Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Síða 56
Event, verk eftir Sigurð Guðmundsson frá árinu 1974.
Þ
essi verk Sigurðar Guðmunds-
sonar frá áttunda áratugnum
eru meðal eftirlætisljósmynda-
verka minna og þá er ég að tala
um alla ljósmyndasöguna,“ sagði
sænskur galleristi við mig í Berlín í liðinni
viku. Og mikil hrifning erlendra listáhuga-
manna á þessu merka tímabili í listsköpun
Sigurðar eru ekki nýjar fréttir; þegar ég
setti ásamt fleirum upp sýningu á verkum úr
íslenskri ljósmyndasögu í Moskvu fyrir rúm-
um áratug voru þetta til að mynda verkin
sem þarlendir sýningargestir þekktu og kom
ekki á óvart; þau hafa verið sýnd í söfnum
víða um lönd og haft áhrif víða. Saman eru
þau iðulega kölluð „Situations“ og eru án efa
með því merkasta sem íslenskur myndlist-
armaður hefur lagt til alþjóðlegrar listasögu.
Á dögunum kom út myndarleg bók, Danc-
ing Horizon – Ljósmyndaverk Sigurðar Guð-
mundssonar 1970-1982, á vegum Crymogeu
og var útgáfunni fagnað í Amsterdam í hinu
þekkta samtímalistasafni Stedelijk Museum,
um leið og þar var opnuð sýning á verkum
listamannins úr eigu safnsins. Sigurður bjó
um langt árabil í Hollandi, er vinsæll og virt-
ur listamaður þar, en hann býr nú að mestu
í Kína. Þegar við setjumst niður til að ræða
nýju bókina, sem veitir endanlegt yfirlit yfir
ljósmyndaverk þessara tólf ára, kemur í ljós
að verkin voru flest sköpuð í Hollandi.
„Já, þessi verk voru nær öll sköpuð í Hol-
landi. Og umsögnin sem ég fékk oft þar var
hvað ég færi vel með íslenskt landslag!“ seg-
ir Sigurður og hlær. „Það er svo skáldlegt
íslenska landslagið, eitthvað annað en hjá
okkur Hollendingum, sögðu þeir.
Einu sinni á þessum tíma, árið 1977, fór
ég í Íslandsferð og hugsaði mér gott til glóð-
arinnar. Ég ætlaði að skapa nokkur verk í
leiðinni og nota hreinan himin – því ég var
farinn að lenda í vandræðum í Hollandi
vegna þess hve mikið var af flugvélarákum á
himninum þar – og náttúru sem væri laus
við símastaura og raflínur. Ég var með mót-
aðar hugmyndir að verkum sem ég hugðist
gera.“ Sigurður opnar bókina og bendir á
tvö verk, Possibilities, þar sem hann sést
standa við dúkað borð úti í náttúrunni og á
því eru steinn, skór og pera, og Short
Dioscovery, þar sem hann sést benda á stein
með fingri sem logandi stjörnuljós er fest
við.
„Ég ætlaði að gera miklu fleiri verk en
þegar ég kom út í íslenskt landslag þá var
það of sterkt. Ég fann ekki jafnvægið sem
ég þurfti á að halda, náttúran var of yfir-
þyrmandi. Ég áttaði mig á því hvað hol-
lenskt landslag var hlutlaust, svo dauft. Ís-
lenska landslagið kæfði mig með mína litlu
póesíu. Verkin urðu aðeins tvö í ferðinni.“
– Íslensk listasaga segir frá fjölda ís-
lenskra listamanna sem læra og starfa er-
lendis og vinna þá út frá nærumhverfi sínu
þar, mannlífi og borgum, og láta hugann
jafnvel ekki hvarfla að náttúru, en þegar
þeir snúa heim til Íslands fer náttúran hér
að seytla inn í verkin.
„Jú, en náttúran dúkkaði ekki meira upp
hjá mér, því ég hljóp til baka til Hollands,“
segir Sigurður. „Eins og mér finnst íslensk
náttúra mögnuð og allt það þá náði ég ekki í
henni þessu perfekt sambandi milli mann-
gerðs ljóðs og náttúru. Að úr þessu tvennu
yrði ein heild.“
– Var íslenska náttúran of frek?
„Já,“ segir hann.
Ákveðin póesía, tilvist og ást
Nokkrar bækur hafa verið gefnar út um
myndlist Sigurðar. Hann hefur unnið í ýmsa
miðla og þekkja margir til að mynda skúlptúra
hans, á borð við eggin á Djúpavogi, „Eggin í
Gleðivík“, og fægða grjótið við Sæbraut í
Reykjavík, „Fjöruverk“, auk bókanna sem
hann hefur skrifað: Tabúlarasa (1993), Ósýni-
lega konan (2000) og Dýrin í Saigon (2010). Í
útgáfum um myndlist hans hefur verið ítarlega
fjallað um ljósmyndaverkin en í nýju bókinni
er hins vegar endanleg skrá yfir þau öll og út-
gáfur á þeim, auk inngangs Lily van Ginne-
ken, og þá er birt samtal ritstjórans, Kristínar
Dagmarar Jóhannesdóttur, við listamanninn.
„Mikil rannsóknarvinna liggur að baki þess-
ari bók,“ segir Sigurður og styður fingri á
kápu nýja verksins. „Fyrri bækur voru óná-
kvæmar.
Hér er þetta allt rétt, allar upplýsingar;
þetta er catalogue raisonné. Nú verður flett
upp í þessari bók til að vita hvað er satt og
rétt um þessi verk.“
Og Sigurður er ánægður með útkomuna,
hrósar vinnu þeirra sem komu að verkinu,
hönnun, skrifum sem prentverki.
„Viðtökurnar í Stedelijk-safninu á dögunum
voru mjög góðar. Um leið settu þeir upp þessa
sýningu með verkum úr bókinni, safnið þar á
mörg, alls á það yfir fimmtíu verk eftir mig;
auk ljósmyndaverka á það skúlptúra og annað
slíkt. Ég var hissa á því hvað þeir sögðust eiga
mikið.
En í gegnum það fjögurra ára ferli sem
unnið var að bókinni var hrist upp í ýmsum
safneignum og leiðréttingar gerðar. Sum verk-
anna höfðu jafnvel verið römmuð vitlaust inn,
þannig að ekki sást nema helmingurinn af
þeim.“ Sigurður brosir.
„Það þurfti að fara gegnum þetta allt saman
og á Evrópuferðum mínum var ég kallaður í
geymslur safna að fara yfir verkin. Í þessari
bók er þessi hluti ferils míns tæmdur, hvað
ljósmyndaverkin varðar, því ég gerði vissulega
objekta og ýmis önnur verk á sama tíma.“
– Þessi verk hafa notið mikillar hylli gegn-
um árin.
„Já, um allan heim. Ég hef oft verið spurður
hvers vegna þau hafi orðið þetta vinsæl. Án
þess að ég geti fullyrt eitthvað um það, þá tel
ég skipta máli að innihald þeirra er ekki dæg-
urmál líðandi stundar. Sumir listamenn gera
pólitísk verk, um aðskilnaðarstefnu eða eitt-
hvað annað, og það er hið besta mál, en ég get
ímyndað mér að slík verk eldist á fjörutíu ár-
um. Andi þessara verka hér er ákveðin póesía,
tilvist og ást, vangaveltur um dauðann og lífið;
allt eru þetta umfjöllunarefni sem fyrnast ekki
í mannheimi. Þetta eru sammannlegir þættir
og ég hugsa að það skipti máli …“
Hlegið inn í myndlistarverk
Elstu ljósmyndaverk Sigurðar, frá því um
1970, sýna þá Kristján bróður hans saman
með hugsana- og talblöðrur eins og í teikni-
myndum; í Horizontal Thoughts sitja þeir
saman í fjöru og hugsa um hafið, eins og sjá
má í hugsunum úr frauðplasti sem standa upp
af höfði þeirra. Í Eight Poems frá 1971 hefur
átta hlutum verið raðað á gólf, inniskóm, lykl-
um, brauði og fleiru, og eru hlutirnir taldir
upp á textaspjaldi sem er jafnstórt ljósmynd-
HEILDARYFIRLIT LJÓSMYNDAVERKA SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR FRÁ 1970 TIL 1982 KOMIÐ ÚT Á BÓK
Skemmtilega
tímasettar minningar
„NÚ VERÐUR FLETT UPP Í ÞESSARI BÓK TIL AÐ VITA HVAÐ ER SATT OG RÉTT UM ÞESSI VERK,“ SEGIR SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON MYNDLISTARMAÐUR UM NÝJA BÓK ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM LJÓSMYNDAVERK HANS.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Collage, 1979. Maður - Sigurður í fósturstell-
ingu - og höfuðskepnurnar loft, jörð og eldur.
Horizontal Thoughts, eitt elstu ljósmyndaverka
Sigurðar, frá árunum 1970/71.
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014
Listahátíðin 700IS Hreindýraland verður
opnuð í níunda sinn í dag, laugardag, klukkan
17, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þema hátíð-
arinnar í ár er ljóð á skjá, þar sem bæði er
unnið með listafólki sem vinnur með vídeó
og hljóð og texta og ljóð.
Sett hafa verið upp vídeóverk víða um
Sláturhúsið, eins og undanfarin ár, og mega
gestir búast við því að húsið sjálft verði not-
að fyrir sýningu utanhúss.
Fjölbreytileg verkin á sýningunni að þessu
sinni eru frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku,
Frakklandi, Hong Kong, Þýskalandi og Sví-
þjóð. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er
Kristín Scheving sem nýverið opnaði nýja raf-
listadeild í Listasafni Íslands, Vasulka-stofu,
og er hún deildarstjóri þeirrar deildar.
700IS HREINDÝRALAND OPNAÐ
LJÓÐ Á SKJÁ
Stilla úr kvikmynd Marie Thams, Postman’s
White Nights, sem verður sýnd á þriðjudag.
Dansflokkurinn frumsýnir verkið EMO1994
eftir norska danshöfundinn Ole Martin Meland.
Morgunblaðið/Þórður
Undir yfirskriftinni „Emotional“ frumsýnir Ís-
lenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu í
kvöld, laugardagskvöld, tvö verk eftir unga
og efnilega danshöfunda; „Meadow“ eftir
Brian Gerke og „EMO1994“ eftir Ole Martin
Meland.
Gerke hefur verið búsettur hér á landi frá
2007 og hlotið Grímuverðlaun. Við gerð
verksins sækir hann innblástur til æskuslóða
sinna í Montana í Bandaríkjunum. Útkoman
er hugnæmt dansverk sem reynir á tæknilega
færni dansaranna. Verk Melands er sagt
hrátt, kraftmikið og líkamlega krefjandi. Höf-
undurinn starfar með dansflokki í Noregi.
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
EMOTIONAL
Anna Jónsdóttir sópr-
ansöngkona heldur tvenna
útgáfutónleika nú um
helgina í tilefni af útgáfu
hljómdisksins „Var“. Á
honum eru fimmtán þjóð-
lög sem Anna syngur án
meðleiks, að undan-
skildum tveimur lögum þar
sem Svavar Knútur leikur
með henni á harmóníum.
Fyrri tónleikar Önnu verða í Ásmundar-
safni í dag, laugardag klukkan 17, og þeir síð-
ari í Akranesvita á morgun, sunnudag klukk-
an 15.
Hljómdiskurinn var hljóðritaður á tveimur
stöðum, í lýsistanki gamallar yfirgefinnar síld-
arverksmiðju í Djúpavík á Ströndum og í
Akranesvita. Að sögn Önnu var hljómburð-
urinn í tankinum í Djúpavík svo fullkominn
að meðleikur var óþarfur.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
VAR ÖNNU
Anna Jónsdóttir
Menning