Stígandi - 01.10.1946, Page 13

Stígandi - 01.10.1946, Page 13
glæpahneigð, gangi í arf til barna þeirra og annarra niðja í marga liði. Og auðvitað getur konan ein átt upptökin að þessari úrkynj- un, rétt eins og maðurinn. í dtverjum ofdrykkjumanni búa fjöl- margir möguleikar til úrkynjunar. Þeir kvíslast eins og þræðir út frá honum gegn um niðjana og koma fram á ýmsan ihátt. Ef ofdrykkja skyldi í framtíðinni verða jafn-almenn hjá konum sem körlum, tvöfaldast frá því sem var fyrir nokkrum árum þessar uppsprettur úrkynj unarinnar. Þessar staðreyndir sýna, að það væru mjög örlagarík straum- hvörf i þjóðlífinu, ef ofdrykkjan ykist svo í landinu, að hún næði jafn-sterkum tökum á kvenþjóðinni og 'hún nú hefir náð á karl- mönnunum. Ég vil engu spá, hvort þannig fer eða ekki. Allir hljóta að vona, að hjá því verði sneitt. En breytingin hefir verið allör síðustu árin og ekki gengið í rétta átt. Á því hálfu öðru ári, sem ég hefi dvalið hér á landi eftir 15 ára fjarveru, komu mér oft í hug orð skáldspekingsins Goethe í Tasso: Und willst du wissen, was sich ziemt, so frage nur bei edlen Frauen an. Það þýðir — á mæltu íslenzku máli: Ef þú ert í vafa um, hvað sé sæmilegt og viðeigandi, þá spurðu göfugar konur. Nú veit ég vel, að allur þorri íslenzkra kvenna berst djarflega gegn áfengisbölinu. Þær hafa ótvírætt sýnt hver vilji þeirra er í þessu efni og hvað þær álíta sæmilegt og viðeigandi. En þær konur eru líka til, sem sýnilega hafa ekkert á móti ofdrykkjunni, taka bæði þátt í lienni sjálfar og sýna sama viðmót ölóðum mönnum sem allsgáðum. Að því sem mér hefir litizt til, taka flestar ungu stúlkurnar hvaða fyllirafti sem er og dansa við hann, meðan hann getur nokkurn veginn slysalaust hangið á þeim. Mér ber raunar að játa, að reynsla mín nær ekki út fyrir höfuðstaðinn. En þar hefi ég séð konur, sem teljast vera sæmdarfólk, slást við karlmenn, vitlausar af ölæði, 'heyrt þær bjóða sig karlmönnum til allra af- nota, séð þær liggja ihjálparvana í spýju sinni. Og ég hefi sagt við sjálfan mig: Hjá þessum konum getur hvorki þú né nokkur annar fengið að vita, hvað sómi sér. Þær vita það ekki sjálfar. En hve margar skyldu þær vera? Og ihversu langt skyldi verða, þangað til þær ráða almenningsálitinu? Hver ábyrgist mér, að ekki komi einhvern tímann að því, að sú tegund af homo sapiens, sem Goethe kallar „edle Frauen“, verði furðu sjaldgæf? Og hver á þá að skera úr því, hvað sé sæmilegt og viðeigandi? Hvað verður STÍGANDI 251

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.