Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 48
G abríela Friðriksdóttir er ein- staklega heillandi listakona. Yfir henni er ákveðin dulúð sem gaman er að velta fyrir sér. Blaðamaður heimsótti hana á dögunum og spjallaði við hana á heim- ili hennar í miðbænum. Íbúðin er fagurlega skreytt málverkum og munum, aðallega eftir Gabríelu sjálfa, sem kalla á frekari skoðun. Á heimili hennar er góður andi og gott að vera. Það tæki forvitinn gest, eins og undirritaða, dágóðan tíma að ná að virða fyrir sér allt þar inni sem augað gleður. Sem betur fer kom blaðamaður á sama tíma og ljósmyndari og fékk því smátíma til að virða fyrir sér hrífandi umhverfið. Um þessar mundir er Gabríela með fing- urna í mörgum skemmtilegum verkefnum. Ber þar hæst óvenjulega kvikmynd, málverka- sýningu og einnig mun ein stærsta sýning hennar, Crepusculum, koma til landsins á næstu mánuðum. „Nákvæmlega núna eru ákveðin tímamót hjá mér. Ég er að vinna að verkefnum sem eru ólík þeim sem ég hef unnið áður,“ segir Gabríela. Hún vinnur nú að handriti að kvik- mynd með frönskum kvikmyndagerðarmanni, Pierre-Alain Giraud. „Kvikmyndin er mikil handverksmynd og verður afar sérstök. Þetta verður leikin mynd í fullri lengd en fer einnig út í teikningu og skúlptúr eða animation og stop animation. Sagan er að mestu leyti kom- in en nú erum við að setja kjötið á beinin.“ Hún segir það gamlan draum að skrifa hand- rit að svona kvikmynd sem sé nú að rætast. „Þetta er nokkuð sem mig hefur alltaf langað til að gera.“ Gabríela kynntist Pierre-Alain er hann starfaði hjá franska sendiráðinu á Íslandi, hann var tengiliður Frakka á Listahátíð í Reykjavík árið 2007 en þá var yfirskriftin Po- urquoi-Pas? – franskt vor. Gabríela var þá að vinna að verkefni ásamt franska tvíeykinu MMparis sem varð að stórum skúlptúr úr bronsi og nefnist Táknatré. Skúlptúrinn stendur fyrir framan Náttúrufræðistofnun í Garðabæ. „Fyndið hvernig fólk fléttast óvænt inn í líf manns. Pierre-Alain var að aðstoða okkur við þetta verkefni en var þá ekki byrj- aður í kvikmyndagerð. Síðar sækir hann um í skólanum og biður mig að skrifa meðmæli, sem ég og gerði. Það er búið að ganga af- skaplega vel hjá honum í þessu og hann er nú að vinna doktorsritgerð sinni frá London Film School og hefur tökur á sinni fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd í byrjun næsta árs.“ Sýnir loks á Íslandi Eitt af stærri verkefnum Gabríelu, Crep- usculum, var opnað í Schirn Kunsthalle í Frankfurt árið 2011. Það hefur ferðast víða um heim síðan þá og stefnir hingað til lands á næsta ári og verður til sýnis í Listasafni Ís- lands en Gabríela hefur ekki verið með sýn- ingu hér á landi í um átta ár. Sýningin verður hluti af Listahátíð í Reykjavík sem hefst í maí og ber yfirskriftina Saga – þegar listin segir frá. „Það hefur ekki verið tækifæri fyrir mig að taka þátt í sýningum hérna því ég hef ver- ið að sýna svo mikið erlendis,“ segir Gabríela. „Mig hefur lengi langað að sýna Crepusculum hér á landi. Sýningin er margvísleg. Þetta er pólýfónía eða margradda sýning. Það verður gaman að setja þennan risastóra skúlptúr upp í Listasafni Íslands.“ Annað verkefni sem er á döfinni hjá Gabrí- elu er málverkasýningin VARALITIR sem verður opnuð 1. nóvember næstkomandi í Hafnarborg og stendur fram yfir áramót. Gabríela tekur þátt í þeirri sýningu ásamt sjö öðrum listmálurum og er Birta Fróðadóttir sýningarstjóri. „Þetta er virkilega spennandi. Þarna verða fjölmörg og afar litrík málverk sem mér þykja mjög skemmtileg. Listamenn- irnir sem sýna eiga það allir sameiginlegt að mála fígúrur í verkum sínum og verður það svona þema sýningarinnar.“ Græðir á mistökum Gabríela er afar heimakær og nýtur þess að hafa vinnustofu sína heima. Þannig blandast heimilislífið við listina og umhverfið verður mun frjálslegra. Hún segir sig ákveðinn ein- fara en þykir þó afskaplega gott að vinna með hópi fólks. „Á köflum finnst mér gott að loka mig af og vinna einsömul en á slíkum stund- um er ég líka að safna orku saman í kjarn- anum. Síðan er ég tilbúin að vinna með fjöl- breyttum hópi af fólki. Þetta finnst mér skipta miklu máli,“ segir Gabríela sem bætir við að hún sé alltaf með einhver verkefni í gangi í stúdíóinu heima hjá sér. „Ég er alltaf að teikna og gera skúlptúra og málverk. Ég er ekki ein af þeim sem sitja og hugsa, ég vil frekar gera og hugsa. Hugmyndirnar koma í gegnum allt sem ég geri frá degi til dags og ég er stöðugt að vinna við einhver verkefni. Ég held að það sé mikilvægt hjá öllum sem stunda listir; það þarf að vinna eitthvað á hverjum degi til þess að fá útrás fyrir sköp- unina, því það skemmtilegasta við sköpunina er vinnuferlið sjálft. Listin snýst ekki endilega um lokaútkomuna heldur er vinnuferlið mjög gjöfult og færir manni margar hugmyndir. Í þessu ferðalagi sem vinnuferlið er gerist alltaf eitthvað sem maður græðir á eins og til dæm- is mistökin. Það finnst mér skemmtilegt og hefur alltaf verið mikill innblástur í minni sköpun, að eitthvað mistakist. Tilraunastarf- semi með efni hefur einkennt skúlptúrinn minn og í málverkum líka. Mér hefur alltaf þótt gaman og áhugavert að nota óhefðbundin efni á borð við deig, kaffi, leir eða mold, blanda þeim saman og sjá hvað gerist. Þá hef- ur oft eitthvað gerst sem átti ekki að gerast og þá græði ég á því.“ Hrifin af dekkri hliðinni Verk Gabríelu geta virst drungaleg og út- skýrir hún að það sé líklega hið hráa og áferð- armikla í verkunum sem hafi þau áhrif á fólk og einnig sú staðreynd að hún heillist mjög af frumstæðri list, sem oft á tíðum er afar bein- skeytt og framandi. „Ég hef alltaf verið heilluð af ýmiss konar symbolisma og gömlum andlegum kerfum. Þegar ég fer að lesa um ýmsar goðsagnir og því tengt opnast einhverjar gáttir. Ég sé hlut- ina fyrir mér myndrænt og þannig opnast margir möguleikar,“ útskýrir Gabríela sem nefnir í því samhengi mannfræðinginn Jac- ques Kerchache. Hún nær í þykka og þokka- lega bók um vúdúgripi. „Ég keypti þessa bók, sem er safn Jacques, þegar ég var stödd í París um árið. Þetta eru stórkostleg listaverk og það er sál í vúdúinu. Jacques dvaldi löngum stundum í Benín í Afríku og stúderaði vúdúmenninguna. Ég viðurkenni að ég er ansi heilluð af þessum gömlu andlegu kerfum en reyni að uppfæra yfir í nútímann. Ég vil tengja gamalt og nýtt og þannig búa til mögu- leika. Það kemur svolítið í ljós í verkunum mínum. Mér finnst gaman að spá í þetta og hef fyrir vikið verið kölluð gloppóttur spek- ingur. Vinur minn Jónas Sen kallar mig oft sérviskulegan speking,“ segir hún og hlær. „Hann segir að ég leyfi mér að tileinka mér ávextina úr ýmsum körfum og búi síðan til mína eigin speki úr alls konar speki, svona hentispeki. Það er mikið til í því en mér finnst það fínt því þá er maður frjáls en festist ekki í einhverjum ákveðnum farveg. Ég vil ekki festast í fanatík og mér finnst mikilvægt að reyna að snúa upp á hana. Þannig þjálfar maður innsæi sitt og verður opnari fyrir því að taka á móti einhverju sem kemur óvænt. Það er mikilvægt að reyna það – það er ekk- ert auðvelt. Oft er maður búinn að tileinka sér ákveðna skoðun fyrirfram og þá er ekki hlaupið að því að fleygja henni frá sér og taka hinn pólinn í málinu. En ég held að það sé góður eiginleiki að geta gert það.“ Ætlaði að verða forsætisráðherra Aðspurð hvort listin hafi alltaf legið beint við svarar Gabríela því neitandi. Hún segist hafa verið pólitískur krakki og listin langt í frá eitthvað sem heillaði á þeim tíma. „Ég ætlaði alltaf að verða forsætisráðherra,“ segir Gabrí- ela. „Ég ætlaði hins vegar ekki að vera al- þingismaður eða neitt slíkt, bara forsætisráð- herra strax. Og alls ekki forseti, því ég var búin að komast að því að forsætisráðherra réði öllu. Ég var mjög pólitísk sem krakki og fram á unglingsár en þá fór ég að gera mér grein fyrir því að það væri erfitt að breyta skoðunum annarra.“ Sérviskulegur spekingur LISTAKONAN GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR STENDUR Á TÍMAMÓTUM. HÚN VINNUR UM ÞESSAR MUNDIR AÐ KVIKMYND Í FULLRI LENGD ÁSAMT FRÖNSKUM KVIKMYNDAGERÐARMANNI OG MÁ SEGJA AÐ GAMALL DRAUMUR SÉ ÞVÍ AÐ RÆTAST. GABRÍELA HEFUR ALLTAF HEILLAST AF GÖMLUM ANDLEGUM KERFUM OG VILL BLANDA GÖMLU OG NÝJU Í LIST SINNI. HÉR ER KONA SEM FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „… ég leyfi mér að tileinka mér ávext- ina úr ýmsum körfum og búi síðan til mína eigin speki úr alls konar speki, svona hentispeki,“ segir Gabríela. * Ég vil ekki festast ífanatík og mér finnstmikilvægt að reyna að snúa upp á hana. Þannig þjálfar maður innsæi sitt og verður opnari fyrir því að taka á móti einhverju sem kemur óvænt. Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.