Stígandi - 01.10.1946, Page 7

Stígandi - 01.10.1946, Page 7
anna, hefir þekking okkar á þeim vaxið svo að segja með hverj- um áratug. Og eins og vænta mátti, hafa erfðavísindin ávallt meir beinzt að manninum sjálfum. Enda þótt enn sé margt í þessum fræðum, sem nokkur vafi leikur á, er samt fullvíst, að veigamiklir þættir í eðli einstaklingsins eru arfur frá föður og móður, sem þau tóku við og blönduðu saman. Og það eru ekki aðeins líkamlegir eiginleikar, sem ganga í arf, heldur einnig andlegir. Hæfni og óhæfni, yfirburðir og vöntun gengur frá kynslóð til kynslóðar eftir óskeikulum lögmálum. Sem dæmi um arfgengi mikilla andlegra hæfileika er venja að nefna ensku fjöl- skylduna Danvin-Galton, þar sem framúrskarandi vísindagáfa hefir gengið í arf í marga ættliði, og þýzku fjölskylduna Bach, þar sem snilldargáfa í hljómlist var arfgeng í 5 ættliði. Þegar erfðirnar leggjast á þessa sveif, létta þær undir með öllu skyn- samlegu uppeldi, gera einstaklingnum auðveldara að öðlast þá fullkomnun, senr hann keppir eftir og aðrir vænta af honum. En vísindin þekkja engu síður dæmi þess, að skortur á hæfileikum, óheillavænlegar hneigðir og bein andleg eða líkamleg veiklun gangi í arf. Átakanlegt dæmi um þetta eru ýmsar ofdrykkju- og glæpamannaættir, þar sem margs konar lestir eru fastur arfur lið fram af lið, svo að langflestir meðlimir fjölskyldunnar rata í eitt- hvert ólán. Hér á landi, þar sem ættvísi er ein aðalgrein alþýðlegs fróð- leiks, væru auðvitað engin vandkvæði á því að benda á ættir, sem dragast með arfgenga andlega og siðferðilega bresti mann fram af manni. En til þess að gæta fullkomins persónulegs hlutleysis, vil ég heldur nefna dæmi erlendis frá, enda er betur úr þeim unnið, því að rannsóknir á þessu sviði hafa enn ekki farið fram með íslendingum. Ulræmd í þessum skilningi er ættin Zero. Þær greinir hennar, sem hér er um að ræða, hefjast með því, að tveir drykkjurútar taka saman við óreiðukvendi, flökkukonur eða skækjur. Afkom- endur þessara hvorutveggju hjóna, sem náðst hefir til með rann- sókn þessari, eru 95. Af þeim eru: Ofdrykkjumenn, ekki uppvísir að glæpum . . 3 Ofdrykkjumenn, uppvísir að glæpum ......... 5 Aðrir glæpamenn ......................... 4 Ofdrykkjumenn, sem urðu geðveikir.......... 4 STÍGANDI 245

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.