Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Síða 17
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Hvað og hvenær? Leiksýning án orða fyrir 18 mánaða til sex ára börn. Lokasýningar í Kass-
anum, Þjóðleikhúsinu, laugardag kl. 14 og 16 og sunnudag kl. 14 og 16. Miðaverð: 2.200 kr.
Nánar: Leiksýningin Fiskabúrið er upplifunar- og skynjunarsýning fyrir börn. Skýjasmiðjan
setur á svið og eru lokasýningar núna um helgina. Nánar á www.thjodleikhusid.is.
Margslunginn ævintýraheimur
Garpur I. Elísabet-
arson kvikmynda-
gerðarmaður býr í
Kanada með fjöl-
skyldu sinni en er
nýkominn til lands-
ins vegna vinnu og
ætlar að eyða jól-
unum hér heima.
Hann á tvær dætur,
Emblu og Kamillu,
með eiginkonu sinni,
Ingunni Sigurpáls-
dóttur, og er fjöl-
skyldan iðin við að
finna sér eitthvað
skemmtilegt að gera
saman.
Þátturinn sem allir
geta horft á? Teikni-
myndir eru eðlilega í
miklu uppáhaldi hjá öllu
heimilisfólki.
Áhugi á leiknu efni
hefur farið vaxandi, þá
sérstaklega ævintýra-
myndum og ævintýra-
þáttum.
Maturinn sem er í
uppáhaldi hjá öllum?
Ég held að grjónagraut-
ur sé sá matur sem
klárast alltaf, sama
hversu mikið er eldað.
Skemmtilegast að gera saman? Okkur
finnst skemmtilegast að fara saman í
sund, á róló og í göngutúra.
Borðið þið morgunmat saman?
Já, við gerum það oftast –
það getur bæði verið róleg-
asta stund dagsins eða
annasamasta, fer eftir
verkefnum sem fram-
undan eru.
Hvað gerið þið saman
heima ykkur til
dægrastyttingar? Það
er margt, eins og að
lesa saman, kubba,
horfa á eitthvað
skemmtilegt í sjón-
varpinu. En þessa
dagana erum við að
vinna mikið með spil,
t.d. er „skítakall“ í
miklu uppáhaldi um
þessar mundir.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Garpur I. Elísabetarson
með dætrum sínum Emblu
(til vinstri) og Kamillu.
Grjónagrauturinn
ávallt kláraður
Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræð-ingur gaf út sjálfshjálparbókinaNáðu tökum á kvíða, fælni og
áhyggjum á dögunum. Bókin á erindi til
allra sem vilja draga úr kvíða, streitu
og áhyggjum í daglegu lífi. „Tæplega
þriðji hver einstaklingur glímir við
kvíðavandamál einhvern tímann á æv-
inni. Auk þess finna mun fleiri fyrir
meiri kvíða á ákveðnum tímabilum held-
ur en þeir kæra sig um,“ segir Sóley.
„Það er heilmikið stress í samfélaginu
og við mættum flest við því að vera
minna stressuð og kvíðin. Ég tel því að
bókin eigin erindi til ansi margra.“
Sóley er forstjóri Kvíðameðferð-
arstöðvarinnar og formaður Félags um
hugræna atferlismeðferð. Hún hefur
lokið sérnámi í hugrænni atferlis-
meðferð og hlaut sérfræðingsviðurkenn-
ingu í klínískri sálfræði.
Kvíði er hugarástand
„Það sem er áhugavert við kvíða er að
til eru mismunandi tegundir. Það sem
einn kvíðir fyrir þykir öðrum ef til vill
lítið mál að takast á við. Sumir eru fé-
lagsfælnir og kvíða fyrir að vera innan
um hóp fólks á meðan aðrir kvíða til
dæmis því að missa heilsu og jafnvel
dauðanum.“ Sóley segir kvíða vera hug-
arástand þar sem einstaklingur með
kvíða ofmetur hættu á að eitthvað
slæmt geti gerst og vanmetur hæfni
sína til þess að takast á við það. „Kvíða-
vandamál geta orðið alvarleg. Við vitum
að þunglyndi kemur oft í lotum en
kvíðavandi getur varað svo áratugum
skiptir ef ekki er unnið að því sér-
staklega að uppræta kvíðann. Kvíði get-
ur dregið dilk á eftir sér og getur hann
leitt til þunglyndis og til dæmis til þess
að fólk fari að misnota töflur, áfengi eða
önnur vímuefni,“ segir Sóley.
Börn sýna frekar líkamleg einkenni
Ekki eru það þó aðeins fullorðnir sem
upplifa kvíða í lífinu, því börn og ung-
lingar á öllum aldri geta einnig orðið
kvíðin. „Börn sýna frekar líkamleg ein-
kenni og þurfa foreldrar og forráða-
menn að vera vakandi fyrir því. Þau
geta kvartað yfir t.d. magaverk á þeim
tíma sem halda á í skólann eða í vissum
aðstæðum. Það er ekkert endilega eitt-
hvað sem við tengjum við kvíða.“
Sóley segir að sumir telji sig aldrei
verða kvíðna en finni þó fyrir lík-
amlegum einkennum, svo sem melting-
artruflunum, ógleði, svita, doða, óraun-
veruleikatilfinningu eða öðrum
einkennum kvíða.
Úrræðin fjölbreytt
Til þess að takast á við kvíða, fælni og
áhyggjur þarf að skora kvíðann á hólm.
Ekki er nóg að hugsa jákvætt og reyna
að brosa framan í vandann. „Sumt
breytist ekki fyrr en tekist er á við eitt-
hvað kvíðvænlegt aftur og aftur, og
nógu lengi til að það venjist. Til dæmis
getur það vakið kvíða hjá einhverjum að
keyra í gegnum göng.
Taki hann frá tvo tíma og keyri fram
og aftur um göngin er líklegt að kvíðinn
fari smám saman minnkandi. Hann
kemst jafnframt að því að það gerist
ekki sem viðkomandi óttast, t.d. að
hann muni sturlast úr kvíða í göng-
unum.
Það sem þarf m.a. að gera er að finna
kjarnaóttann, hvað er það sem viðkom-
andi óttast innst inni að gerist? Hvað
væri það versta? Og ef það gerist, hvað
myndi það merkja fyrir viðkomandi?
Margir hafa fullkomnunaráráttu sem
getur gjarnan orsakað kvíða þar sem
viðkomandi óttast það að standa sig
ekki til fulls. Kjarnaóttinn kann þar að
vera að viðkomandi muni gera mistök
og þau mæta vanþóknun annarra.
Það er oft ótti við gagnrýni eða höfn-
un sem drífur fullkomnunaráráttu en
þar þarf fólk að prófa að kasta til hönd-
unum og sjá hvort það gerist sem við-
komandi óttast. Hvað gerist ef viðkom-
andi stendur sig ekki nógu vel? Mun
fólk dæma hann eða hafna honum? Eða
er kannski bara allt í lagi að mistakast?
Í staðinn fyrir að vera 100% er gott að
æfa sig í að vera bara 80%. Það getur
verið rosalegur léttir að lækka kröf-
urnar sem maður gerir til sín, fyrir þá
sem gera miklar kröfur.“
Bókin er töluvert ódýrari en einn sál-
fræðitími og gæti á sama tíma verið á
við þá nokkra ef fólk les hana samvisku-
samlega og fer eftir ráðum. „Hún getur
einnig gagnast foreldrum til að aðstoða
börnin sín. Lestur sjálfshjálparbóka
getur hjálpað mikið til.“
KVÍÐI, STREITA OG ÁHYGGJUR HRJÁ MARGA
Að horfast í augu
við vandann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar, seg-
ir að margir upplifi kvíða einhvern tímann á ævinni.
Morgunblaðið/Þórður
KVÍÐI ER AFAR ALGENGT HUG-
ARÁSTAND. SÁLFRÆÐING-
URINN SÓLEY DRÖFN GAF NÝ-
LEGA ÚT BÓK UM HVERNIG ER
BEST AÐ TAKAST Á VIÐ KVÍÐA.
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
* Stundum taka minnstu hlutirnirstærsta plássið í hjartanu
Bangsímon
H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
Nýjar vörur
Sætuefni
Vöfflumix
Agave síróp dökkt
Agave síróp ljóst
Kókosolía
FRÁBÆR
T
VERÐ