Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Snæfellsnesi. Það hefur lengi verið stólpi atvinnulífsins í sinni heima- byggð með 90 starfsmenn. Það sinn- ir bæði útgerð og fiskvinnslu og hef- ur getið sér orð fyrir markvissa vinnu að því að auka arðsemina með bættri nýtingu hráefnis og heild- stæðri umhverfisstefnu. G. Run er rótgróið fyrirtækið. Rætur þess liggja sextíu ár aftur í tímann. Það er kennt við frum- kvöðulinn, útgerðarmanninn Guð- mund Runólfsson í Grundarfirði. Starfsemin hefur alla tíð snúist um útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Í núverandi mynd var fyrirtækið stofnað árið 1974 og efldist mjög á tíunda áratugnum eftir að það var sameinað frystihúsinu í bænum. Það er fjölskylda Guðmundar, sjö börn hans og einn frændi, sem á og rekur fyrirtækið. Starfsmenn eru 10% af öllum íbúum í Grundarfirði. Starfsemi G. Run er þríþætt, veiðar, landvinnsla og veiðar- færagerð. Fyrirtækið gerir út tvö skip, minni gerðir af skuttogurum. Þetta eru Helga SH 135 og Hringur SH 153. Þau eru með tíu manna áhöfn hvort. Skipin sækja eingöngu karfa, þorsk, ufsa og ýsu. Fiskurinn er ýmist unninn í frystihúsinu í bænum eða seldur ferskur úr landi. Skipin eru aðeins tvo til þrjá daga að veiðum í senn. Þau sigla heim þegar þau hafa fyllt sig. Þessi stutti tími veldur því að fyrirtækin geta boðið upp á ferskara og betra hrá- efni. Um leið leggur það lóð á vog- arskálar betri fjölskyldulífs sjó- manna sinna. G. Run fylgir markvissri um- hverfis- og samfélagsstefnu. „Við berum virðingu fyrir umhverfi okk- ar og því samfélagi sem við störfum í og leitumst við að skapa starfs- umhverfi sem laðar að hæfa starfs- menn,“ segir í stefnuyfirlýsingu fyr- irtækisins sem lesa má á vef þess. Fyrirtækið hefur markvisst leitast við að sameina fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning með því að bæta nýtingu hráefna, efna og orku sem notuð eru í starfseminni. Það hefur einnig lagt áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, óháð kyni, aldri eða þjóðerni. Boðið er upp á breytilegan vinnutíma og almennt ekki unnið lengur en átta tíma á sól- arhring þar sem því verður við komið sem er einkum í landvinnslu og netagerð. Dregið hefur úr þýðingu veiðar- færagerðar G. Run vegna tækni- framfara. Verkefnin á því sviði hafa aðallega falist í gerð botntrolla fyrir fiskiskip í Grundarfirði og þjónustu við rækjuveiðibáta á Breiðafjarðar- svæðinu. gudmundur@mbl.is Stólpi atvinnulífsins í sinni heimabyggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á veiðar Eitt af skipum G. Run, Hringur SH, stefnir út Grundarfjörðinn.  G. Run í Grundarfirði skapar níutíu manns atvinnu  Leggur áherslu á virðingu fyrir umhverfi og samfélagi Saltverksmiðja Norður & Co á Reykhólum hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Vestfjörðum. Fyrirtækið framleiðir flögusalt á umhverfisvænan hátt fyrir neytendamarkað. Það hefur skapað ný störf og nýtir affallsvatn sem áður fór til spillis. Rúmt ár er síðan framleiðslan hófst. Undir hana var byggt 540 fer- metra stálgrindarhús við höfnina á Reykhólum. Starfsemin útheimtir núna sjö störf; fjögur á staðnum, tvö í Reykjavík og eitt í Danmörku. Ekki er ólíklegt að starfsmönnum eigi eftir að fjölga þegar fram líða stundir. Hugmyndir um saltvinnslu úr sjónum við Reykhóla eru ekki nýjar af nálinni. Nefnd á vegum Danakon- ungs stakk upp á því fyrir 250 árum að hafin yrði saltvinnsla á staðnum. Vegna hafnleysis gekk það ekki, en í staðinn hófst saltvinnsla á Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp og stóð hún í tvo áratugi. Nú eru aðstæður breyttar, komin ágæt höfn og á staðnum er hin öfluga Þörunga- vinnsla sem nýja saltverksmiðjan fær affallsvatn frá. Að auki nýtir hún heitt vatn beint úr borholu. Framleiðslan er rekin undir nafninu Norðursalt. Auk flögusaltsins eru uppi áform um fleiri vörur, svo sem fiskisósu. Hugmyndin að saltverk- smiðjunni er komin frá frumkvöðl- unum Garðari Stefánssyni fram- kvæmdastjóra og skólabróður hans frá Árósum, Sören Rosenkilde. Öfl- ugur stuðningur frá nýsköp- unarsjóðum og stuðningsneti þeirra hefur gert þeim kleift að hrinda hugmyndinni sem kviknaði í námi þeirra í framkvæmd. gudmundur@mbl.is Með gæðasalt fyrir neytendamarkað Ljósmynd/Norður & Co. Saltvinnsla Við eimingu í heitu vatni verður saltið eftir.  Nýtir vatn sem áður fór til spillis Traust þekking ehf. í Borgarnesi hlýtur viðurkenningu Morgunblaðs- ins, Vitann 2014, á Vesturlandi. Fyr- irtækið hannar og framleiðir vél- búnað fyrir matvælavinnslu, skapar atvinnu fyrir tuttugu manns og tölu- verðar gjaldeyristekjur vegna sölu utanlands. Traust þekking er eitt fyrsta ný- sköpunarfyrirtækið hér á landi, stofnað af Trausta Einarssyni árið 1978. Starfsemin hefur frá upphafi snúist um að hanna og framleiða bún- að til að auðvelda vinnslu matvæla, einkum í sjávarútvegi. Þá veitir fyr- irtækið ráðgjöf á þessu sviði. Fyrsti búnaðurinn sem Traust þekking hannaði og framleiddi var til vinnslu loðnuhrogna. Ársvelta fyrirtækisins er um 350 milljónir. Eru tekjurnar mestar í er- lendum gjaldeyri. Framleiðsluvör- urnar eru fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna sprautuvélar, söltunar- kerfi, vinnslulínur, rækjuverk- smiðjur, skelverksmiðjur, reykverk- smiðjur og löndunarkerfi fyrir síld, loðnu og makríl með fiskidælum og færiböndum. Allur þessi búnaður er hannaður hjá fyrirtækinu og byggist á hugviti og þekkingu sem þar er til staðar. Nýjasta framleiðsluvaran er skurðvél sem sker afurðirnar í fyr- irfram ákveðnar stærðir eftir eðlis- þyngd hráefnisins. Notuð er þrívídd- ar-leysitækni til að greina lögun hráefnisins og reiknar vélin skammtastærðir út frá löguninni og þyngdinni. Vél þessi hentar til skurð- ar á fiski og beinlausum kjötafurðum. Að vélinni hefur verið unnið í tvö ár og er hin fyrsta sem framleidd hefur verið þegar seld til Spánar. Önnur ný framleiðsluvara fyrir- tækisins er afsöltunarvél. Um er að ræða nýja aðferð við að afsalta fisk í saltfiskframleiðslu. Endurnýtir vélin salt sem ekki nýtist við vinnslu og eykur þar af leiðandi nýtingu á hrá- efni til mikilla muna. gudmundur@mbl.is Ljósmynd/Traust þekking ehf. Búnaður Unnið að samsetningu matvinnsluvéla í Borgarnesi. Hannar búnað til matvælavinnslu  Einn af frumherjum í nýsköpun á Ís- landi  Skapar tuttugu manns vinnu 2014 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.