Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 9

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 9
þjóðuni, en við það sameinast og magnast í erfðunum þær veilur ættarinnar, sem leyndar eða sýnilegar liggja í þessum tveim ein- staklingum. Nú má segja, að auðvitað sameinast þá kostirnir líka, og það er rétt, en á því ei' sá galli, að brestinnir yfirgnæfa kostina, gera þá óvirka. Þetta er lögmál allrar úrkynjunar. Kostirnir hverfa ekki með öllu hjá þeim einstaklingi eða þeirri ætt, sem ratar í ólán úrkynjunarinnar, en brestirnir vaxa þeim svo ræki- lega yfir höfuð, að það eru þeir, en ekki kostirnir, sem setja svip á gerðir mannsins og framkomu. Ef geðveiki liggur í ættinni, get- ur hún brotizt út hjá þeim einstaklingum, sem annars eru bezt gefnir, hún grefur um sig eins og meinsemd, nagar sundur heil- brigða þætti skapgerðarinnar, veldur innri upplausn og sundr- ungu. Hver ættingi er stöðugt ofurseldur þessari 'hættu, yfir hon- um vofir sú bölvun ættarinnar, sem til varð fyrir verknað eins sjúks meðlims. Á sama hátt geta siðferðilegir gallar hamlað því, að kostirnir ifái að njóta sín. Svo sem kunnugt er, getur hinn sjúk- legi ofdrykkjumaður verið sæmilegum gáfum gæddur á einhverju sviði. En óviðráðanleg nautnasýki sundrar skapgerð hans, bítur allan bakfisk úr vilja hans, beygir liann smám saman undir ok sitt, sljóvgar sómatilfinningu hans, svo að hann lætur að lokum allt falt fyrir þann eina svaladrykk, sem hann þekkir og þráir. Konu sína og börn ofurselur hann örbirgð og eymd, heiðurinn er honum minna verður en einn gúlsopi af „Svarta dauða“, hann er sífellt reiðubúinn að svíkja hvern málstað fyrir augnabliks- svölun síns óslökkvandi þorsta. Og þó að hann sjálfur fúni í gröf sinni, ganga lestir hans aftur í börnum hans og barnabörnum. Við þessar afturgöngur giímir uppeldið árangurslaust. í blóði ofdrykkjuættarinnar felast hneigðir, sem eru öllum manndóms- vexti fjandsamlegar. Þær koma fram í ýimsum myndum, en eru ávallt jafn-harðsvíraðar og ósveigjanlegar. Afbrotahneigð ung- lingsins og skækjueðli telpunnar skýtur upp eins og illgresi, ef þau einu sinni voru ráðandi í þeim erfðum, sem gengu til barns fi'á móður og föður. Þannig kafna niður þeir kostir, sem annars kunna að vera hinum bölþrungnu erfðum samfara. Því fleiri áberandi skapgerðarveilur, sem einhver þjóð hefir, og því fámennari, sem þessi þjóð er, því ægilegri afleiðingar lilýt- ur þetta lögmál úrkynjunarinnar að hafa. Hér er því um að ræða eitt hið alvarlegasta mál fyrir okkur íslendinga. Við erum ein minnsta þjóð heimsins, blöndumst fyrir fjarlægðar sakir öðrum þjóðum lítiðj, en vitum landlæga verulega úrkynjun. Hversu STÍGANDI 247
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.