Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 15
testamentið í þessu sambandi en þar er alls kyns subbuskapur. Kristnin ber af miðað við ýmis önnur trúarbrögð og hún boðar kærleik. Kærleikurinn er líka í íslam en á síðustu fjórum árum hefur hann algjörlega týnst. Þeg- ar ég bjó í múslímskum löndum fyrir tíu til tuttugu árum var þar allt á blússandi uppleið. Þess vegna meðal annars er ömurlegt að fylgjast með framvindu mála þarna núna. Þar eru femínistar þótt áherslur þeirra sé ekki eins og hér, en það er ekki víst að vestrænir femínistar eigi alls staðar heima. Vestrænir femínist- ar eru örugglega ósammála þessu en þar sem ég tel mig til fem- ínista get ég sagt þetta hrein- skilnislega.“ Þú hefur verið að glíma við veikindi, hversu alvarleg eru þau? „Ég greindist með staðbundið krabbamein, æxli var nýlega tek- ið úr lunga. Ég þarf ekki að fara í frekari meðferð en það tekur mig nokkra mánuði að jafna mig. Þannig að ég má teljast heppin, þótt ekki hafi verið gaman að verða fyrir þessu.“ Fylgistu með jólabókavertíð- inni? „Ég skrifaði mikið um bækur í gamla daga, stundum um þrjár til fjórar bækur á viku, og fylgd- ist því mjög vel með jólabóka- vertíðinni. Eftir að ég hætti að gagnrýna gat ég ekki lesið bæk- ur í nokkur ár en svo jafnaði ég mig og fór að lesa aftur. Ég fylg- ist sæmilega með og hef afger- andi skoðanir á bókum. Þetta ár- ið líst mér vel á Orra Harðarson og Ófeig Sigurðsson. Sjálf mun ég svo vera eitthvað á ferðinni að lesa upp. Mér finnst óskaplega gaman að hitta fólk, ekki bara til að spjalla um bókina mína heldur rabba um lífið og tilveruna.“ „Ég veit ekki hvort ýmislegt sem ég segi þarna mælist vel fyrir eða ekki en það verður þá að hafa það.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg *Þetta fólk kvartaði alls ekki og égheld að það hafi haft áhrif á mig.Nú eru allir svo opnir og ef eitthvað ber út af þá eru menn byrjaðir að kvarta. Þessi endalausa tilfinningalega opnun í nútímanum er góð svo langt sem hún nær, en hún nær ekki alltaf mjög langt. 23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.