Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 13
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Eyjafirði en þessi 100 sem voru eftir um 1940 héldu sig á slóðunum norðan við Vatnajökul þar sem þau voru að mestu óáreitt.“ Á þessum tíma urðu ákveðin skil, sett voru ný lög og fyrsti hrein- dýraeftirlitsmaðurinn ráðinn: Frið- rik Stefánsson, bóndi á Hóli í Fljótsdal. Of margir tarfar „Friðrik áttaði sig á því að tarfar í hjörðinni voru orðnir of margir og fékk ráðherraleyfi til að hefja tarfaveiðar. Hann stjórnaði þeim og naut aðstoðar ýmissa góðra manna úr sveitunum. Þessar að- gerðir, skipun eftirlitsmanns og stýrð veiði, urðu til þess að hrein- dýrastofninn rétti mjög hratt úr kútnum og 1954 var veiðileyfum út- hlutað til sveitarfélaga í fyrsta skipti.“ Aðalsteinn á Vaðbrekku hóf hreindýraveiðar ungur sem fyrr segir, og var einmitt einn þeirra sem tóku þátt í tarfaveiðunum með Friðriki. „Þar voru líka heið- ursmenn eins og Gunnar A. Gutt- ormssson frá Litla-Bakka, Gutt- ormur Sigbjarnarson jarðfræðingur og Þorgils bóndi frá Sökku í Svarf- aðardal. Þegar ég áttaði mig á þessu fannst mér svo dýrmætt að vera samtíðarmaður veiðimanna sem þekktu upphaf hreindýraveiða þegar þær hófust á ný á 20. öldinni að ég yrði að ná frásögnum þeirra. Sumir þeirra eru enn að; Axel, sem er fæddur 1928, fór til dæmis með syni sínum og dóttursyni á hrein- dýraveiðar í haust og Gunnar A. Guttormsson, sem er ári yngri, var leiðsögumaður veiðimanna á liðnu hausti. Þá er Aðalsteinn enn að. Hreindýraveiðar hljóta því að gera manni gott!“ Hugmynd Guðna var fyrst og fremst að skrá frásagnir þessara mannna „en ég fór líka í gegnum heimildir og las mér til um fyrir- komulag sjálfra veiðanna og hvern- ig þær hafa þróast frá því dýrin voru friðuð fyrstu áratugi 20. aldar. Á árum áður keyptu menn leyfi af hreindýraeftirlitsmönnum og á tímabili voru líka stundaðar svo- kallaðar bændaveiðar þegar leyfum var úthlutað til sveitarfélaga. Það var ekki fyrr en árið 2000 að öll hreindýraleyfi voru seld sport- veiðimönnum. Ég reyni að ná utan um þessa sögu og svo tala ég líka við yngri veiðimenn.“ Til dæmis Sigurð Aðalsteinsson sem áður var nefndur. „Hann er með reyndustu leiðsögumönnum, mjög næmur og glöggur veiðimaður.“ Ævintýri Guðna finnst veiðarnar og allt sem þeim tengist heillandi. „Eitt orð nær yfir allt þetta: Ævintýri. Það er allt heillandi við veiðarnar: fé- lagsskapurinn, náttúran, ferðalagið um óbggðarnar og það að kynnast landinu og fólkinu sem ég hef kynnst. Að maður tali ekki um hreindýrakjötið sem er hreinlega besti matur sem maður fær. Af- burðagóður. Það er veisla alla daga þegar hreindýraafurðir eru á borð- um. Enda segir Pálmi Gestsson leikari í bókinni að hreindýrin drekki hreinasta vatnið, andi að sér hreinasta loftinu og éti hreinasta gróðurinn! Að vísu er spurning hvort þetta hafi átt við í haust, eft- ir að gosið hófst í Holuhrauni, en ég hef reyndar trú á því að dýrin forði sér og leiti á aðrar og betri slóðir.“ Guðni ítrekar að það séu ekki einungis veiðarnar sjálfar sem menn sækist í. Eins og Pálmi Gestsson leikari segir í viðtali við Guðna í bókinni: „Það að fara á hreindýr er ekki síst það að fara til Sigga. Hann er svo mikill karakter. Maður verður að fara í Vaðbrekku einu sinni á ári til að nærast andlega. Það er eitt- hvað það skemmtilegasta sem ég geri að hitta þá feðga, Sigurð og Aðalstein. Ef það þarf að stoppa einhvern upp í framtíðinni þá er það Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku!“ Sæunn Marinósdóttir, sem rætt er við í bókinni, fór í ævintýraferð til Grænlands í sumar og veiddi þar þennan fallega hreintarf í Breiðafirði. Hún veiddi fyrst hreindýr 2003, á Grænlandi. Guðni ásamt Hallfreði Emilssyni, vini sínum og veiðifélaga til margra ára. Hallfreður dó í haust og bókin tileinkuð honum. Ljósmynd/Stefán Hrafn Magnússon Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Margir mættu í vikunni í Vinahúsið Grund í Grundarfirði þegar haldið var upp á fimm ára afmælið þar. Vinahúsið, sem hefur aðsetur í Sögu- miðstöðinni við Grundargötu, er opið á mánudögum og miðvikudögum og stendur deild Rauða krossins í Grundarfirði að starfseminni. „Starfsemin hefur sannað gildi sitt. Hingað kemur 10 til 15 manna hópur, fólk frá tvítugu til áttræðs sem vill skapa sér betri aðstæður í lífinu. Vantar félagsskap og vill vera virkt í daglegu lífi. Hér er föndrað, pússlað, prónað, teiknað, lesið og svo framvegis. Þá höfum við fengið góða fyrirlesara, svo sem sálfræðinga og lækni,“ segir Steinunn Hansdóttir sem er í forsvari fyrir Vinahúsið. Starfsemina segir hún ætlaða öllum sem hafa helst úr lestinni, vegna til dæmis veikinda, slysa eða atvinnu- missi. „Hingað geta allir komið á sínum eigin forsendum,“ segir Steinunn. Þá er í Grundarfirði, í tengslum við Rauða krossinn svonefnd Karlakaffi alla þriðjudaga í húsi verkalýðs- félagsins. Umsjón með því hefur Móses Geirmundsson. GRUNDARFJÖRÐUR Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Virk í Vinahúsinu Steinunn Hansdóttir er í forsvari í Vinahúsinu vestra. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að semja við fyrirtækið VHE um byggingu leikskóla í Neskaup- stað. Tvö tilboð bárust, bæði yfir kostnaðaráætlun. Hún hljóðaði upp á 479 milljónir en VHE bauð 514. Ný leikskóli í Neskaupstað Fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember, verða 90 ár frá stofnun KFUM & K í Vestmannaeyjum. Af því tilefni verð- ur öllum velunnurum félagsins boðið til poppmessu í Landakirkju í kvöld, sunnudagskvöldið 23. nóvember. Poppmessa KFUM & K í Eyjum Sigrún Aðalsteinsdóttir frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal er að öllum líkindum fyrsta kona á Íslandi sem skaut hreindýr. Sig- rún, alltaf köll- uð Sída, hefur í áratugi búið á Akureyri. Í bók Guðna segir hún frá smalaferð ásamt Að- alsteini bróður sínum, Danna, að sumarlagi á síðari hluta fimmta áratug- arins, þegar hún var ungling- ur, líklega 16-18 ára. Danni hafði þá þegar fellt nokkur hreindýr þótt ungur væri að árum, tveimur árum yngri en Sída. Þau voru með riffil með sér að vanda, sem þótti eins gott ef rekist væri á ref, slasaða kind eða illa leikið lamb eftir hrafn eða ref. Þau sáu hreindýrahjörð og eftir að Danni hafði skotið tvö dýr sagði Sída við hann: „Nú er komið að mér,“ og tók riffilinn af bróður sínum. „Ég var hundvön að skjóta, það var ekki málið,“ segir hún við Guðna Einarsson. Sída hlóð riffilinn, miðaði á eitt dýrið, skaut og það féll steindautt, segir Guðni í bókinni. Þetta er eina hreindýrið sem Sigrún Aðalsteinsdóttir hefur veitt um ævina. FYRSTA KONAN Komið að mér Sigrún Aðalsteinsdóttir Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.