Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 33
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Morgunblaðið/Eggert
* Mér finnstfátt betraen vel steiktur
lax sem er
bleikur í
miðjunni
Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur
breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi
og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir
og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið
þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku,
í verslun okkar eða á kokka.is
JÓ
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Bollaleggingar
DILLMÆJÓNES
4 egg
500 ml ólífuolía
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt
1 pakki dill
Sjóðið eggin í 4½ mínútu. Kæl-
ið. Skerið dillstönglana frá topp-
greinunum. Setjið dillið í blandara
með sítrónusafa og salti. Fjarlægið
skurnina af eggjunum og setjið þau
saman við. Blandið öllu vel saman
eða þar til dillið er alveg maukað
saman við eggin. Hellið þá ólífuolíu
saman við meðan vélin vinnur.
Smakkið sósuna til og bætið salti
eða sítrónu við ef vantar.
HUMARHVÍTVÍNSSÓSA
1 l humarsoð
1 flaska sætt hvítvín
1 l rjómi
Sósur og salsa
með forrétti
Setjið humarsoð og hvítvín í
pott og sjóðið vel niður. Bætið
rjóma saman við og sjóðið niður
þar til sósan verður mátulega
þykk.
MAÍS- OG EPLASALSA
1 grænt epli
1 maísstöngull, ferskur
1 tsk. ferskt dill, saxað
1 tsk. ferskur graslaukur, sax-
aður
2 msk. ólífuolía
2 msk. limesafi eða annað
gott edik
2 msk. sykur
klettasalat til skreytingar
smávegis af smjöri
Rífið hýðið af maísnum og steik-
ið á sjóðandi heitri pönnu í smá-
stund með smásmjöri. Takið maís-
inn af pönnunni og færið upp á
rönd á bretti og skerið baunirnar
þannig af honum. Saxið kryddjurt-
irnar og eplið fínt og bætið öllu
vel saman. Smakkið til með sykri
og limesafa. Skreytið með kletta-
salati.