Stígandi - 01.10.1946, Page 25

Stígandi - 01.10.1946, Page 25
ÞATTUR AF JONI LOFTSSYNI Eftir ARNÓR SIGURJÓNSSON Undanfarin fimm ár liefi ég í hjáverkum mínum safnað drög- um til ævisögu Einars Ásmundssonar í Nesi. Þá sögu hefði ég (viljað geta ritað á þann veg, að hún væri jafnframt að verulegu ieyti hagsaga Eyfirðinga og Þingeyinga á ofanverðri 19. öld. Við snudd mitt við að safna efni til slíkrar sögu hefi ég komizt í nokk- ur ikynni við ýmsa samtíðarmenn Einars, einkum nágranna hans, vini og andstæðinga. Einn þeirra er Jón Loftsson, náinn vinur og samstarfsmaður Einars lengst starfsævi þeirra beggja, einhver hinn vaskasti og .hugþekkasti rnaður, er hófst á legg við Eyjafjörð ummiðja öldina, sem leið, en nú flestum gleymdur, nema örfáum gömlunr mönnum, sem enn kannast við lrann sem „skipstjórann mikla“. Jón (Gísli) Loftsson er fæddur í Syðstabæ í Hrísey á jóladag 1835.*) Faðir lians, Loftur Jónsson, var bjargálna útvegsbóndi af góðum eyfirzkum og þingeyzkum bændaættum, en móðir hans, Guðrún, var dóttir sr. Gísla í Stærra Árskógi Jónssonar biskups á Hólum Teitssonar. Árið 1846 fluttu foreldrar Jóns að Grenivík í Höfðahverfi, og þar náði hann fullorðinsaldri. Haustið 1856, er hann var tvítugur að aldri, sigldi liann til Kaupmannahafnar til að læra stýrimannafræði. 441 eru tvær frásagnir manna, sem með honum voru í Kaupmannahöfn þann vetur, er þá fór í hönd, um þessa námsdvöl 'hans. Þessar ifrásagnir bæta livor aðra upp, og fer því vel á að kynna hann ungan nreð því að birta þær ihér orðrétt. Önnur frásögnin er í æviminningum Matthíasar Jochumssonar *) Einar Jónsson (Minningarrit fimnuíu ára afmælis Stýrimannaskólans, bls. 117) og Gils Guðmundsson (Skútuöldin I, 494) telja Jón fæddan á jóladag 1838. Þetta mun tekið eftir dánarminningu um Jón eftir Einar i N’esi (Fróði 9. júlí 1883). En þó að þar hafi góður maður um fjallað, virðist ekki nægilega vandað til heimilda, og því ýmislegt ónákvæmt. Þannig segir Einar Jón hafa farið utan „á tvítugasta ári" og gifzt „fullt tvítugan", og kemur það ekki heim við fæðingarárið 1838. Ég hafði þó eins og þeir Einar og Gils tekið þetta fæðingarár trúanlegt. En samkvæmt ministrialbók Stærra Árskógs (athugun Indriða Indriðasonar) er Jón fæddur á jóladag 1835, og kemur það betur lieim við allt, sem um hann er kunnugt.- STÍGANDI 263

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.