Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Síða 20
Íslenski hópurinn fyrir utan Caledonia-klúbbhúsið. Hópnum var tekið með kostum og kynjum.
Þ
að höfðu ekki margir trú á því að
þessi ferð yrði farin enda tók langan
tíma að skipuleggja hana. En við fór-
um á endanum og þetta gekk eins og
í lygasögu. Það unnust margir sigrar í þessari
ferð, litlir og stórir.“
Þetta segir Helgi Þór Gunnarsson, for-
stöðumaður í búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða
hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem
skipulagði fyrstu keppnisferð knattspyrnuliðs-
ins FC Sækó, til útlanda ásamt Bergþóri G.
Böðvarssyni, fulltrúa notenda á geðsviði
Landspítalans og fleirum. Farið var til Skot-
lands og leikið í tvígang gegn sambærilegu
liði, frá klúbbhúsinu Caledonia Clubhouse í
Falkirk, fyrst í Glasgow og síðan í Falkirk.
Um er að ræða samstarfsverkefni Hlutverka-
seturs, geðsviðs LSH og velferðarsviðs
Reykjavíkur.
Vorið 2012 var Evrópuráðstefna klúbbhúsa
haldin á Íslandi af Klúbbnum Geysi og það
var þar sem Bergþór heyrði fulltrúa frá Cale-
donia-klúbbhúsinu í Falkirk greina frá sínu
fótboltaverkefni. „Við höfðum rætt um að
gera eitthvað til að heilsuefla hópinn enn frek-
ar, til dæmis að fara utan og sjá leik í Meist-
aradeild Evrópu saman en þarna áttaði ég
mig á því að miklu meira spennandi væri að
stefna að því að fara utan til að spila fótbolta
sjálfir við sambærilegann hóp. Og hvar var
betra að byrja en í Skotlandi?“ spyr Bergþór.
Mikil eftirvænting greip um sig
Helgi tók að sér samskipti við Skotana. „Þeim
leist strax vel á hugmyndina en eflaust hafa
þeir ekki gert ráð fyrir að við myndum nokk-
urn tíma láta verða af þessu,“ rifjar hann upp.
Bergþór segir þá á hinn bóginn alltaf hafa
ÍSLENDINGAR SKORUÐU SKOTA Á HÓLM
Menn eru ennþá
í skýjunum
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FC SÆKÓ ER SKIPAÐ NOTENDUM OG STARFS-
MÖNNUM GEÐSVIÐS LANDSPÍTALANS OG VELFERÐARSVIÐS REYKJAVÍKUR.
FÉLAGIÐ ER NÝKOMIÐ HEIM ÚR VELHEPPNAÐRI KEPPNISFERÐ TIL
SKOTLANDS, ÞAR SEM LEIKIÐ VAR M.A. Á AÐALLEIKVANGI FALKIRK FC.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Bergþór G. Böðvarsson skiptir á treyju við
einn af Skotunum eftir leikinn í Falkirk.
verið staðráðna í að fara og héldu þeir málinu
vakandi næstu mánuðina. Helsti flöskuhálsinn
var kostnaður og sendur var póstur á flest
stærstu fyrirtæki landsins en viðbrögð voru
dræm. Það var ekki fyrr en Bergþóri og
Helga var bent á að sækja um styrk hjá verk-
efninu Evrópa unga fólksins að skriður komst
á málið. Styrkbeiðnin var samþykkt í sumar
og skyndilega var kominn grundvöllur fyrir
ferðinni.
Því næst setti Helgi sig í samband við Skot-
ana og fundinn var tími sem hentaði hvorum
tveggja, 28. október til 2. nóvember. Skotarnir
brugðust skjótt við og lögðu drög að dagskrá.
„Þegar dagskráin lá fyrir sáu menn að ekki
varð aftur snúið. Við værum í raun og veru á
leið til Skotlands að keppa í fótbolta,“ segir
Bergþór og bætir við að mikil eftirvænting
hafi gripið um sig í hópnum.
„Þetta var mikið mál fyrir suma, til dæmis
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Ferðalög og flakk
Lið FC Sækó og Cale-
donia á hinum glæsilega
leikvangi Falkirk FC.