni Í ritgerð Anne Franzisku Müller frá Háskóla Íslands kemur fram að 78,4% stúdenta höfðu veðjað á netinu síðastliðið ár. 1.230 stúdentar tóku þátt í könnuninni og var meðalaldur svarenda 29,63 ár. 33% voru karlar en 67% konur. Stúdentar veðja á netinu Kíkt í framtíðina með alvörutækni GRÍÐARLEG EFTIRVÆNTING ER EFTIR NÝJUSTU TEIKNIMYND DISNEY, BIG HERO 6, EFTIR VELGENGNI FROZEN. VIÐ FYRSTU SÝN VIRÐIST MYNDIN GERAST Í NÁNUSTU FRAMTÍÐ EN FRAMLEIÐENDURNIR, SEM ERU ÞEIR SÖMU OG GERÐU FROZEN OG WRECK IT RALPH, NOTAST EINGÖNGU VIÐ TÆKNI SEM NÚ ÞEGAR ER TIL. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Yfirlitsmynd yfir borgina þar sem Hiro og félagar búa, San Fransokyo. Borgin er hálfgerð samsuða af San Francisco í Bandaríkjunum og Tókýó í Japan. ið að undanfarin misseri. „Við sáum þennan ótrúlega handlegg sem þau hafa verið að vinna að undanfarin ár. Hann getur gert einfalda hluti nú þeg- ar eins og að bursta tennur en möguleikarnir eru endalausir,“ sagði annar leikstjóri mynd- arinnar, Don Hall, í kynning- armyndbandi Disney. Þegar Hiro og Baymax ákveða að fara að berjast við vondu kall- ana hannar Hiro á Baymax bún- ing sem minnir einna helst á búning Járn- mannsins eða Iron Man. Búninginn hannar hann í tölvu og prentar með þrí- víddarprentun sem er komin lengra í þróun en margan grunar. Kannski ekki alveg jafnlangt og myndin sýnir en nú þegar er hægt að fá mat prentaðan, sjúklingar geta fengið grædda á sig prentaða húð og svona mætti lengi telja. Rafmagn í háloftunum Borgin sjálf er auðvitað tilbún- ingur þótt framleiðendur styðjist við bæði San Francisco og Tókýó enda kalla þeir hana San Franso- kyo. Í myndinni er búið að búa til 83 þúsund byggingar, 260 þús- und tré, 215 þúsund götuljós og 100 þúsund farartæki. Þá bjó Disney til forrit sem kallast Deni- zen og býr til mismunandi andlit á vegfarendur þannig að engin tvö andlit í myndinni eru eins. Forritið var notað fyrst í Frozen- myndinni og bjó þá til snjókorn. Á himninum yfir borginni sést það sem virðist vera loftbelgir en er í raun vindtúrbínur sem eiga að beisla orku vindsins og búa til rafmagn fyrir borgina. Þessi tækni er nú þegar til og hönnuð af fyrirtæki sem kallast Altaeros Energies og er hluti af MIT- tækniháskólanum í Boston. Þótt myndin líti út eins og framtíðarmynd er ekkert notað í henni sem ekki er til nú þegar. „Myndin er lítið ástarbréf til tækninnar sem er að koma,“ sagði John Lasseter, æðsti stjórnandi Disney-teiknimynd- anna, í samtali við tæknivefinn Engadget.com. B ig Hero 6-teiknimyndin frá Disney er sögð eiga að koma í kvikmyndahús í nóvember en hún ger- ist í borginni San Fransokyo, sem er einhvers konar sam- suða af San Francisco í Bandaríkjunum og Tókýó í Japan. Hún fjallar um ung- lingspiltinn Hiro Hamada og vin hans, vélmennið Baymax, sem berjast við vonda kalla og reyna að stöðva glæpi. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón er myndin sögð bráðfyndin. Þegar rúllað er yfir fyrstu stiklu myndarinnar mætti ætla að hún væri gerð í nán- ustu framtíð en við nánari skoðun kemur í ljós að tækn- in á bak við myndina er öll til. Innblásið frá háskóla Vélmennið Baymax er gert úr uppblásnu efni og er svokallað mjúkt vélmenni (e. soft robot). Liðið á bak við myndina, leik- stjórar, teiknarar og handritshöfundar, fór í heimsókn í Carn- egie Mellon-háskól- ann í Pittsburgh og skoðaði þar mjúka vélmennið; handlegg sem há- skólinn hefur hannað og unn- Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Kúla kynnti í vik- unni nýjustu vöru sína, Kúla Bebe – þrívíddar- búnað fyrir linsur snjallsíma. Lausn Kúlu er sú eina sinnar tegundar í heiminum þar sem hún virkar á fjölmargar tegundir snjallsíma og hægt er að skoða útkomuna með nánast hvaða þrívídd- araðferð sem er. Tækið er pínulítið og auðvelt að smella því á símann. Með Kúlu Bebe fylgir Bíóbox Kúlu, sem gerir notendum kleift að skoða myndirnar sam- stundis í þrívídd. Íris Ólafsdóttir, stofnandi Kúlu, segir að það sé engu líkt að taka upp í þrívídd. „Mér finnst hobbitar og geimverur mjög skemmtileg í þrívídd en þau jafnast ekkert á við að skoða þrívíddarmyndir af dóttur minni þegar hún var lítil, ömmu og öllum dýrunum sem ég hef ljósmyndað í þrívídd svo eitthvað sé nefnt. Í sumar tók ég upp þrívíddarmyndskeið af Dettifossi og Jökulsárgljúfri og þegar ég skoða myndbandið renna eftir brún gljúfursins finn ég fyrir lofthræðslu,“ segir Íris. Íslensk þrívídd ÍSLENSK VARA SEM NEFNIST KÚLA BEBE OG ER TIL AÐ TAKA ÞRÍVÍDDARMYNDIR MEÐ SNJALLSÍMUM VAR KYNNT Á FJÁRMÖGN- UNARSÍÐUNNI KICKSTARTER Í VIKUNNI. Markmið Írisar er að safna 40.000 bandaríkjadölum sem svarar til tæplega 4,8 milljóna íslenskra króna, til fjármögnunar á bæði Kúla Deeper og Bebe. Vivino-smáforritið getur þekkt vínflöskur með einni mynd og sagt notandanum hvaða vín hann er að fara að drekka, hvort það hentar með matnum sem hann er með á boðstólum, hvað meðalverðið er í heiminum og sögu þess. Gert í raun hvaða vínskussa að sérfræð- ingi. Forritið kom í google play store og Apple-búðina árið 2011 og fékk strax góðar viðtökur. Rúmlega þrjár milljónir flaskna eru í gagnagrunni appsins frá rúm- lega 100 þúsund framleiðendum. Danirnir Heini Zachariassen og Theis Sondergaard eiga hugmynd- ina að forritinu og er það alfarið búið til í Danmörku en fyrirtækið er núna með skrifstofur í San Francisco, Úkraínu og Indlandi. Vivino er frítt hjá Google og Apple en þá birtast auglýsingar með. Einnig er hægt að kaupa forritið og þá birtast engin skila- boð. APP VIKUNNAR Þekktu vínflöskurnar Frá vinstri: Wasabi, Honey Lemon, Hiro, Baymax, Gogo og Fred.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.