Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 55
Áhersla á Goldberg-tilbrigðin
Víkingur segir að nýja skrifstofan sé farin að
bóka sig á tónleika tímabilið 2016-17.
„Nú eftir áramótin leik ég í Turku í Finn-
landi enn einn nýja konsertinn sem ég þarf
að læra, Píanókonsert nr. 2 eftir Liszt sem
er mjög flottur og skemmtilegur. Tæknilega
finnst mér hann vera erfiðari en sá fyrsti,
hann er dulúðugur og dimmari. Stjórnandinn
er líka mjög spennandi, Rafael Payare, ein
skærasta stjarnan í dag. Ég hlakka til.“
– Varla þarf að spyrja um framhaldið þar
á eftir, það er greinilega þaulskipulagt.
„Það er áframhaldandi vinna og ég legg
áfram áherslu á Goldberg-tilbrigðin, sem ég
flutti í Hörpu í fyrrasumar og nú aftur í
Kanada. Ég er að fara að vinna að frekar
stóru verkefni; bæði að flytja þau sem víð-
ast, ég vil spila þau sem oftast því þetta
verk bætir svo miklu við í hvert sinn sem ég
flyt það. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á
hverjum tónleikum; maður getur ekki bara
æft þessa 70 mínútna fantasíu heima í stofu,
það þarf að gerast með áheyrendum, en mig
langar síðan að taka verkið lengra og finna
nýjar leiðir í útgáfumálum, finna nýjar leiðir
fyrir áheyrendur til að nálgast verkið með
aðstoð tækninnar. Ég er að skoða alls konar
möguleika í því samhengi. Ég er svo heppinn
að ég mun geta einbeitt mér nokkuð að
þessu undir vorið og ég hlakka mikið til. Þá
mun ég líka geta æft verk sem ég er ekki að
fara að flytja alveg strax, ég hef saknað þess
að undanförnu að hafa ekki tíma fyrir það.
Mig langar til dæmis mjög að spila Mozart,
það hef ég ekki gert allt of lengi.“
Tónlistarskólum blæðir út
Talið berst að Íslandi þar sem Víkingur hef-
ur áhyggjur af verkfalli tónlistarkennara og
hefur auk þess gagnrýnt borgaryfirvöld í
Reykjavík fyrir framgang þeirra í málum
tónlistarskólanna.
„Ég skil ekki viðhorf borgarstjórnarmeiri-
hlutans í Reykjavík til tónlistarskólanna, svo
ég segi það nú bara beint út. Ég veit að í
borgarstjórn er margt gott fólk og tónelskt,
en það virðist samt hafa lítinn sem engan
áhuga á að byggja upp og sinna tónlistar-
skólum í höfuðborginni. Árið 2011 gerðu
borg og ríki samkomulag sem hét því fagra
nafni Samkomulag um eflingu tónlistarnáms.
Það fól í sér að ríkið greiddi árlega fasta
fjárhæð til að gera lengra komnum nem-
endum kleift að stunda nám utan síns sveit-
arfélags, yfirleitt í Reykjavík. Og í framhald-
inu stóð til að leggja fram nýtt frumvarp á
Alþingi um tónlistarnám. Það var aldrei gert,
sem hefur reynst dýrkeypt. Reykjavík hefur
síðan verið eina sveitarfélagið sem neitar að
greiða krónu í kennslukostnað nemenda á
framhaldsstigi í hljóðfæraleik, og mið- og
framhaldsstigi í söng. Borgin túlkar sam-
komulagið einhliða sem svo að ríkið eigi að
sjá um þennan kostnað þótt landslög kveði
skýrt á um annað. Þeim tónlistarskólum
borgarinnar sem sinna lengra komnum nem-
endum blæðir því út, þeir eru margir tækni-
lega gjaldþrota í dag og um hver mánaðamót
ríkir óvissa um hvort hægt verði að greiða
laun kennara.
Skólarnir hafa neyðst til að nota hluta
skólagjalda til að borga laun, en skólagjöld
eiga samkvæmt lögum að fara í rekstr-
arkostnað og hljóðfærakost. Skólagjöldin eru
auk þess himinhá, tæpar þrjú hundruð þús-
und krónur fyrir lengst komna nemendur
Tónlistarskólans í Reykjavík svo dæmi sé
tekið.“
Vonandi sjá borgaryfirvöld ljósið
„Ég hef áhyggjur af því að tónlistarnám sé í
auknum mæli að verða nám fyrir börn ríkra,
að börn úr efnaminni fjölskyldum eigi ekki
kost á að stunda tónlistarnám. Þetta hefur
reyndar verið sýnt fram á og er sorgleg þró-
un. Eins hefur Reykjavíkurborg lítið sem
ekkert byggt upp aðstöðu fyrir tónlistar-
skólana undanfarna áratugi, enn er til dæmis
kennt á hljóðfæri í Tónlistarskólanum í
Reykjavík sem hugsuð voru til bráðabirgða á
7. áratug síðustu aldar, kennslustofurnar eru
of fáar og ekki nógu vel hljóðeinangraðar.
Mér verður stundum hugsað til nýtilkom-
innar velgengni íslenska landsliðsins í fót-
bolta, sem réttilega er tengd við góða og
markvissa uppbyggingu á æfingaaðstöðu
undanfarin 25 ár. Við verðum að byggja upp
tónlistarskólana í Reykjavík á sama hátt og
skólagjöld verða hreinlega að lækka. Von-
andi sjá borgaryfirvöld brátt ljósið. Og von-
andi sjá viðsemjendur tónlistarkennara í
verkfalli það einnig og samþykkja að greiða
þeim sambærileg laun og aðrir kennarar fá,
og krefjast ekki á móti að skólaárið verði
stytt enn meir en þegar er og að hljóðfæra-
kennsla fari í auknum mæli fram í hóptím-
um. Það væri stórt skref aftur á bak,“ segir
Víkingur Heiðar.
Morgunblaðið/Einar Falur
* Það er erfiðast íupphafi þegarmaður þarf að gera allt
í fyrsta sinn, alltaf
vera að læra ný verk,
debútera, en ég þrífst
ágætlega undir pressu.
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Útúrdúr, fræðandi og bráð-
skemmtilegir sjónvarpsþættir
Víkings Heiðars og Höllu
Oddnýjar Magnúsdóttur
mannfræðings, slógu í gegn
þegar þeir voru sýndir í rík-
issjónvarpinu í fyrravetur.
Fimm þættir voru sýndir og
segir Víkingur að aðrir fimm
verði sýndir í vetur, sá fyrsti
sunnudagskvöldið 28. desem-
ber.
„Efnistökin eru svipuð og í
fyrri þáttaröðinni en við þurft-
um að taka aftur upp hluta af
efninu í sumar og haust, því
það var orðið of langt síðan
við tókum sumt af þessu upp.
Svo margt hafði gerst í millitíð-
inni,“ segir hann.
„En ég er mjög spenntur fyr-
ir þessum þáttum og ánægðari með þessa seinni röð en þá fyrri. Nú erum við komin
með meiri reynslu en þegar við byrjuðum.
Hver þáttur hefur sitt þema. Einn fjallar um „gesamtkunstverk“, samruna listforma, og
margir skemmtilegir listamenn koma fram í honum. Í öðrum er Vetrarferð Schuberts
tekin fyrir, við Kristinn Sigmundsson erum þar á opinni æfingu að fjalla um verkið. Í enn
einum þætti fjöllum við um skapandi hlutverk flytjandans í klassískri tónlist og hvað þeir
geta verið ólíkir. Sá þáttur er í raun um túlkanir.
Þetta hefur verið langt ferli og það tekur fáránlega mikinn tíma að gera hvern þátt. Ég
veit ekki hvort ég hefði fallist á að gera tíu þætti hefði ég vitað hvað þetta er mikil vinna
en ég er ánægður með útkomuna,“ segir Víkingur Heiðar.
Útúrdúr aftur á skjáinn um jólin
Víkingur Heiðar og Halla Oddný Magnúsdóttir birtast aft-
ur á skjám landsmanna í nýrri þáttaröð af Útúrdúr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg