Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 30
Matur og drykkir Morgunblaðið/Kristinn *Talið er að Google hafi ákveðna reglu innan fyr-irtækisins, að starfsmaður eigi ekki að ganga lengraen 45 metra til að geta fengið sér eitthvað í gogginní boði fyrirtækisins. Þetta er þó ekki staðfest enBBC greinir frá þessu. Fyrirtækið er sagt halda þvífram að með því að bjóða starfsmönnum upp á frí-an mat og drykki, auki það starfsandann og afköst starfsmanna. Sífellt fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum innleiða svipaða reglu. Spurning hvort þetta virki? Gefins matur, glaður starfsmaður? ÞAÐ HENTAR EKKI ÖLLUM AÐ VERA ALÆTUR OG MARGIR SEM VILJA KJÖTLAUSAN LÍFSSTÍL. HINS VEGAR ER STUNDUM HÆTTA Á AÐ JÁRNLEYSI HERJI Á GRÆNMETISÆTUR OG AÐRA ÞEGAR KJÖTIÐ ER TEKIÐ FRÁ. ÞVÍ ER HINS VEGAR AUÐVELT AÐ KIPPA Í LIÐINN ÞAR SEM ÓTAL TEGUNDIR GRÆNMETIS OG BAUNA Í JURTARÍKINU ERU STÚTFULLAR AF JÁRNI OG PRÓTEINUM SEM FINNA MÁ Í KJÖTI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Linsubaunir eru þekktar fyrir að vera mjög góðar og gott að skipta þeim út fyrir kjöt þar sem þær eru gríðarlega próteinríkar. Til eru margar teg- undir linsubauna, grænar, brúnar, rauðar og svartar og allar hafa þær mismunandi áferð og bragð. Linsubaunir eru ódýrar og auðvelt er að elda þær. Snjallt er að leggja þær í bleyti deginum áður en á að matreiða þær og setja smá matarsóda með til að hreinsa þær vel. Linsubaunalasagna, linsu- baunabollur, linsubaunataco, linsubauna- súpa, tillögurnar eru margar og ótal uppskriftir má finna á netinu og víðar. Linsubaunir Rauðrófan er sannkallað sælgæti frá náttúrunnar hendi. Rauðrófur eru sætar og gómsætar og henta vel í t.d. salöt. Þær hafa einnig svolítið moldarbragð sem hljómar kannski illa, en það er alls ekki slæmt. Bragðið gefur þá tilfinningu að verið sé að snæða eitthvað afskaplega hollt og gott fyrir líkamann. Rauðrófur eru gríðarlega góðar bakaðar með rót- argrænmeti. Þær eru í raun góðar hvernig sem þær eru eldaðar. Einnig er virkilega gaman að búa til heimagert rauðkál! Rauðrófur eru mjög járnríkar og einstaklingum sem eru járnlitlir er gjarnan ráðlagt að drekka rauðrófusafa. Mörgum þykir safinn þó ekki sérlega góður en snjallt er að blanda smá- engiferi út í. Rauðrófur Blómkál Einn blómkálshaus inniheldur um 77% af ráð- lögðum dagskammti af C-vítamíni. Einnig er það ríkt af K-vítamíni, próteini, magnesíum, B6 vítamíni og trefjum. Það getur stundum þótt fremur óspennandi grænmeti en blóm- kál getur verið afskaplega bragðgóður stað- gengill fyrir kjöt. Það er meira að segja gríð- arlega gott að nota blómkál í staðinn fyrir sterka kjúklingavængi með buffaló-sósu. Blómkál er hægt að elda á ótal vegu og einstaklega ljúffeng ítölsk upp- skrift hér til hliðar sannar það. Eggaldin Eggaldin er unaðslegt grænmeti, fyrir utan hvað það er fallegt. Réttur sem ef til vill flestir kann- ast við, Eggplant Parmigiana, er hreint ómót- stæðilegur en í réttinum er ítölsk tómatsósa og parmesanostur meginhráefnið. Þessi réttur getur ekki klikkað og einfalt að finna ljúffenga uppskrift á netinu, því réttinn er svo sannarlega einfalt að matreiða. Eggaldin er afar trefjaríkt grænmeti, ef hýðið er borðað með. Auk þess inniheldur það C- og K-vítamín. Það er þó ekki sér- staklega próteinríkt en með réttu kryddi getur áferðin og bragðið svipað til kjöts. Nýrnabaunir Baunir eru afar góðar fyrir kroppinn. Nýrna- baunir eru til dæmis sérstaklega próteinríkar, fyr- ir utan hvað þær eru fallegar á litinn. Próteinið í nýrnabaunum kemst betur til skila þegar hrís- grjón eru borðuð með. Máltíð sem inniheldur nýrnabaunir og hrísgrjón er gríðarlega próteinrík og algjörlega án kólesteróls, sem getur verið hátt í ýmsum kjötvörum. Einnig er hægt að skipta þessu tvennu upp yfir daginn, borða góðan rétt í hádeginu t.d. sem inniheldur nýrnabaunir og í kvöld- mat eitthvað dásamlegt sem inniheldur hrísgrjón. Hnetur Hnetur eru flestar stútfullar af heilsusamlegri fitu, próteinum, vítamínum og steinefnum. Sumar eru þó hollari en aðrar, t.d. jarðhnetur, kasjúhnetur, pist- asíuhnetur, möndlur og valhnetur. Það segir sig sjálft að hnetur sem eru sykraðar eða aukalega saltaðar eru ekki eins hollar. Grænmetisætur borða margar hverj- ar góða hnetusteik á jólunum í staðinn fyrir það sem kjötæturnar fá sér enda góð hnetusteik afbragðs matur. Hnetur geta nefnilega verið svolítið „kjötleg- ar“, ef svo má að orði komast, þegar þær eru maukaðar í hnetusteik eða annað í líkingu við það og því snjallt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í kjötlausum lífsstíl að borða hnetur. Kartöflur eru ekki aðeins meðlæti heldur geta þær leikið aðalhlutverk í ýmsum réttum. Hægt er að leika sér endalaust með þær og eru þær góðar ristaðar, bakaðar, stappaðar með smjöri og salti og í súpu. Þær geta einnig verið góðar í eftirrétt. Kartöflur í köku hljómar eflaust einstaklega undarlega en hér til hliðar má finna uppskrift að slíkri köku. Kartöflur eru kolvetnisríkar og einnig er í þeim að finna svolítið af járni og C-vítamíni. Kartöflur FJÖLBREYTT NÆRING ÚR GRÆNMETISFÆÐI Skipt út fyrir kjöt Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.