Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 40
Tíska *Jack Kilmer, sonur leikarans Vals Kilmers, er nýtt andlit auglýsingaherferðar tísku-hússins Saint Laurent. Ofurtöffarinn ValKilmer sló eftirminnilega í gegn í kvik-myndunum Top Gun og Batman Forever áníunda og tíunda áratugnum. Jack Kilmer,sem er 19 ára, gekk tískupallana fyrst fyrir
sumarlínu Saint Laurent 2015 í júní síðast-
liðnum.
Sonur Vals Kilmers slær í gegn sem fyrirsæta
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Það eru handgerðu Rocco P.-leðurstígvélin mín. Ég nota þau út í eitt.
Hvarnig skilgrenir þú stíl?
Stíll er auðvitað mjög mismunandi. Ég myndi segja að stíll væri mjög ein-
staklingsbundinn og þegar kona er búin að finna sinn stíl er hún í góðum mál-
um. Stíllinn einkennir manneskjuna. Það hafa allir sinn stíl.
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt?
Ég vil alltaf eitthvað nýtt, eitthvað sem ég hef ekki séð áður og ekki eitthvað
sem allir aðrir eiga. Ég veit það í raun þegar ég sé flíkina. Ég vel oftast eitthvað
sem passar við það sem ég á þegar enda veit ég nokkurn veginn hvað klæðir
mig. Ég lít á gæðin í efninu og svo verður sniðið að vera gott.
Hver finnst þér hafa flottan stíl?
Allar konur sem hafa fundið sinn rétta stíl og eru öruggar með sig. Þær eru
búnar að finna sitt snið og sinn lit sem klæðir þær. Það tel ég vera flottar kon-
ur. Sjálfsöryggið geislar af þeim. Það er engin ein sem er flottari en önnur.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Alexander Wang og Kenzo. Þeir eru í miklu uppáhaldi.
Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum?
Fatastíllinn minn er frekar einfaldur. Hann er laus við allt óþarfa glingur, hann
þarf að vera þægilegur og gott að vera í flíkinni og svo er hann svolítið stráka-
legur. Ég er mjög mikið fyrir fallegar kasmírpeysur og flottar
gallabuxur, þess vegna rifnar. Svo er ég líka hrifin af töff-
aralegum kjólum.
Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Edda vinkona mín, verslunarstjóri í Kultur. Ég ber oft undir
hana ef ég er að kaupa eitthvað.
Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl
og hvers vegna?
Haustið. Þá morar allt af fallegum peysum, kápum og skóm.
Það er langskemmtilegasti tíminn. Þá streyma inn föt sem
henta okkar landi. Ég hlakka alltaf til haustsins.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Mér finnst nauðsynlegt að eiga Estée Lauder DayWear-
kremið. Ég er búin að nota það í mörg ár. Svo þarf maður
að eiga góðan klæðilegan varalit, maskara og kinnalit í stíl
við varalitinn.
Svo er það ilmvatnið, það verður alltaf að vera með og það
þarf að vanda valið í þeim efnum. Ég er með sumar- og vetr-
arilm sem skapa karakter og stíl. Það sem ég er að nota núna
keypti ég í Madison-ilmhúsi og heitir Solaris og er frá Agonist
perfume.
Svo er ég með vetrarilm sem er örlítið dekkri og
þyngri. Ilmurinn fæst í Spaksmannsspjörum og heit-
ir Aedes de Venustas.
Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir
ekki að nota?
Nei, ég tími að nota allt. Mér finnst ekki tilgangur í
því að eiga flík sem ég tími ekki að
nota. Ég á margar dýrmætar flíkur
sem eru miklar tilfinningar í. En það
er engin flík þannig að ég tími ekki
að nota hana. Föt eiga það skilið að
vera notuð.
STÍLLINN EINKENNIR MANNESKJUNA
Inga er með einfaldan og
flottan stíl sem einkennist
helst af töffaralegum
kjólum, flottum gallabuxum
og kasmírpeysum.
Morgunblaðið/Þórður
Föt eiga það skilið
að vera notuð
INGA GOTTSKÁLKSDÓTTIR, EIGANDI VERSLUNARINNAR
GOTTU, ER ALLTAF GLÆSILEGA TIL FARA. INGA VELUR SÉR
FÖT ÚR GÓÐUM EFNUM OG SEGIR HÚN SNIÐIN SKIPTA
HÖFUÐMÁLI VIÐ VAL Á FALLEGUM FATNAÐI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Úr vetrarlínu Kenzo 2014.
Inga segir
ilmvötn ýta
undir kar-
akter og stíl.
Ilmurinn
Solaris frá
Agonist
perfume er
í miklu
uppáhaldi
hjá Ingu.
Flottar
rifnar
gallabuxur
klikka
seint.
Alexander
Wang fyrir
veturinn
2014.
AFP