Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 21
hafði einn í hópnum aldrei farið í millilanda- flug. Maður gleymir því stundum að það hafa ekki allir sömu möguleika á að ferðast,“ segir Helgi. Græja þurfti búninga og leituðu Bergþór og Helgi til Knattspyrnusambands Íslands sem brást ljúfmannlega við beiðni þeirra. Lagði vitaskuld til landsliðsbúninga enda um milli- landaglímu að ræða. Áður hafði KSÍ styrkt FC Sækó um tíu knetti. Síðan voru fengnir utanyfirbúningar, þannig að heildarbragur yrði á hópnum á ferðalaginu. Flogið var til Edinborgar en þaðan fór hópurinn, 21 maður, akandi til Glasgow. Fyrri leikur ferðarinnar – og um leið fyrsti opinberi kappleikur FC Sækó – fór fram á stóru æfingasvæði í Glasgow en lið Caledonia- klúbbhússins kom þangað. „Fyr- irfram gerðum við ráð fyrir að leika á sparkvöllum en þetta var fínasti völlur í fullri stærð,“ segir Bergþór. Þá var ekki um annað að ræða en gyrða sig í brók. Þrátt fyrir að hafa enga reynslu af leikjum á stórum velli stóðu Sækó-liðar ágætlega í Skotunum. Lutu þó í gras á endanum, 5:2. Leiknar voru 2 x 25 mínútur. Seinni leikurinn fór fram í Falkirk daginn eftir og þar var sannarlega ekki í kot vísað. Leikurinn fór fram á aðalleikvangi Falkirk FC, sem leikur í næstefstu deild í Skotlandi. Velli sem tekur tæplega 9.000 manns í sæti. „Falkirk er mjög fjölskylduvænn klúbbur og ýmsir aðilar hafa aðgang að vellinum, þeirra á meðal Caledonia-klúbbhúsið sem er með fastan æfingatíma þar á föstudögum. Vegna þessarar stefnu er mikið álag á vell- inum og þetta væri auðvitað ekki hægt nema vera með gervigras. Það er nýjasta kynslóð gervigrass sem er orðið svo fullkomið að mað- ur gerir sér varla grein fyrir því að grasið er ekki ekta,“ segir Helgi. Ofsalega stór stund Sækó-liðar fóru vel yfir taktík milli leikja og vel hljóta menn að hafa sofið um nóttina því gestirnir gersigruðu heimamenn í seinni leikn- um, 10:3. Bergþór og Helgi viðurkenna að vísu að Skotarnir hafi hvílt einhverja leik- menn í seinni leiknum – en það skyggði ekki með nokkru móti á afrekið. Fyrsti sigur FC Sækó var í höfn. „Þetta var ofsalega stór stund og ekki spillti völlurinn fyrir,“ segir Helgi dreyminn. Bergþór segir ótrúlega létt hafa verið yfir hópnum í ferðinni og menn sem alla jafna eiga erfitt með að vakna á morgnana hafi sprottið upp fyrir allar aldir. Klárir í slaginn. „Þetta var heilsuefling í svo mörgum skilningi.“ Hópurinn vakti mikla athygli á götum Falk- irk og Glasgow og margir spurðu hverjir þeir væru og hverra erinda. Sækó-liðar voru hvergi bangnir. „Við kynntum okk- ur bara sem landslið geðsjúklinga frá Íslandi – sem við sannarlega er- um,“ segir Bergþór. Sækó-liðar brugðu sér líka á völl- inn, sáu stórlið Celtic vinna 1:0- sigur á Inverness á Celtic Park í Glasgow. Það var mikil upplifun. Bergþór og Helgi eru á einu máli um að ferðin hafi heppnast frábær- lega. „Menn eru ekki komnir niður úr skýjunum ennþá. Þetta er líka svo miklu meira en bara fótbolti. Hjá sumum er það eina virknin að mæta í fótbolta og það getur verið stórt fyrir suma að fara úr húsi. Hvað þá að fara til útlanda að spila,“ segir Helgi og Bergþór bætir við að hópurinn muni lifa á þessu lengi. „Þetta fótboltaverkefni okk- ar snýst um að auka lífsgæði manna og það hefur svo sannarlega tekist,“ segir hann. Helgi segir ótrúlega gaman að taka þátt í að veita mönnum svona mikla gleði. „Og þá er ég ekki bara að tala um okkar hóp. Það fór ekkert á milli mála að þetta gerði heilmikið fyrir Skotana líka. Þeir höfðu mikið yndi af því að kynnast fólki frá öðru landi og lýstu yf- ir miklum áhuga á að sækja okkur heim í ná- lægri framtíð. Vonandi tekst þeim að skipu- leggja slíka ferð svo við getum launað þeim greiðann.“ Helgi og Bergþór hugsa raunar ennþá stærra. Þeir komust að því ytra að skoska knattspyrnusambandið starfrækir í samvinnu við klúbbhúsin svonefnda „geðdeild“, það er knattspyrnudeild þar sem geðfatlaðir reyna með sér. „Við höfum áhuga á að koma ein- hverju sambærilegu á fót, helst í samstarfi við KSÍ. Ef ekki deildarkeppni þá alla vega móti sem haldið yrði reglulega,“ segir Bergþór. Ekki nóg með það. Þeir hafa líka milliríkja- mót í huga. Helgi spyr: „Hvers vegna höldum við ekki Evrópumót fyrir þennan hóp notenda hér á Íslandi?“ Já, hvers vegna ekki? * Þettafótbolta-verkefni okk- ar snýst um að auka lífs- gæði manna. 23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Hugmyndin að verkefninu kom í gegnum NsN-verkefni Hlutverka- seturs sem Bergþór G. Böðvarsson var að vinna í árið 2011. Honum, ásamt starfsmanni eins búsetukjarna velferðarsviðs Reykjavíkur, fannst upplagt að setja á laggirnar knatt- spyrnuhóp innan geð- og velferð- arkerfisins. Helgi Þór Gunnarsson kom fljótlega til liðs við hann og 21. nóvember 2011 var fyrsti fótbolta- tími félagsins í Íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni, þar sem hópurinn hefur spilað einu sinni í viku síðan þá. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Hlutverkasetur og geðsviðs LSH stóðu til að byrja með straum af kostnaði vegna leigu á salnum en Íþrótta- og tómstundaráð tók síðan við keflinu. Átján manns mættu í fyrsta tím- ann, fjórtán til að spila og fjórir til að sjá um hvatninguna. Allar götur síðan hafa tímarnir verið vel sóttir en þeir standa ekki bara notendum og starfs- mönnum geð- og velferðarsviðs opnir heldur líka öllum sem áhuga hafa á málaflokknum. „Menn þurfa ekki að vera með geðgreiningu til að vera gjaldgengir,“ segir Bergþór. Þannig létu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, sjá sig á æfingu daginn áður en hópurinn fór utan til Skotlands. „Stefán hefur sýnt knattspyrnuiðkun okkar mikinn áhuga og hafði til dæmis samband við mig rétt eftir að við komum að utan til að spyrja hvernig okkur hefði gengið,“ segir Helgi og bætir við að mikilvægt sé að finna fyrir slíkum stuðningi ráðamanna. Frá sumrinu 2012 hafa æfingar líka farið fram á grasvellinum við Klepp en Bergþór og Helgi segja hann alls ekki nógu góðan. „Völlurinn er óslétt- ur og getur beinlínis verið hættulegur. Það er draumur okkar og margra sem hafa komið að þessu um að komið verði upp sparkvelli við Klepp sem hægt verði að nota allan ársins hring.“ Félagið öllum opið Helgi Þór Gunnarsson, til hægri, ásamt Marteini Ægissyni, stuðningsfulltrúa á Laugarás meðferðargeðdeild LSH. www.gilbert.is FYRIR ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR SIF BJÖRGUNARÚRIÐ ÍSLENSKT 1000 METRA VATNSHELT OFURÚR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.