Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Qupperneq 52
*Hreyfing er eitt-hvað það allrabesta sem hægt er að gera fyrir líkamann en hún er léleg leið ef ætl- unin er að grennast. Heilsa 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Timothy Caulfield segist daglega rekast á ýmsar mýtur er tengjast heilsu og heil- brigðum lifnaðarháttum. Slíkar staðhæfingar segir hann oft reynast ótrúlega lífseigar enda virðast þær við fyrstu sýn eiga við rök að styðjast en gera það þó ekki þegar þær eru skoðaðar nánar. „Þegar maður hefur augun hjá sér leynast mýturnar mjög víða í daglegu lífi,“ segir Caulfield. „Ég á mér meira að segja nokkrar uppáhaldsmýtur. Mýtan um að allir þurfi að drekka sjö eða átta glös af vatni dag- lega er lífseig og eins það sem oft er kallað „spot reduction“, þ.e.a.s. sú hugmynd að mað- ur geti t.d. flýtt fyrir þyngdartapi á maga með því að gera magaæfingar. Uppáhaldið mitt er samt sú viðtekna skoðun að hægt sé að nota hreyfingu sem leið til að léttast. Sú er alls ekki raunin. Hreyfing er eitthvað það allra besta sem hægt er að gera fyrir líkamann en hún er lé- leg leið ef ætlunin er að grennast. Þá á ég ekki einungis við að hún sé léleg leið þegar hún er notuð ein og sér, heldur einnig með öðru, t.d. breyttu mataræði. Auðvitað er fólk misjafnt að gerð og brennsla getur t.d. verið mis- munandi á milli einstaklinga en þegar kemur að þyngdartapi er það fyrst og fremst hitaeiningafjöldi sem máli skiptir, þ.e. að innbyrtar hitaeiningar séu færri en þær sem brennt er yfir daginn. Það er hins vegar þekkt að hreyfing eykur matarlyst. Setjum sem svo að einhver skokki í hálftíma. Við það brennir við- komandi hugsanlega fjórðungi úr möffinsköku, það er ekki mikið meira en það. Það sem eftir lifir dags þarf ein- staklingurinn síðan að borða minna en ella ef hann ætlar sér að léttast en þar sem hreyfing eykur matarlyst og í raun næringarþörf þarf viljastyrkurinn að vera enn meiri en ann- ars til að halda aftur af matarlystinni.“ Aðspurður segir Caulfield sumar rannsóknir vissulega hafa sýnt fram á sam- band á milli hreyfingar og þyngdartaps. „Það getur þó átt sér Magaæfingar flýta ekki fyrir þyngd- artapi á maga, þó þær séu gagnlegar til að styrkja vöðva á því svæði. Caulfield segir það lífseiga mýtu að fólk þurfi að drekka 7-8 glös af vatni daglega. Mýta að hreyfing auki þyngdartap Morgunblaðið/Árni Sæberg aðrar skýringar, t.d. þær að þeir einstaklingar sem léttast og ná að halda sér í þeirri þyngd hafa sniðið sér heilbrigðan lífs- stíl. Hreyfingin er hluti af þeim lífsstíl en er ekki endilega or- sök þyngdartapsins. Um fylgnisamband á milli hreyfingar og grenningar væri þá að ræða, ekki orsök og afleiðingu. Ég er sammála því að hreyfing getur verið hluti af því að léttast en hún hefur ekki úrslitaáhrif líkt og margir halda,“ útskýrir Caulfield. „Þar fyrir utan eykur það enn á misskilninginn að langflestir ofmeta hversu miklu þeir brenna þegar þeir hreyfa sig. Þetta kom berlega í ljós í rannsókn sem gerð var í Kanada, þar sem einstaklingar hlupu á hlaupabretti og voru síðan beðnir að meta eigin brennslu. Allir ofmátu brennsl- una og sumir allt upp í fjórfalt. Eftir hlaupin var fólkinu leyft að borða að vild á kaffihúsi. Þeir sem höfðu hlaupið borð- uðu meira en þeir sem ekki höfðu hlaupið og ekki nóg með það, heldur innbyrtu hlaupararnir einnig meiri hitaeiningafjölda en þann sem þeir héldu að þeir hefðu brennt. Í þessari rannsókn leiddi hreyfingin því bein- línis til þyngd- araukningar,“ segir Caulfield en bætir því við að sjálfur hreyfi hann sig á hverjum degi. Flestir ofmeta brennslu og verðlauna sig með því að borða meira en brennt var með hreyfingunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.