Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 7
anna, hefir þekking okkar á þeim vaxið svo að segja með hverj- um áratug. Og eins og vænta mátti, hafa erfðavísindin ávallt meir beinzt að manninum sjálfum. Enda þótt enn sé margt í þessum fræðum, sem nokkur vafi leikur á, er samt fullvíst, að veigamiklir þættir í eðli einstaklingsins eru arfur frá föður og móður, sem þau tóku við og blönduðu saman. Og það eru ekki aðeins líkamlegir eiginleikar, sem ganga í arf, heldur einnig andlegir. Hæfni og óhæfni, yfirburðir og vöntun gengur frá kynslóð til kynslóðar eftir óskeikulum lögmálum. Sem dæmi um arfgengi mikilla andlegra hæfileika er venja að nefna ensku fjöl- skylduna Danvin-Galton, þar sem framúrskarandi vísindagáfa hefir gengið í arf í marga ættliði, og þýzku fjölskylduna Bach, þar sem snilldargáfa í hljómlist var arfgeng í 5 ættliði. Þegar erfðirnar leggjast á þessa sveif, létta þær undir með öllu skyn- samlegu uppeldi, gera einstaklingnum auðveldara að öðlast þá fullkomnun, senr hann keppir eftir og aðrir vænta af honum. En vísindin þekkja engu síður dæmi þess, að skortur á hæfileikum, óheillavænlegar hneigðir og bein andleg eða líkamleg veiklun gangi í arf. Átakanlegt dæmi um þetta eru ýmsar ofdrykkju- og glæpamannaættir, þar sem margs konar lestir eru fastur arfur lið fram af lið, svo að langflestir meðlimir fjölskyldunnar rata í eitt- hvert ólán. Hér á landi, þar sem ættvísi er ein aðalgrein alþýðlegs fróð- leiks, væru auðvitað engin vandkvæði á því að benda á ættir, sem dragast með arfgenga andlega og siðferðilega bresti mann fram af manni. En til þess að gæta fullkomins persónulegs hlutleysis, vil ég heldur nefna dæmi erlendis frá, enda er betur úr þeim unnið, því að rannsóknir á þessu sviði hafa enn ekki farið fram með íslendingum. Ulræmd í þessum skilningi er ættin Zero. Þær greinir hennar, sem hér er um að ræða, hefjast með því, að tveir drykkjurútar taka saman við óreiðukvendi, flökkukonur eða skækjur. Afkom- endur þessara hvorutveggju hjóna, sem náðst hefir til með rann- sókn þessari, eru 95. Af þeim eru: Ofdrykkjumenn, ekki uppvísir að glæpum . . 3 Ofdrykkjumenn, uppvísir að glæpum ......... 5 Aðrir glæpamenn ......................... 4 Ofdrykkjumenn, sem urðu geðveikir.......... 4 STÍGANDI 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.