Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 44
Fjármál
heimilanna
AFP
*Hver vill ekki vera lögfræðingur eða læknir? Við-skiptajöfur eða valdamikill pólitíkus? Kannski er samtvert að skoða óhefðbundnari störf, sem gefa samt vel íaðra hönd. Hvern hefði t.d. grunað að græða má mik-ið á að kafa eftir golfkúlum. Bandarískir golfkúlukaf-arar, sem hreinsa tjarnir golfvalla geta vænst 6-12 millj-óna króna í árslaun. Algeng árslaun hjá fólki sem þrífur
vettvang glæpa eru 6 milljónir og þeir sem starfa við
að undirbúa lík fyrir greftrun fá um 5,5 milljónir á ári.
Undarleg störf fyrir ágæt laun
Á sunnudag kl. 16 mun Ágúst Ólafsson halda
ljóðasöngstónleika í Hannesarholti. Gerrit
Schuil spilar á píanó og verða flutt verk eftir J.
Brahms.
Hvað eruð þið mörg á heimilinu?
Við erum tvö, ég og kærasta mín, Eva Þyri
Hilmarsdóttir píanóleikari
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Egg, lýsi, epli og grænmeti í morgunorku-
drykkinn. Svo pössum við okkur á að eiga allt-
af hvítlauk, hann fer í flestalla rétti heimilisins.
Hvað fer fjölskyldan með í mat og
hreinlætisvörur á viku?
Höfum bara aldrei tekið það saman beint og
svo kaupum við oft til skiptis inn og því erfitt
að henda reiður á því.
Hvar kaupirðu helst inn?
Í Bónus og Krónunni þar sem þær verslanir
bjóða upp á besta verðið, en við förum reglu-
lega í kaupleiðangra í Víði til að kaupa fersk-
vörur og Kost til að kaupa magnpakkningar
eða einstaka vörur á tilboðsverði.
Hvað freistar helst
í matvörubúðinni?
Lífrænu vörurnar hafa sérlega mikið aðdrátt-
arafl af einhverjum sökum. Lífræna teið er svo
ómótstæðilegt að tehillan er orðin stútfull.
Það er því búið að loka á frekari tekaup þang-
að til birgðir hafa minnkað verulega.
Hvernig sparar þú í heimilishald-
inu?
Með því að finna hagstæðasta verðið og kaupa
ekki of mikið. Synd að þurfa að henda mat.
Hvað vantar helst á heimilið?
Frystikista er ofarlega á listanum.
Eyðir þú í sparnað?
Frystikistan myndi víst flokkast undir
eyðslu í sparnað.
Skothelt sparnaðarráð?
Tja… nú veit ég ekki um skothelt enda
ekki víst að ráðið henti öllum, en ég þyk-
ist hafa sparað mér heilmikið á því að
kaupa mér ekki kort í líkamsrækt síðan
ég fluttist aftur heim til Íslands. Skokka
bara þegar veður leyfir og syndi annars.
Það er svo mikil snilld að geta að sundi
loknu rennt sér niður spennandi vatns-
rennibraut, jafnvel þótt maður þurfi að
þola glottið í fullorðna fólkinu í pottinum
á eftir.
ÁGÚST ÓLAFSSON SÖNGVARI
Með hillu fulla af lífrænu tei
Ágúst segist m.a. spara með því að kaupa ekki lík-
amsræktarkort en skokka og synda í staðinn.
Morgunblaðið/Ómar
Aurapúkinn veit að það er dyggð
að fara vel með peninga, en hann
veit líka að allt er gott í hófi.
Það minnti Púkann á gidi hóf-
seminnar þegar hann sá glefsu úr
sjónvarpsþáttunum Extreme
Cheapskates.
Þar var skyggnst inn í líf
bandarískrar fjölskyldu sem
gengur svo langt í sparnaðinum
að allir fjölskyldumeðlimir baða
sig úr sama, kalda baðvatninu. Í
stað salernispappírs notar fjöl-
skyldan gömul dagblöð sem hún
fær gefins.
Verst er að greinilegt er að
unglingurinn á heimilinu líður
fyrir þessar öfgar í sparnaði. Það
gerir engum gott að vera alinn
upp á heimili þar sem ekki má
eyða krónu.
Að mati Púkans ætti fólk að
gæta sín á því að ganga ekki of
langt í sparseminni. Lífið er
verðmætara en svo að hægt sé
að sóa ævinni í litlausan og
bragðlausan meinlætalifnað. Það
er eitt að hafa ekki kampavín og
kavíar í hvert mál, og annað að
lifa ekki á öðru en vatni og
brauði.
púkinn
Aura-
Ekki spara
of mikið
F
yrr í vikunni var Mark Zuc-
kerberg gestur á ráðstefnu
við Tsinghua-háskólann í
Beijing. Þegar hann fékk
hljóðnemann í hendurnar tóku
gestir andköf.
Zuckerberg talaði nefnilega við
hópinn á reiprennandi kínversku.
Kom í ljós að samhliða því að
stýra vinsælasta samfélagsvef
heims og raka saman milljörðunum
hafði tíundi ríkasti maður heims
dundað sér við að ná valdi á einu
erfiðasta tungumáli sem læra má.
Zuckerberg hefur það víst fyrir
sið að takast á við eina stóra per-
sónulega áskorun ár hvert og árið
2010 var áskorunin að læra mand-
arín. Hefur þar eflaust haft áhrif
að eiginkona Zuckerbergs er af
kínverskum uppruna og segist
tæknijöfurinn m.a. hafa viljað læra
málið til að geta kynnst betur kín-
verskumælandi tengdafólki sínu.
Naskir blaðamenn hafa þó bent
á að kannski sé besta ástæðan fyr-
ir tungumálanámi Zuckerbergs að
Facebook er lokað í Kína. Ef
tungumálakunnátta hans dugar til
að heilla Kínverja upp úr skónum
og losa um hömlurnar þá myndi
aðgangur að kínverskum netnot-
endum vera milljarða virði.
Nokkrar milljónir yfir ævina
En ekki eru allir Zuckerberg og
við hæfi að spyrja hvers virði það
sé fyrir hinn almenna borgara að
læra erlent tungumál.
Bandarískar rannsóknir benda
til að heilt yfir sé ávinningurinn lít-
ill, en mjög breytilegur eftir því
hvaða tungumál fólk lærir.
Albert Saiz við Pennsylvaníuhá-
skóla reiknaði það út að dæmigerð-
ur Bandaríkjamaður geti reiknað
með 2% launahækkun, að jafnaði,
út á það að að tala fleiri en eitt
tungumál. Spænskukunnátta gefur
minnst í aðra hönd, eða 1,5%
hækkun, franskan skilar 2,3%
hækkun og þýska 3,8%.
Þetta eru ekki háar fjárhæðir en
safnast upp yfir ævina, sérstaklega
ef fólk er með meiri menntun og
þar af leiðandi hærri viðmiðunar-
laun. The Economist reiknar út að
miðað við u.þ.b. 5,4 milljónir króna
í byrjunarárslaun verði 2% launa-
hækkun að um 8 milljónum króna
yfir 40 ára starfsævi. Sá sem talar
fína þýsku og fær 3,8% hærri laun
hagnast, miðað við sömu forsendur,
um 15,6 milljónir yfir ævina.
Munurinn á arðsemi tungumál-
anna virðist helst liggja í því að í
Bandaríkjunum eru spænskumæl-
endur fleiri og þýskumælendur
mun færri. Reglur framboðs og
eftirspurnar virðast því ráða hvaða
mál gefur mest í aðra hönd.
Námslán í boði
En hvað þýðir þetta fyrir Íslend-
inga? Fyrst er að reyna að velja
mál sem er eftirsótt á vinnumark-
aðinum og ekki talað (vel) af of
mörgum. Það gæti t.d. verið að
spænskukunnáttan sé verðmætari
hér á landi því spænskumælandi
eru frekar fágætir borið saman við
t.d. þýsku- og frönskumælandi.
Svo er rétt að minna á að LÍN
lánar fyrir tungumálanámi við út-
lendingadeidir háskóla erlendis, að
vissum skilyrðum uppfylltum, í eitt
til þrjú misseri eftir því hvaða
tungumál fólk hyggst læra.
Gæti verið ógalið að taka syrpu í
Istanbúl, Moskvu eða Tókýó og sjá
hvað það gerir fyrir launamögu-
leikana að geta „tekið Zuckerberg-
inn á þetta“ á næstu ráðstefnu eða
viðskiptafundi.
MONTREZ-MOI L‘ARGENT
Borgar sig að læra
erlend tungumál?
BANDARÍSKAR RANNSÓKNIR BENDA TIL ÞESS AÐ TUNGUMÁLAKUNNÁTTA HAFI FREKAR
LÍTIL ÁHRIF Á TEKJUMÖGULEIKA FÓLKS, EN ÞAR MEÐ ER EKKI ÖLL SAGAN SÖGÐ.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Facebook-milljarðamæringurinn Mark Zuckerberg kom öllum á óvart með því að halda uppi samræðum á kín-
versku í 30 mínútur. Ef það blíðkar kínversk stjórnvöld gæti samfélagsvefurinn risavaxni grætt marga miljarða.
AFP