Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Matur og drykkir
BÚÐINGUR
400 g rjómaostur
300 g hvítt súkkulaði
1 peli rjómi
80 g sykur
Hitið ofninn í 140°C. Brjótið súkku-
laðið niður og raðið á smjörpappír á
ofnplötu. Bakið það í 20 mínútur eða
þar til það hefur náð fallega gylltum lit.
Hrærið rjómaost og sykur saman í skál
yfir vatnsbaði. Takið 2⁄3 hluta af bakaða
súkkulaðinu og setjið í skál ásamt rjóm-
anum og bræðið yfir vatnsbaði, hrærið í
þar til allt er bráðnað en það mega vera
kögglar í súkkulaðinu.
Afgangurinn af súkkulaðinu er settur
til hliðar.
Blandið rjómaostsblöndunni og súkku-
laðiblöndunni saman og setjið í skálar
sem á að bera fram eða í skál sem hægt
er að skenkja úr í skálar seinna meir.
Kælið yfir nótt ef blandan er í stóru
skálinni en annars dugar að kæla í 4-5
tíma í litlu skálunum. Ylfa mælir með að
setja allt í stóra skál og nota ískúlara til
að ná fallegum kúlum.
KARAMELLU- OG
HVÍTSÚKKULAÐIKURL
Þegar hvíta súkkulaðið sem þið geymduð
er orðið kalt má mylja það í mat-
vinnsluvél eða á gamla mátann með því
að setja það í poka og lemja með köku-
kefli.
HINDBERJASÍRÓP
500 g frosin hindber
80 g sykur
100 g vatn
½ sítróna, safinn
Setjið allt hráefnið í pott og hitið að
suðu. Blandið svo saman í blandara eða
með töfrasprota. Hægt er að sigta hratið
frá og þá verður sírópið þunnt en einnig
er hægt að hafa það í og þynna sírópið
örlítið með vatni. Þá má líka sleppa því
að þynna alveg og hafa sírópið þykkt. Fer
eftir smekk.
STEIKT EPLI
2 græn epli
1 msk. sykur
1 msk. smjör
½ tsk. kanil
Skrælið eplin og skerið í báta eða ten-
inga. Setjið epli, sykur, smjör og kanil í
pönnu eða pott og steikið á hæsta hita
þar til eplin eru byrjuð að mýkjast. Alls
ekki elda þau of mikið en gott er að
miða við 5-10 mínútur. Berið búðing og
epli fram með grískri jógúrt og ferskum
hindberjum.
Karmellaður hvítsúkkulaðibúðingur og hindber
Lambafillet með
graskersteningum og
púrtvínssveppum
Fyrir fjóra
4 vænar sneiðar lambafillet
Setjið lambakjötið á kalda pönnu
og látið fituhliðina vísa niður.
Kveikið undir á næsthæsta hita.
Þannig nær fitan að eldast smá áð-
ur en hún byrjar að steikjast og
verður þar af leiðandi stökkari.
Snúið kjötinu við eftir um 10 mín-
útur og setjið til hliðar ef það á
ekki að nota það strax eða lækkið
undir pönnunni og leyfið því að
klára að eldast þar. Kjötið þarf að
standa í 4-5 mínútur áður en skor-
ið er í það.
GRASKERSTENINGAR
1 stk. butternut-grasker
smjör
salt og pipar eftir smekk
2 msk. púðursykur eða hun-
ang
Hitið ofninn í 180°C. Skerið
graskerið í teninga og stráið á
smjörpappírsklædda ofnplötu.
Veltið bitunum upp úr smjöri, salti
og sykri á pappírnum. Bakið í 10-
15 mínútur eða þar til bitarnir eru
mjúkir.
PÚRTVÍNSSVEPPIR
1 box flúðasveppir, heilir eða
skornir í bita
½ dl púrtvín eða sérrí
½ dl rjómi
1 stór hvítlauksgeiri eða 2 litl-
ir
1 msk. olía til steikingar
salt og pipar eftir smekk
Pressið hvítlauk og hitið hann í
olíu við vægan hita á pönnu. Bætið
sveppunum út í nær strax á eftir
og passið að hvítlaukurinn brenni
ekki. Steikið sveppina vel. Bætið
púrtvíni eða sérríi saman við. Bæt-
ið rjómanum saman við þegar
púrtvínið hefur soðið aðeins niður
og lækkið hitann verulega þannig
að blandan rétt malli. Þegar rjóm-
inn hefur soðið það mikið niður
að hann er orðinn þykkur eru
sveppirnir tilbúnir. Saltið þá og
piprið eftir smekk.
Berið fram með snjóbaunasalati.
Það er útbúið með því að skera
snjóbaunir þunnt langsum, þeim er
velt upp úr eplaediki, salti og ólífu-
olíu og gott að bæta hnetum og
smávegis sýrðum rjóma saman við
ef vill.
Maturinn rann ljúflega niður og var komin smáaðventustemning á borðið.
Morgunblaðið/Eggert
Kertaskreytingin passaði vel við litasamsetninguna á matnum.
* Fólk þarf aðhafa tímannfyrir sér með eft-
irréttinn og ágætt að
útbúa hann til
dæmis kvöldið áður
en hann er ekki
flókinn, engin egg
sem þarf að þeyta
eða neitt slíkt.