Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Síða 25
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
B
ergþór Philip Pálsson spilar amerískan fótbolta
með Einherjum, þar sem hann spilar stöðu liðs-
stjórnanda (e. quarterback) og hann er jafn-
framt varaformaður félagsins. Leikur í Ís-
landsmóti Einherja í amerískum fótbolta fór fram í
Kórnum á föstudagskvöld en hann var sá fyrsti í
þriggja leikja rimmu. Næsti leikur verður í lok jan-
úar en allar upplýsingar um leikina eru á fésbók-
arsíðu Einherja.
Íþróttagrein Amerískur fótbolti.
Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi
amerískan fótbolta tvisvar í viku,
lyfti þrisvar í viku og fer í hrað-
aþjálfun einu sinni í viku hjá
Andra Frey í Sporthúsinu.
Hann er rosalega öflugur
einkaþjálfari.
Hvenær kynntistu
íþróttinni? Ég kynntist
íþróttinni þegar ég var
um það bil tólf ára þeg-
ar pabbi vinar míns var
að horfa á íþróttina og
sagði okkur að hann hefði
spilað hana þegar hann
var yngri. Ég varð strax
mjög áhugasamur og bað for-
eldra mína um bolta. Ég tók boltann í
skólann og kynnti bekkjarfélaga mína
fyrir leiknum. Við spiluðum í öllum frí-
mínútum og ég kolféll fyrir íþróttinni.
Ég fann síðan lítið lið hérna á Íslandi og
byrjaði að æfa með þeim. Ég hef æft
með þeim alveg síðan fyrir utan eitt ár
sem ég spilaði í skiptinámi í Kaliforníu.
Hver er lykillinn að góðum árangri?
Að vilja ná árangri í þinni íþrótt er ekki
nóg, það er bara löngun. Þú verður að
vita hvað þú vilt og skilja af hverju þú
ert að gera það.
Hvernig er best að koma sér af stað?
Finna einhvern drifkraft.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill
hreyfa sig meira? Finna eitthvað sem
þú hefur áhuga á og komast í góða rút-
ínu.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar
þú ferð í frí? Ég er ómögulegur þegar
ég fer í frí. Þegar ég er í fríi er engin
rútína og þá fer allt í klessu. Ég
reyni bara að fara sem minnst í frí.
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já, ég
hugsa mikið um mataræði.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða mikið
af hrísgrjónum og kartöflum og öðrum flóknum kol-
vetnum. Serrano er uppáhaldsskyndibitinn
minn.
Hvaða óhollusta freistar þín? Ef ég sé dökkt
súkkulaði á ég mjög erfitt með að labba í
burtu.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mat-
aræðið? Ef maður heldur sig frá sykri í
ákveðið langan tíma hættir mann að
langa í hann. Svo er það bara að
komast í góða rútínu og þá ertu í
góðum gír.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir
þig? Eftir góða hreyfingu líður mér
vel. Ef ég er ekki búinn að hreyfa
mig lengi líður mér ömurlega.
Hver eru algeng mistök hjá fólki við
æfingar? Að byrja of grimmt og gef-
ast fljótt upp.
Hvað heillar þig við amerískan fót-
bolta? Það heillar mig að þetta er
íþrótt þar sem þú getur notað allan
þinn styrk nánast hvernig sem þú
vilt. Þetta er ekki eins og í körfu eða
fótbolta þar sem þú mátt varla
snerta aðstæðinginn. Ég fíla líka
hvað þessi leikur hentar breiðum
hópi. Þú getur verið lítill og snöggur
eða stór og sterkur. Þessi íþrótt er
líka hin fullkomna liðsíþrótt. Allir
þurfa að vera að hugsa það sama til að
vel gangi.
Er framtíðin björt fyrir amerískan fót-
bolta á Íslandi? Svo lengi sem við höldum
áfram að vinna í íþróttinni eins og við erum
að gera núna sé ég ekkert sem veldur því að
hún geti ekki orðið ein af stærstu íþróttum á
landinu.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Fyr-
irmyndir mínar eru íþróttamenn úr
NFL-deildinni eins og Arian Foster,
Brian Cushing og fleiri. Ég er líka
mikið fyrir Tim Tebow sem er
sennilega þekktasti maður deild-
arinnar hérna á Íslandi. Hann er hinn
fullkomni íþróttamaður og eiginlega bara
hinn fullkomni maður. Hann hefur rosalegan
drifkraft og er alltaf með rétta viðhorfið.
KEMPA VIKUNNAR BERGÞÓR PHILIP PÁLSSON
„Ég er ómögulegur
þegar ég fer í frí“
Á vef Embættis landslæknis er hvatt til vatnsdrykkju. „Kalt og gott
vatn ætti að vera alls staðar aðgengilegt þar sem börn og fullorðnir
eru við leik og störf. Stuðlum að betri heilsu og hollustu með því að
drekka vatn – hollasta svaladrykkinn,“ segir á landlaeknir.is.
Drekkum vatn*Vertu hamingjusamur með því að gera aðrahamingjusama.
Voltaire
Óbeinar reykingar og mengun frá umferð tengjast
mögulega hærri líkamsþyngdarstuðli hjá börnum og ung-
lingum, samkvæmt nýrri rannsókn. Vísindamenn fylgdust
með 3.318 börnum frá tólf bæjum í suðurhluta Kali-
forníu í Bandaríkjunum frá um 10 ára aldri þangað til þau
náðu 18 ára aldri. Spurningalistar sem lagðir voru fyrir
foreldra þeirra um reykingar voru notaðir til grundvallar
sem og mælingar á mengunarefnum í umhverfinu. Rann-
sóknin, var birt í Environmental Health Perspectives,
tók tillit til margra annarra þátta eins og astma, hreyf-
ingu, menntun og tekna foreldranna og opinna svæða í
nágrenninu.
Líkamsþyngdarstuðullinn var 0,8 stigum hærri hjá
börnum sem bjuggu við mengun, 0,85 stigum hærri hjá
þeim sem bjuggu við reykingar og 2,15 stigum hærri hjá
börnum sem þurftu að þola hvorttveggja. Líkamsþyngd-
arstuðull á bilinu 18,5-24,9 telst venjulegur og ofþyngd
ef hann er hærri en 25.
Höfundur rannsóknarinnar segir áhugavert að rann-
saka þessa þætti nánar og greinilegt sé að málið sé flókn-
ara en svo að offita tengist aðeins kaloríum sem fara inn
og út. „Það er ekki sagan öll,“ sagði Rob McConnell.
Reykingar og mengun tengjast þyngd
Óbeinar reykingar virðast hafa áhrif á líkamsþyngd barna.
AFP
Myndin hér fyrir ofan er tekin á
stangarstökksæfingu hjá ÍR fyrir um
hálfri öld þegar Valbjörn Þorláksson
var í fararbroddi í íþróttinni hér-
lendis. Víst er að aðstæður til stang-
arstökksiðkunar hafa breyst mikið á
síðustu áratugum og líklegt að fæstir
myndu sætta sig við þennan aðbún-
að í dag.
Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 25.
júlí 1961 er greint frá góðum ár-
angri Valbjörns og hann sagður
„maður meistaramótsins“. „Val-
björn vann það frækilega afrek að
stökkva 4,50 m í stangarstökki og
setja með því glæsilegt Íslandsmet.
Hann átti þrjár ágætar tilraunir við
4,60 m. Þetta sýnir að Valbjörn er
einn líklegasti Norðurlandabúinn nú
til að bæta hið ágæta Norður-
landamet Finnans Landströms, 4,57
m. Næsta stóra tækifæri hans verð-
ur landskeppnin við Austur-
Þjóðverja en þá keppir sem gestur
Evrópumethafinn í greininni,
Preussger, A-Þýzkalandi.“
Valbjörn keppti í tugþraut og
stangarstökki á sumarólympíuleik-
unum 1960, 1964 og 1968. Bestu
úrslit hans á ólympíuleikum voru
þegar hann lenti í 12. sæti í tugþraut
árið 1964. Hann lenti í 26. sæti í
sömu íþrótt 1968.
Hann var kosinn íþróttamaður
ársins tvisvar, 1959 og 1965, en
seinna árið varð hann Norður-
landameistari í tugþraut. Síðar varð
hann heimsmeistari í flokki öldunga.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Valbjörn var „maður
meistaramótsins“
Morgunblaðið/Eggert
100% hreinar
Eggjahvítur
Þú þekkir okkur á hananum
Án allra aukaefna!
Gerilsneyddu eggjahvíturnar frá Nesbú eru frábær valkostur í jólabaksturinn.
Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbú.
Ís
le
ns
k framleiðsla