Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 22
Heilsa og hreyfing *Barnatennur er nauðsynlegt að hreinsa að lágmarkitvisvar sinnum yfir daginn og almennt er mælt meðtannburstun eftir morgunverð og mjög vel áður enfarið er í háttinn. Nota á það magn flúortannkremssem samsvarar nöglinni á litla fingri barnsins. Börnyngri en sex ára eiga ekki sjálf að skammta tann-krem á burstann. Flúor í tannkremi virkar lengur ef ekki er skolað eftir tannburstun, það nægir að skyrpa. Ekki skola eftir tannburstun Getty Images/iStockphoto ÁHERSLA Á HOLLT MATARÆÐI GETUR ORÐIÐ AÐ SJÚKDÓMI SEM NEFNIST ORÞÓREXÍA Fá „hreinan mat“ á heilann HEILBRIGT MATARÆÐI GETUR ORÐIÐ AÐ ÞRÁHYGGJU. TIL ER FÓLK SEM EYÐIR MÖRGUM KLUKKUSTUNDUM Í AÐ VELJA HVAÐ ÞAÐ ÆTLI AÐ BORÐA YFIR DAGINN OG HÆTTIR AÐ HITTA VINI SÍNA Á VEITINGASTÖÐUM VEGNA ÞESSARAR ÁRÁTTU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fólk með orþórexíu fyllist áhyggjum yfir gæðum og samsetningu máltíðar og eyðir jafnvel þremur klukkustundum á dag í að lesa um eða undirbúa sérstaka matinn. Mataræðið hindrar ennfremur félagslíf þessa sama fólks. Getty Images/iStockphoto Sérfræðingar segja að það sé grátt svæði á milli þess að borða hollt og fara út í öfgar sem gerir marga gagnrýna á orþórexíu. Fólk á erfitt með að trúa því að það að borða hollt geti verið sjúkdómur. Hvað ef ólífuolían er ekki lífræn? Sumir sem þjást af orþórexíu eru líka með anorexíu en margir eru í venjulegri þyngd. „Á pappír getur fólk verið heilbrigt, blóðrannsóknir eru í lagi og það er allt í lagi með þyngdina en hegðunin er áráttukennd,“ segir Marjorie Nolan Cohn, næringarfræðingur í New York. Hættumerki er þegar matarvenjur fólks eru farnar að valda því að fólk forðast mannamót. „Fólk getur ekki farið á veitingastað með vinum sínum vegna þess að það veit ekki hvað er í matnum, eða þá að hann er ekki eldaður á ákveð- inn hátt og hvað ef veitingastaðurinn notar ekki lífræna ólífuolíu?“ segir hún sem dæmi. Jordan Younger, 24 ára bloggari frá Los Angeles, naut mikilla vinsælda fyrir blogg sitt og Instagram-síðu en hún birti myndir af mat og uppskriftir samkvæmt vegan- mataræði. Mataræðið tók síðan yfir líf hennar. „Ég vaknaði upp í stressi. Hvað á ég að borða í dag? Ég fór á safastað, Whole Foods eða heilsubúð og eyddi miklum tíma þar inni til að skoða og skipuleggja daginn. Þetta fór að taka yfir líf mitt og ég áttaði mig á því að þetta væri ekki heilsusamlegt,“ segir Younger. Hún missti um 12 kíló á þessu mataræði, húð hennar varð appelsínugul og hún hætti að hafa blæðingar. Hún leitaði sér hjálpar í vor, borðar nú allt nema unnar vörur og hefur að mestu jafnað sig. „Núna eru svo margar stefnur varðandi mataræði í gangi að það býður upp á að fólk þrói orþórexíu með sér,“ segir hún. „Það er ótrúlega erfitt að borða ef þú hlustar á allar þessar kenningar og það lætur athöfnina að borða verða stressvaldandi, en matur ætti að vera til að njóta.“ H eilsubylgjan sem hefur skollið á samfélaginu síð- ustu ár af fullum þunga hefur ákveðnar skugga- hliðar. Flestir reyna að borða hollt til þess að verða heilbrigðari en hjá sumum verður heilsu- samlegt mataræði að þráhyggju. Samkvæmt frétt sem birtist á vef Wall Street Journal fyrr í mánuðinum hafa bandarískir læknar og næringarfræðingar tekið eftir því að fólki fjölgar sem fær það á heilann að borða „hreinan mat“ og taka úr mataræði sínu til dæmis glúten, mjókurvörur og sykur. Þetta ástand heitir orþórexía (orthorexia nervosa) og eiga þeir sem þjást af þessu það sameiginlegt að hafa mjög strangar reglur í kringum matræði. Til viðbótar við það sem áður er nefnt borðar þessi hópur oft ekki ger, sojavörur, koffín eða mat sem inniheldur einhvers konar aukaefni. Í öfgatilfellum getur fólk jafnvel orðið fyrir næringarskorti. Vísindamenn í Colorado bjuggu nýlega til gátlista sem get- ur hjálpað til við að greina orþórexíu, en listinn var birtur í ritinu Psychosomatics fyrr á árinu. Veldur næringarskorti og hindrar eðlilegt líf „Það er til fólk sem verður fyrir næringarskorti, ekki út af því að það er að takmarka kaloríurnar sem það borðar held- ur út af því hvað það borðar,“ segir Thomas Dunn, sálfræð- ingur og prófessor og einn höfunda greinarinnar. „Fólk gerir þetta ekki til að verða mjótt heldur til að verða heilbrigt,“ segir hann. Á meðal þess sem er á gátlistanum er þráhyggja yfir gæð- um og samsetningu máltíðar á þann hátt að fólk eyðir mikl- um tíma, þremur klukkustundum eða meira á dag, í að lesa um eða undirbúa sérstaka matinn. Sama fólkið fyllist síðan sektarkennd yfir að borða óhollan mat. Þráhyggjan yfir heilsumatnum þarf síðan annaðhvort að leiða til skorts á næringarefnum eða hindra manneskjuna í að lifa eðlilegu lífi til að það flokkist sem orþórexía. Sumir orþórexíusjúklingar gangast undir meðferð sem er svipuð og hjá sjúklingum með áráttuhegðun og bregðast margir betur við þeirri meðferð en meðferð sem er ætluð við öðrum átröskunum. * Ég vaknaði upp í stressi.Hvað á ég að borða í dag? Ég fór á safastað, Whole Foods eða heilsubúð og eyddi miklum tíma þar inni til að skoða og skipuleggja daginn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.