Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Verðlaunadansverkið Coming Up verður
sýnt einu sinni í Tjarnarbíó nú í nóvember, á
sunnudagskvöld klukkan 21. Coming Up er
samstarf tveggja danshöfunda og dansara,
þeirra Katrínar Gunnarsdóttur og Melkorku
Sigríðar Magnúsdóttur. Var verkið frumsýnt
árið 2013 og fékk góðar viðtökur áhorfenda
og gagnrýnenda. Hreppti það Grímuverð-
launin 2013 í flokknum „danshöfundar árs-
ins“. Coming up hefur síðan verið sýnt á
danshátíðum víða í Evrópu.
Katrín lauk prófi í nútímadansi frá Listahá-
skóla Íslands og BA-gráðu í danssmíði frá
ArtEZ í Hollandi. Melkorka Sigríður lærði
danssmíði við SNDO í Amsterdam og sam-
tímadans við P.A.R.T.S. í Brussel.
DANSVERK Í TJARNARBÍÓI
„COMING UP“
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir samdi verkið
og flytur ásamt Katrínu Gunnarsdóttur.
Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Hörpu.
Kammerhópurinn Camerarctica leikur á
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norð-
urljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið klukk-
an 19.30. Hópurinn teflir alla jafna saman
tónlist 18. og 20. aldar og að þessu sinni
verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart og Béla Bartók.
Ljóðasöngslög Mozarts hljóma sjaldan en
nú gefst tækifæri til að kynnast fjórum þeirra
í flutningi Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur
sóprans. Þá flytur Örn Magnússon píanó-
konsert í F-dúr K 413 og verk sem Mozart
samdi upphaflega sem fiðlusónötu hljómar í
umritun fyrir klarínett og strengjatríó. Loka-
verkið á tónleikunum er síðan strengjakvar-
tett nr. 1 eftir Béla Bartók.
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
CAMERARCTICA
Kammerhópurinn Reykja-
víkBarokk stendur fyrir
tónleikum í Fella- og Hóla-
kirkju í dag, laugardag
klukkan 20. Bera þeir yfir-
skriftina „Barokk í Breið-
holtinu“ og eru haldnir á
degi heilagrar Sesselju,
verndara tónlistarinnar.
Hópurinn hefur það að
markmiði að standa fyrir tónleikum og uppá-
komum í Breiðholtshverfinu, þar sem leikin
er tónlist frá barokktímabilinu á uppruna-
hljóðfæri og auðga þannig menningarlíf í
hverfinu.
Flutt verður aðgengileg barokktónlist eftir
Corelli, Vivaldi, Buxtehude og Telemann auk
tónsmíðar eftir eina af tónlistarkonum hóps-
ins, Kristínu Lárusdóttur.
Kammerhópurinn er skipaður tíu íslensk-
um tónlistarkonum og hefur meðal annars
komið fram á Sumartónleikum í Skálholti og
Listahátíð í Reykjavík.
TÓNLEIKAR REYKJAVÍKBAROKK
Í BREIÐHOLTI
Vivaldi
Menning
Já. Og ég er mjög ánægður með það aðvera búinn,“ segir Sigurður Pálssonskáld þegar hann er spurður að þvíhvort Táningabók, ný bók hans, sé síð-
asta minningabókin sem hann sendir frá
sér. Hinar fyrri hafa vakið verðskuldaða at-
hygli. Fyrir Minnisbók, þá fyrstu, hlaut Sig-
urður Íslensku bókmenntaverðlaunin og síðan
kom Bernskubók. Í Minnisbók fjallaði Sig-
urður um dvöl sína í París, þegar hann var á
þrítugsaldri, en í Bernskubók er umfjöllunar-
efnið uppvöxtur hans á prestssetrinu Skinna-
stað í Axarfirði. Nýja bókin gerist á tíma-
bilinu þar á milli, skólaárunum í Reykjavík,
þar sem hann gengur í Hagaskóla og Mennta-
skólann í Reykjavík. „Þetta er bók um þessi
tán- og tján-ár í lífi mínu, aðallega frá fjórtán
til nítján.
Frá öðru tán-ári til síðasta tján-árs,“ segir í
upphafi bókarinnar.
„Vinnan við þessar bækur byrjaði með því
að ég leitaði að frásagnaraðferð, en ég vann
að því stíft og lengi, og beitti henni fyrst í
Minnisbók. Ég lagðist í miklar rannsóknir á
eðli texta og frásagnar, og eðli myndar. Ljóð-
myndin er mjög mikilvæg í ljóðlist; ljóðlist er
furðuleg grein því hún er sambland af mynd-
list og tónlist en kemur fram með grímu rit-
listar. Þetta er einkaskilgreining mín á ljóð-
list,“ segir hann íbygginn. „Í prósafrásögn er
aðalatriðið ekki endilega myndin heldur línan.
Ég praktiseraði þessar skáldskaparfræðilegu
pælingar í Minnisbók. Annarsvegar var það
þessi löngun til að þróa skáldskap og hins
vegar löngun til að gera eitthvað úr minn-
ingamateríali sem mér fannst að gæti nýst í
eitthvað. Það getur nýst í skáldsögur, eins og
í minni fyrstu skáldsögu Parísarhjól, og í ljóð-
listinni út um allt, en mér fannst að það væri
mögulegt að nota þetta í einhverskonar end-
urminningaverk … Og þá alls ekki, ALLS
EKKI í sjálfsævisögu. Það er allt annað
genre. Þar er gengið inn í ævi viðkomandi
eins og hún sé íbúð og farið inn í hvert her-
bergi, gægst inn í alla skápa, í allar skúffur.
Það er engan veginn það sem ég hef verið að
gera. Ég var upphaflega fælinn að fara út í
þetta verk vegna andúðar minnar á sjálfs-
ævisögunni.“
Óvenjulegasti vettvangurinn
Sigurður segir að í Minnisbók hafi komið
reynsla á þetta „frásagnarmódel“ sem hann
valdi sér. Ákvað hann strax eftir Minnisbók
að stíga enn aftar í tímann og takast á við
bernsku- og táningsárin?
„Já, þá var mér ljóst hvað ég átti mikið ma-
teríal að vinna úr. Bernskan var óvenjulegasti
vettvangurinn af þesum þremur; fæðing-
arstaðnum, höfuðstaðnum og heimsborginni
París. Þessir þrír staðir eru það sem ég er
settur saman úr og ég er allt þetta. Ég er
sveitastrákur, ég er Reykvíkingur og ég er
Parísarbúi. Ég upplifi það ekki sem þversagn-
ir, mín sjálfsmynd er búin til úr þessu. Þetta
er ekki í neinskonar áflogum innbyrðis.“
– En í nýju bókinni kemur fram að þegar
þú flytur til Reykjavíkur að hefja nám í
Hagaskóla, þá segir þú skilið við sveitina, þar
sem þú fæddist og ólst upp, og naust heima-
kennslu fram að því á Skinnastað.
„Þar grípur inn í þetta skringilega sjokk,
þegar ég átta mig á því að við eigum ekki
jörðina, eins og greint er frá í Bernskubók,“
segir Sigurður. Þegar faðir hans hætti prest-
skap fluttu foreldrar Sigurðar einnig til
Reykjavíkur, á eftir yngsta syninum.
„Síðan á ég engin skyldmenni í Þingeyjar-
sýslum. Það er enginn Þingeyingur, hvorki í
föður- né móðurætt, fyrr en um 1500. Það er
stórfurðulegt. Hins vegar eru Norður-
Þingeyingar mín stórfjölskylda. Faðir minn
var þarna í fjörutíu ár, var vinsæll prestur og
vel metinn, og þetta fólk ól mig upp.“
Og músíkin maður!
Eftir að hafa lokið við Minnisbók fannst Sig-
urði því blasa við að skrifa um bernskuna, til
14 ára aldurs, og síðan þessa nýju bók.
„Öll eru þessi tímabil með skýrum skilum.
Þá fer ég, verð annar, og bý mig til að ein-
hverju leyti, eins og allir gera, en þó ef til vill
með meiri sjálfsköpun en hjá flestum því ég
kom einn til Reykjavíkur fjórtán ára.“
– Og þá varst þú að byrja í skóla í fyrsta
skipti. Það hlýtur að hafa verið mikil breyt-
ing, að fara út sveitinni og í þetta fjölmenna
skólaumhverfi. Þú segir frá Hagaskóla og MR
og söguhöfundur er að uppgötva Reykjavík
„Já, það er skrýtið að vera að hefja skóla-
nám þetta seint. Af þessum þremur bókum er
reynslan óvenjulegust í Bernskubók; margir
hafa verið í París og hér hefur fjöldi fólks
verið í Hagaskóla og MR, þetta er sameig-
inleg reynsla. En reynsla mín sem barns sem
er í heimanámi á sjötta áratug aldarinnar er
afar sjaldgæf. Svo kom ég hingað, ekki í
neinn jaðar, heldur í goðsögulega miðju ís-
lenska skólakerfisins í 200 ár, MR.“
– En unga manninum tókst engu að síður
að villast þegar hann kom til Reykjavíkur.
„Já, hann villtist í áttina að einhverjum
vita,“ segir Sigurður brosandi. „En síðan
komst ég undraskjótt beint inn í miðjuna.“
– Þetta er mikil deigla sem sögumaðurinn
lendir í.
„Sjöundi áratugurinn er ótrúleg deigla í
heiminum. Það er upphafið að ungmenna-
hreyfingu sem pólitísku afli, þegar það hefur
pólitíska merkingu að vera táningur eða ung-
menni. Einn af mörgum hápunktum er upp-
reisnin ’68 og það sem á eftir kom. Og mús-
íkin maður! Í nær hverjum einasta bílskúr út
um hinn vestræna heim voru sjálfboðaliðar að
reyna að klóra sig fram úr „I Want to Hold
Your Hand“. Allur þessi fjöldi, og áhuginn
hlaut að leiða til þess að fram kæmu fjölda-
margir talenteraðir laga- og textahöfundar.
Að upplifa þetta sem táningur var einfaldlega
geggjað …
Ég reyni að koma til skila hvernig var að
heyra „House of the Rising Sun“ í fyrsta
skipti, eða „Pretty Woman“. Það voru mag-
ískar stundir.
Í bókinni fer fljótlega í gang spurningin
hvernig ungskáld mótast.“
– Og þá erum við komnir að kjarna sögu-
mannsins, hann er að mótast, skáldið er að
verða til.
„Á bernskuárunum er vaknandi vitund og í
Bernskubók velti ég mikið fyrir mér hvernig
skynjun barns verði til og hvernig það bregst
við umhverfinu. Á táningsárum mótast vitunin
hins vegar í gagnvirku ferli. Allt umhverfið
breytist í kennara, í jákvæðri merkingu, en ég
gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en löngu
síðar. Eitt örlítið dæmi: Að eiga kost á því að
tala á Mokka við einn af forystumönnum
SÚM, Þórð Ben Sveinsson, var stórmerkilegt;
þar var hann að segja mér frá almestu avant
garde hugmyndum þess tíma. Allir íslenskir
listamenn sem voru að mótast á þessum tíma
búa líka að því að Dieter Roth var hér á
landi. Þarna var ég 17 ára og fékk allar þess-
ar upplýsingar og upptendrun; ég reyni að
þakka fyrir mig og minnast á marga af þess-
um kennurum sem vissu ekki að þeir væru að
kenna. Og ég sem nemandi vissi ekki að ég
væri að læra!“
Vitund sem veit ekki allt
– Á þessum skólaárum fer sögumaður að tak-
ast á við öll þau svið skáldskapar sem þú hef-
ur síðan starfað við; ljóðið birtist, leikhúsið –
meira að segja kvikmyndagerð, en þú vannst
eitt sumar við gerð kvikmyndarinnar Rauða
skikkjan í Axarfirði.
„Ég held að síðtáningsárin, þessi sem enda
á tján, 17, 18 og 19, séu afar mikilvægur mót-
unartími. Ég held að fyrir utan máltökuna sé
ekkert tímabil mikilvægara á ævinni. Á þess-
um árum verður til röð af fræjum sem menn
vita ekki fyrr en löngu síðar að hafa spírað og
sprottið í skjóli tímans.
Við ættum að muna eftir þessum hrifning-
arstundum. Ef maður tengir við þær, nýtir
þær sem eldsneyti, þá getur maður alltaf
miðlað.“
– Í bókinni birtir þú af og til ljóð, sem þú
samdir síðar, og sýna hvernig þú hefur unnið
úr upplifunum og reynslu þessara ára. Þar
skapar þú samtal við þitt höfundarverk.
„Ég reyni að komast inn í kjarna þess sem
gerðist. Í stuttu máli þá veit maður aldrei
hver maður er. Þetta ástand hefur verið uppi
í heila öld, síðan Freud og félagar uppgötvuðu
undirvitundina. Við höfum vitund sem veit
ekki allt. Þessi efi kemur inn í allar listir
framarlega á tuttugustu öld. Stundum finnst
mér að menn sé allt of alvitrir núna. Ég legg
áherslu á leitina og að játa að ég man hvorki
allt né allt rétt.
Sjálfsmyndin er ekki föst stærð sem er
mótuð í eitt skipti fyrir öll. Sjálfsvitundin er í
stöðugri mótun. Því er mjög mikilvægt að
játa að maður er ekki klár á því hvort það sé
rétt sem maður man, eða man ekki. En þótt
MEÐ TÁNINGABÓK HEFUR SIGURÐUR PÁLSSON LOKIÐ ÞRÍLEIK MINNINGABÓKA
Sveitastrákur, Reykvík-
ingur og Parísarbúi
„ÞETTA ER BÓK UM ÞESSI TÁN- OG TJÁN-ÁR Í LÍFI MÍNU, AÐALLEGA FRÁ FJÓRTÁN TIL NÍTJÁN,“ SEGIR Í
NÝRRI OG HRÍFANDI BÓK SIGURÐAR PÁLSSONAR UM ÞAÐ TÍMABIL ÆVINNAR ÞEGAR HANN FLUTTI FRÁ
AXARFIRÐI TIL REYKJAVÍKUR OG GEKK Í HAGASKÓLA OG MENNTASKÓLANN Í REYKJAVÍK. ÞETTA VORU
MIKILVÆG MÓTUNARÁR SKÁLDSINS, ÞAR SEM „ALLT UMHVERFIÐ BREYTIST Í KENNARA“.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
* Ég held að síðtán-ingsárin, þessi semenda á tján, 17, 18 og 19,
séu afar mikilvægur mót-
unartími. Ég held að fyrir
utan máltökuna sé ekkert
tímabil mikilvægara á æv-
inni. Á þessum árum verð-
ur til röð af fræjum sem
menn vita ekki fyrr en
löngu síðar að hafa spírað
og sprottið í skjóli tímans.