Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 V era má að stjórnmál lúti lögmálum eins og flest annað, en þau eru þó ekki einhlít. Stjórnmálamenn eru margbreytileg eintök og öruggt að hann er „misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.“ Ríkur áhugi er á að flokka menn og verðmeta, eins og gert er með frí- merki og fögur málverk. Dilkadráttur Sumir telja sig þess umkomna að ákvarða að sumir stjórnmálamenn verði aldrei annað en „politician“ en fáeinir hefjist hærrra og verði „statesman.“ Iðulega er sú flokkun kúnstug og mun tilviljana- kenndari en flokkun frímerkjanna. Í síðara tilvikinu skipta fágæti, takmarkað framboð og ríkuleg eftir- spurn mestu. Við mat á stjórnmálamanni ráða stjórn- mála- og lífsskoðanir matsmanna miklu og stundum mestu um niðurstöðu matsins, þótt seint sé við það kannast. Nokkrir stjórnmálamenn, oftast erlendir, en einnig innlendir (Jón forseti Sigurðsson, Hannes Hafstein) eru, án teljandi ágreinings, flokkaðir sem stjórn- málaleg mikilmenni. Það auðveldar mönnum mjög að fylla þann flokk hafi þeir fyrir nokkru horfið til hollari heima, þegar matið fer fram. Þá hefur smælkið verið sigtað burtu, sem áður var haft gegn þeim, í stormi þeirra tíðar. Það sem helst slær ljóma á menn stendur þá eftir. Sárafáir lifandi menn njóta mjög jákvæðrar flokk- unnar. Nýleg undantekning er Nelson Mandela. En einstakt sögulegt dæmi er þó líklega Winston Churchill. Hann hefði orðið 140 ára gamall síðasta dag þessa mánaðar og eins er verið er að undirbúa við- burði vegna 50. ártíðar hans hinn 24. janúar á næsta ári. Gnæfir yfir alla Landar Churchills hafa aðspurðir margoft valið hann mestan mann breskrar sögu. Styttur af honum eru úti um allar trissur og fjölmörg ríki hafa prýtt frímerki sín með mynd hans, með vindilinn og sigurmerkið, sjálf vörumerki hans, eins og væri hann einn af þeirra helstu sonum. Churchill sat í áratugi á þingi, elskaði sæti sitt þar og bar óttablandna virðingu fyrir samkomunni og það þótt sjálfur bæri hann oftast ægishjálm yfir aðra í þeim sal. Frá tiltölulega ungum aldri gegndi hann fjölmörgum ráðherraembættum og lét mjög til sín taka og sjaldn- ast var friður um störf hans, enda sóttist hann ekki sér- staklega eftir því. Hann var sannfærður um ágæti sitt, þrekmenni til vinnu, eldhugi sem sló hvergi af og elti jafnvel uppi bardaga og styrjaldir í framandi löndum. Sagði raunar að fátt væri skemmtilegra en vera stadd- ur í skothríð óvina sinna, sem misstu naumlega marks. Hann skrifaði greinar, ritlinga og bækur og hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1953, næstur á undan Ernest Hemingway, sem var næstur á undan okkar manni, Halldóri Laxness. Í rökstuðningi sagði að verðlaunin fengi Winston Churchill „for his mastery of historical and biographical description as well as for brilliant oratory in defending exalted human values.“ Hann var áhugamálari og sagði að án penslanna sinna hefði hann sennilega gengið af vitinu. Þegar myndir hans koma á markað nú seljast þær fyrir hundruð milljóna, í krónum mælt. Ótrúlegar sögur eru sagðar af áfengisdrykkju hans, og vinir hans og fróðustu sagnfræðingar eru sammála um að þar sé lítið ýkt, eins og ætla mætti. Þó er varla til saga um að hann hafi flutt ræðu þar sem heyrðist á mæli hans. Paul Johnson, sá stórskemmtilegi sagn- fræðingur, segir að þrátt fyrir þetta hafi lifur hans komið út úr krufningu eins og væri hún úr ungabarni. Churchill varð snemma afburðamaður í breskum stjórnmálum, umdeildur mjög og sagt var að hann sæ- ist ekki ætíð fyrir á þeim vígvelli. „Hann myndi nota húð ömmu sinnar sem trommuskinn þyrfti hann að berja bumbur til að ná athygli,“ sögðu andstæðingar hans. Úr leik á miðjum aldri En þótt Churchill hefði náð miklum frama og flögrað með árangri á milli flokka, þegar þess þurfti við, virtist hann á miðjum aldri skyndilega klossfestast á hliðar- línunni. Þótt hann hefði þá þegar náð öllum þessum ár- angri og afkastað meiru en flestir aðrir, hefði það ekki dugað honum til mikilmennis nafnbótarinnar. Church- ill undi stöðu sinni illa, sagðist á ömurlegri eyðimerk- urgöngu og þráði að geislar valdasólar lykjust um sig á ný. Margur hefði þóst mega vel una við hans árangur og frama. Ekki Churchill. Hann fann kröftum sínum helst viðspyrnu við bókarskrif og var stórtækur þar eins og í öðru. Nefna má bækur og bókaflokka um fyrri heimstyrjöldina, Sögu enskumælanda þjóða og sögu Johns Churchill, forföðurins, fyrsta hertogans af Marl- borough. Þetta voru ofurmannleg afköst við ritstörf og það af manni sem var sagður vera undir áhrifum áfengis frá morgni til kvölds sérhvern dag. En samt var Churchill friðlaus í sinni meintu pólitísku útlegð. En hann var ekki fundvís á leiðina heim í pólitíska heiðardalinn. Þvert á móti. Hann virtist hafa tapað Reykjavíkurbréf 21.11.14 Blóð, tár og sviti eða blóðnasir og svitakrem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.